Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 64
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA
PÁSKAFERÐ
19. – 30. MARS
ALBANÍA
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn
hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg.
Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega
náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna
þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.
Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu
fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar
skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og
aðgangur þar sem við á.
VERÐ
329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi)
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Ég sé mörg hjón í þessum
hjónum, bæði hjón sem hafa
verið nálægt mér og hjón sem ég
hef verið með til meðferðar. Þau
eru mjög dæmigerð fyrir óham-
ingjusöm hjón sem hanga saman
á óhamingjunni. Þau nærast á
óhamingjunni og geta ekki án
hennar verið. Þetta eru hjón sem
geta aldrei skilið.“
En hvað myndir þú ráðleggja
þeim ef þau mættu í hjónabands-
ráðgjöf til þín?
„Í fyrsta lagi ættu þau nátt-
úrulega að hætta að drekka, það
er alveg á hreinu. Og sennilega
myndi maður vilja sjá þau skilja,
en það er sjaldgæft að svona fólk
taki það skref því þau kunna ekk-
ert annað.
Er líf þeirra þá tilgangslaust án
óhamingjunnar?
„Já, algjörlega. Þau sjá engan
tilgang utan hennar. Svo eru það
líka leyndarmálin sem tengja þau
saman og það á líka við um yngri
hjónin. Þau eru að koma sér upp
þessu sama hegðunarmynstri og
eiga eftir að verða alveg eins eftir
30 ár. Það er nefnilega býsna al-
gengt að óhamingja verði burðar-
aflið í hjónaböndum. Að gagn-
rýna hvert annað og gera sig að
fórnarlömbum er algengt í þessari
stöðu, fólki finnst örlögin hafa
úthlutað sér ómögulegum maka
en sjá ekkert að sjálfum sér. Þetta
eru píslarvottar sem lifa fyrir
það í stað þess að taka ábyrgð á
sjálfum sér og skilja. Yngri hjónin
eru líka óhamingjusöm þó þau
séu alltaf að leika það leikrit að
þau séu hamingusöm.“
Hvað veldur allri þessari óham-
ingju?
„Það er nú það! Þetta er
kannski fólk sem laðast að nei-
kvæðum kröftum og þrífst á þeim.
Orsökin getur verið margvísleg en
þessir einstaklingar koma mjög
skaddaðir inn í sambandið og eru
bæði í leit að einhverju sem þau fá
ekki, hún kannski föðurímynd og
hann að konu sem getur hjálpað
honum.“
Hvaða ráð gefur þú ungu hjón-
unum sem eru á hraðri leið til
glötunar?
„Að hætta að drekka! Alkóhól
og brotin sambönd eru ekki góð
blanda. Fara svo í meðferð og
reyna að læra að tala saman eða
skilja. Annars hitti ég Kára Stef-
ánsson í leikhúsinu og hann sagði
að hvorug hjónin ættu að skilja
heldur bara mæta á þorrablót því
þar eru allir svona.“
Gott um helgina
Tónlistarkonan DJ Flugvél og
Geimskip var að gefa út nýtt
tónlistarmyndband við lagið
Hellirinn bíður. Myndbandið er í
leikstjórn Guðlaugar Míu Eyþórs-
dóttur. Steinunn hefur hingað til
alltaf gert tónlistarmyndbönd við
tónlist sína sjálf, en vildi sjá hvað
gerðist ef hún setti sköpunina í
annarra hendur í þetta skipti.
Steinunn og Guðlaug voru sam-
mála um að vilja fá dýr til að leika
í myndbandinu og tóku þær á það
ráð að auglýsa eftir ólöglegum
dýrum í Fréttablaðinu.
„Okkur tókst meira að segja að
hafa upp á afrískri lirfu og snák-
um, en þegar til kastanna kom
gátu þau ekki verið með í mynd-
bandinu. Hins vegar fengum við
skjaldbökur, hvíta kanínu og tvo
naggrísi til liðs við okkur. Mesti
tíminn við gerð myndbandsins
fór eiginlega í að passa að dýrin
réðust ekki hvert á annað eða
skriðu undir eitthvað og týndust.
Þetta var ótrúlega skemmtilegur
dagur.“
Steinunn segir að myndbandið
sé innblásið af raftónlistarmynd-
böndum tíunda áratugarins, með
þrívíðum mynstrum og öðru
konfekti fyrir augað. Lagið sem
myndbandið var gert við er af
nýjustu plötu Steinunnar, Nótt á
hafsbotni. | sgþ
Auglýsti eftir ólöglegum dýrum
til að leika í myndbandinu
Gott að fræðast
Hefur Evrópa staðið sig vel í að
taka á móti flótta-
mönnum? Hugo
Brady ræðir
viðbrögð
Evrópu og er
á því máli að
okkur hafi tek-
ist ágætlega til
þegar hundruðum
þúsunda mannslífa var bjargað og
unnið var úr yfir milljón hælisum-
sóknum. Fundurinn fer fram í
Odda, 22. janúar klukkan 12.
Gott að glápa
Það er ekki til neitt sem heitir að
sjá Pulp Fiction
„of oft“.
Svartir
sunnudagar
í Bíó Para-
dís sýna
Pulp Fic-
tion og er
sjaldan sem
gefst tækifæri til
þess að sjá stórmyndina þar sem
hún nýtur sín best, á hvíta tjald-
inu.
Gott að skoða
Tvær sýningar
verða opnaðar í
Hafnarborg á
laugardaginn,
klukkan 15.
Listmálarinn
Kristberg Ó.
Pétursson verð-
ur með ný olíu- og
vatnslitaverk í sýningunni Hraun
og mynd. Ragnhildur Jóhanns sýn-
ir verkið Diktur, sjónræn ljóð sem
verða til við krufningu bóka.
Leikhús Virginia Woolf í Borgarleikhúsinu
Óhamingja er algengt
burðarafl í hjónaböndum
Tístarar elda rétt
Á nýju ári skal Elda rétt, ef marka má Twitter. Þjónustuna sendir
matarpakka fyrir tvo eða fjóra einstaklinga. Með pakkanum fylgir
hráefni í réttum hlutföllum við uppskrift og því fljótlegt að útbúa
og laust við matarsóun. Grínistinn Halldór Halldórsson þakkar
fyrir að vera laus undan veseninu sem fylgir því að rökræða hvað
eigi að vera í matinn. Atli Fannar
Bjarkason, ritstjóri Nútímans, var
sáttur með sinn pakka og segist
aldrei aftur ætla út í búð nema til
þess að kaupa snakk og nammi. Á
sama tíma hefur markaðsstjórinn
Anna Fríða Gísladóttir krýnt sig
aðdáanda númer eitt af Eldum rétt.
64 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016