Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 29.01.2016, Blaðsíða 19
við eldri borgara. Ef lífeyririnn er brotinn niður á íbúa að teknu tilliti til ólíkrar aldurssamsetningar er lífeyririnn á Íslandi um 30 prósent lægri. Og þegar þjónusta við eldri borgara er borin saman kemur í ljós að Íslendingar verja um 43 prósent minna til hennar á íbúa, að teknu tilliti til aldursamsetning- ar, en hinar þjóðirnar. Samanlagt má því segja að fram- lög Íslendinga til eldri borgara þyrftu að hækka úr 109 milljörð- um króna árið 2013 í 169 milljarða króna til að jafna meðaltal Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Mismun- urinn er hvorki meiri né minni en 60 milljarðar króna. Ef við brjótum þessa upphæð niður á fjölda Íslendinga sem eru 67 ára eða eldri þá nemur hún um 130 þúsund krónum á mann í hverjum mánuði eða tæplega 1,6 milljónum króna á ári. Það sem einkennir íslenska kerf- ið er síðan hversu mikið fólk legg- ur með sér úr lífeyrissjóðunum og sínum eigin sparnaði. Á meðan um 45 prósent af því sem varið er til málefna eldri borgara koma úr ríkissjóði og sveitarfélögunum á Norðurlöndunum er það hlutfall aðeins 23 prósent á Íslandi. Ofvaxnir lífeyrissjóðir Það eru einmitt lífeyrissjóðirnir sem helst einkenna íslenska vel- ferðarkerfið. Gríðarlega háar upp- hæðir eru eyrnamerktar sparnaði til efri áranna og geymdar í sjóð- um til seinna tíma nota. Saman- lagt eru skattgreiðslur og lífeyris- sjóðsiðgjöld á Íslandi síst lægri en skattgreiðslur á Norðurlönd- unum. Skatturinn á Norðurlönd- unum stendur undir mun hærri barnabótum, meiri stuðningi við fjölskyldur, veigameiri réttindum og greiðslum til eldri borgara og margs annars sem ekki hefur verið tilgreint hér. Kári Stefánsson hefur bent á að til að jafna íslenska heilbrigðis- kerfið við það sem íbúar Norður- landanna búa við vanti árlega um 45 milljarða króna í framlög ríkissjóðs til þess málaflokks. Hér hefur verið sýnt fram á að til að jafna félagslegan stuðning á Ís- landi við það sem almennt gerist á Norðurlöndunum vanti hátt í 100 milljarða króna árlega. Gátan sem Íslendingar standa frammi er sú hvað þeir fái í stað- inn fyrir velferðar- og heilbrigðis- kerfið sem Norðurlandabúa eiga. Þjóðartekjur Íslendinga eru við- líka og hinna landanna og skatt- greiðslur að viðbættum lífeyris- sjóðsiðgjöldum ámóta hjá flestu fólki. Og við þurfum ekki að reka her. Í hvað fara þá peningarnir okkar sem aðrar þjóðir nota til að byggja upp sitt velferðarkerfi og skapa borgurunum öryggi, rétt- indi og viðunandi lífskjör? fréttatíminn STÍGÐU SKREFIÐ! // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK // 10–12 ÁRA Námskeið hefst 29. mars, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–20:00 // 13–15 ÁRA Námskeið hefst 2. febrúar - örfá sæti laus, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–21:00 // KYNNINGARTÍMAR 10 til 15 ára 31. jan kl. 15:00 - 16:00 16 til 25 ára 31. jan kl. 16:00 - 17:00 10 til 15 ára 9. feb kl. 18:00 - 19:00 16 til 25 ára 9. feb kl. 19:00 - 20:00 Sjáðu fleiri kynningartíma á www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080 // 16–20 ÁRA Námskeið hefst 17. febrúar - örfá sæti laus, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00 // 21–25 ÁRA Námskeið hefst 20. febrúar, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00 NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK SKRÁÐU ÞIG OG VERTU MEÐ OKKUR VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI LÍÐA BETUR VERA ÞÚ? Við þjálfum ungt fólk í að standa á sinni skoðun og þora að fara á móti straumnum, auka sjálfstraust sitt og fylgja eigin sannfæringu. Þau læra að sýna öðrum umburðarlyndi og 98% þátttakenda segjast vera jákvæðari í hugsun eftir námskeiðið. Leggðu mat á hæfileika barnsins með styrkleikaprófinu á www.dale.is/styrkleikar_unga SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS NÝ SENDIN G VAR AÐ LENDA NÖTRAND I Í LEIKINA! MEÐ EINUM HNAPP ER H ÆGT AÐ KVEIKJA Á VIBRATION MODE SEM G EFUR NÝJA UPPLIFUN Í L EIKINA! MÖGNUÐ 7.1 LEIKJAHEYRNARTÓL MEÐ HLJÓÐNEMA OG ÖFLUGUM 50MM VIBRA- TION BÚNAÐI SEM TRYGGIR NÖTRANDI BASSA OG HÁMARKS HLJÓMGÆÐI.14.900 7.1 GAMINGHEYRNARTÓL Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.