Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 29.01.2016, Síða 19

Fréttatíminn - 29.01.2016, Síða 19
við eldri borgara. Ef lífeyririnn er brotinn niður á íbúa að teknu tilliti til ólíkrar aldurssamsetningar er lífeyririnn á Íslandi um 30 prósent lægri. Og þegar þjónusta við eldri borgara er borin saman kemur í ljós að Íslendingar verja um 43 prósent minna til hennar á íbúa, að teknu tilliti til aldursamsetning- ar, en hinar þjóðirnar. Samanlagt má því segja að fram- lög Íslendinga til eldri borgara þyrftu að hækka úr 109 milljörð- um króna árið 2013 í 169 milljarða króna til að jafna meðaltal Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Mismun- urinn er hvorki meiri né minni en 60 milljarðar króna. Ef við brjótum þessa upphæð niður á fjölda Íslendinga sem eru 67 ára eða eldri þá nemur hún um 130 þúsund krónum á mann í hverjum mánuði eða tæplega 1,6 milljónum króna á ári. Það sem einkennir íslenska kerf- ið er síðan hversu mikið fólk legg- ur með sér úr lífeyrissjóðunum og sínum eigin sparnaði. Á meðan um 45 prósent af því sem varið er til málefna eldri borgara koma úr ríkissjóði og sveitarfélögunum á Norðurlöndunum er það hlutfall aðeins 23 prósent á Íslandi. Ofvaxnir lífeyrissjóðir Það eru einmitt lífeyrissjóðirnir sem helst einkenna íslenska vel- ferðarkerfið. Gríðarlega háar upp- hæðir eru eyrnamerktar sparnaði til efri áranna og geymdar í sjóð- um til seinna tíma nota. Saman- lagt eru skattgreiðslur og lífeyris- sjóðsiðgjöld á Íslandi síst lægri en skattgreiðslur á Norðurlönd- unum. Skatturinn á Norðurlönd- unum stendur undir mun hærri barnabótum, meiri stuðningi við fjölskyldur, veigameiri réttindum og greiðslum til eldri borgara og margs annars sem ekki hefur verið tilgreint hér. Kári Stefánsson hefur bent á að til að jafna íslenska heilbrigðis- kerfið við það sem íbúar Norður- landanna búa við vanti árlega um 45 milljarða króna í framlög ríkissjóðs til þess málaflokks. Hér hefur verið sýnt fram á að til að jafna félagslegan stuðning á Ís- landi við það sem almennt gerist á Norðurlöndunum vanti hátt í 100 milljarða króna árlega. Gátan sem Íslendingar standa frammi er sú hvað þeir fái í stað- inn fyrir velferðar- og heilbrigðis- kerfið sem Norðurlandabúa eiga. Þjóðartekjur Íslendinga eru við- líka og hinna landanna og skatt- greiðslur að viðbættum lífeyris- sjóðsiðgjöldum ámóta hjá flestu fólki. Og við þurfum ekki að reka her. Í hvað fara þá peningarnir okkar sem aðrar þjóðir nota til að byggja upp sitt velferðarkerfi og skapa borgurunum öryggi, rétt- indi og viðunandi lífskjör? fréttatíminn STÍGÐU SKREFIÐ! // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK // 10–12 ÁRA Námskeið hefst 29. mars, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–20:00 // 13–15 ÁRA Námskeið hefst 2. febrúar - örfá sæti laus, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–21:00 // KYNNINGARTÍMAR 10 til 15 ára 31. jan kl. 15:00 - 16:00 16 til 25 ára 31. jan kl. 16:00 - 17:00 10 til 15 ára 9. feb kl. 18:00 - 19:00 16 til 25 ára 9. feb kl. 19:00 - 20:00 Sjáðu fleiri kynningartíma á www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080 // 16–20 ÁRA Námskeið hefst 17. febrúar - örfá sæti laus, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00 // 21–25 ÁRA Námskeið hefst 20. febrúar, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00 NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK SKRÁÐU ÞIG OG VERTU MEÐ OKKUR VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI LÍÐA BETUR VERA ÞÚ? Við þjálfum ungt fólk í að standa á sinni skoðun og þora að fara á móti straumnum, auka sjálfstraust sitt og fylgja eigin sannfæringu. Þau læra að sýna öðrum umburðarlyndi og 98% þátttakenda segjast vera jákvæðari í hugsun eftir námskeiðið. Leggðu mat á hæfileika barnsins með styrkleikaprófinu á www.dale.is/styrkleikar_unga SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS NÝ SENDIN G VAR AÐ LENDA NÖTRAND I Í LEIKINA! MEÐ EINUM HNAPP ER H ÆGT AÐ KVEIKJA Á VIBRATION MODE SEM G EFUR NÝJA UPPLIFUN Í L EIKINA! MÖGNUÐ 7.1 LEIKJAHEYRNARTÓL MEÐ HLJÓÐNEMA OG ÖFLUGUM 50MM VIBRA- TION BÚNAÐI SEM TRYGGIR NÖTRANDI BASSA OG HÁMARKS HLJÓMGÆÐI.14.900 7.1 GAMINGHEYRNARTÓL Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.