Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 8
 Eigandi Brotafls mætti þá bálvitlaus á svæðið og óð upp að mér og sagði hreint út. „Ég hata þig.“ „Hann tók mig síðan hálstaki og ætlaði að henda mér yfir stigahand- riðið á húsinu mínu. Það hefur rignt kvörtunum yfir lögreglu vegna bygg- ingarframkvæmda við nýtt hótel sem á að rísa við Laugaveg og á baklóð við Grettisgötu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Fyrir skömmu var lögregla kölluð til að skakka leikinn þegar verk- taki lenti í handalögmálum við íbúa sem gerði athugasemd við há- vaða á byggingarlóðinni seint um kvöld, en ónæði frá framkvæmd- unum hefur verið mikið utan hefð- bundins vinnutíma. Nikulás Úlfar Másson byggingar- fulltrúi segir að miðbær Reykjavík- ur sé að fara í gegnum svakalega erfiða vaxtarverki þessa dagana, það sé þó líklegt að borgarbúar verði á endanum ánægðir með niðurstöðuna. Borgin verði fallegri á eftir. Mætti bálvitlaus á svæðið „Þeir voru að vinna langt fram yfir lögboðinn tíma og lögreglan var búin að koma einu sinni og ég var fúll enda klukkan að ganga ellefu um kvöld og krafðist þess að þeir hættu,“ segir íbúi í bakhúsi við Grettisgötu sem hefur orðið fyrir margvíslegu ónæði af fram- kvæmdunum. „Eigandi Brotafls mætti þá bálvitlaus á svæðið og óð upp að mér og sagði hreint út: „Ég hata þig.“ „Hann tók mig síðan hálstaki og ætlaði að henda mér yfir stigahandriðið á húsinu mínu. Bróðir minn og vinur sem voru staddir hjá mér gátu snúið hann niður þar til hann róaðist.“ Nágranninn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, lagði ekki fram kæru hjá lögreglunni. Málið hafi því endað þarna. „Ég hélt fyrst að þetta væru bara venjulegir verka- menn en ekki svona gæjar,“ segir hann. Nágrannar sem Fréttatím- inn ræddi við segja hinsvegar verktakafyrirtækið, sem nefnist Brotafl, hafa verið með hávaða og yfirgang og oft hafi þurft að kalla til lögreglu. „Þegar ég er að koma heim, klukkan að ganga tíu, eru þeir að andskotans hér úti með rosalegum hávaða,“ segir Halla Pálsdóttir sem býr á Grettisgötu 13. „Það næsta sem ég veit að þá er rykkt upp garðshliðinu með látum og ég hleyp að eldhúsglugg- anum og sé manninn æða inn í garðinn og ráðast á nágrannann Miðbær Íbúar og verktakar takast á um byggingarframkvæmdir Sýður upp úr á Grettisgötu Byggingarfulltrúi segir að borgin sé með svakalega erfiða vaxtarverki. og gefa honum nánast á kjaftinn. Það þurfti marga til að skilja þá að. Mér skildist, eftir á, að hann hefði sprautað á verkamennina með garðslöngu. Ég kallaði til lög- reglu en þurfti að hringja þrisvar sinnum áður en þeir komu.“ Brotafl hugleiddi að kæra Sigurjón Halldórsson, eigandi Brotafls, segir aðra sögu og sakar nágranna um að reyna að tefja framkvæmdir og valda tjóni. „Hann réðist á mig og kýldi mig svo ég fékk glóðarauga.“ Sigur- jón segist hafa ætla að leggja fram kæru svo hann fór á slysadeild og fékk áverkavottorð. Hann segir ennfremur að ná- granninn hafi slett skyri á bygg- ingatæki, hellt vatni í steypu og slett jógúrti á Range Rover bifreið sína þegar henni hafi verið lagt Ítrekað hefur slegið í brýnu milli eiganda verktakafyrirtækisins Brotafls og íbúa við Grettisgötu. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal 8 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.