Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 48
Notar aldrei kreditkort „Ég spara mest á því að nota aðeins peninga, ekki kreditkort. Þegar ég fer í búð þá er ég búin að ákveða hve miklu ég ætla að eyða og fer með þá upphæð með mér í búðina. Þannig kem ég í veg fyrir að ég freistist til þess að kaupa eitthvað sem ég þarf ekki á halda eða á ekki fyrir,“ segir Lára Ómars- dóttir fréttakona. „Til lengri tíma, eins og til dæmis þegar ég safna fyrir ferðalögum, stórveislum eða ein- hverju dýrara, þá legg inn ég inn tiltekna upp- hæð á mánuði í einhvern tíma inn á bankabók sem er ekki í sama banka og ég er með önnur viðskipti, ég hef ekki aðgang að í heimabanka og er ekki með leyninúmer á. Ég þarf því að gera mér ferð í bankann til að taka peningana út og kem þannig í veg fyrir að ég stelist í þá grípi mig eitthvert stundarkaupæði – sem gerist að vísu eiginlega aldrei nú orðið.“ Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Úff, þessi er erfið vegna þess að ég eyði eiginlega aldrei í neitt sem ég ekki nota eða þarf. Ég eyði alveg peningum í einhverja óhollustu eða vel stundum að nota peningana í eitthvað sem væri alveg hægt að vera án en ég verð að viðurkenna að ég man bara ekki eftir neinu sem var alger peningasóun. Nema þá kannski þegar okkur vantaði sófa fyrir þó- nokkrum árum og fórum á húsgagnaútsölu og keyptum fallegan drapp- litan sófa á mjög góðu verði. Við áttuðum okkur hins vegar ekki á því fyrr en seinna að ljós sófi og fimm börn fór ekki vel saman. Líftími hans var því frekar stuttur og kaupin þar með ekki mjög skyn- samleg.“ Keypti sportbíl „Mér finnst best að búa mér til einhvern þvingaðan sparnað þar sem hlutir gerast sjálfkrafa. Þá safnast þetta upp, annars gerist ekkert,“ segir Valgeir Magn- ússon, framkvæmdastjóri auglýsingastof- unnar PiparTBWA. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Það fer eftir því hvernig maður mæl- ir heimsku. Fjárhagslega var ekki gáfulegt þegar ég ákvað að eign- ast 63 módel af sportbíl þegar ég var 23 ára. Það var ekki ódýrt að reka hann á sama tíma og maður var að stofna fjölskyldu. Á end- anum þurfti hann að víkja fyrir sementi og mótatimbri. En samt þegar ég hugsa til baka þá þótti mér mjög vænt um bílinn þó svo að hann hafi verið mér dýr.“ Það besta og versta í fjármálum Einstaklingar Flest þekkjum við baráttuna við að vera réttum megin við núllið í heimilisbókhaldinu. Sú barátta er ekki alltaf auðveld en með reynslu og góðu skipulagi gengur fólki sífellt betur. Viðmælendur Fréttatímans luma margir á góðum ráðum um fjármál einstaklinga og sumir bæta við skemmtilegum sögum af líkamsræktarkortum, sportbílum og hrukkustraujárnum. Spara með því að elda heima „Ég er nú ekkert sérstaklega góð í því að spara en eitt sem við fjölskyldan höfum náð góðum tökum á eru matarinnkaup,“ segir Guðríður Erla Torfa- dóttir, þjálfari í Biggest Loser og framkvæmda- stjóri Reebok Fitness. „Við kaupum mjög sjaldan skyndibita heldur eldum heima. Svo reyni ég að taka með mér nesti í vinnuna eða skýst á salatbar- inn í Hagkaup en það kostar mig um það bil 500 kall, ein máltíð. Við erum búin að reikna það út að það er sparnaður fyrir okkur að kaupa eldum- rett.is þrisvar sinnum í viku. Þá kemur allt tilbúið og við spörum okkur tíma og peninga með þessu fyrir utan að fá hollan og góðan mat.“ Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Ég lét plata mig í Bandaríkjunum fyrir tíu árum og keypti rándýrar tal- stöðvar fyrir síma sem áttu að vera svo mikil snilld ef maður yrði batterís- laus. Þegar ég ætlaði að sýna manninum mínum þessa snilld þá fór draslið auðvitað ekki í gang og virkaði aldrei. Honum fannst þetta auðvitað mjög heimskuleg kaup og minnir mig stundum á það áður en ég fer til útlanda.“ Hrukkustraujárn fyrir konuna „Ég er afskaplega lélegur í að spara yfirleitt, þannig að ég fékk einhverja bankastofnunina til að taka af mér fasta upphæð á mánuði í sparnað og svipti mig þar með að hluta til fjárræði, en það virkar vel,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, tölvuleikja- sérfræðingur með meiru. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Maður á auðvitað ekki að segja frá þessu á opinberum vettvangi, en heimskulegasta fjárfest- ing mín er þegar ég keypti fyrir nokkrum árum hálfgert „hrukkustrau- járn“ og gaf konunni í jólagjöf. Það var algjör skellur og fer eflaust á topp 10 yfir mestu afleiki mínu lífi.“ Bara 4.000 krónur í mat á dag „Ég nota fjölmargar leiðir til að spara og er mjög meðvit- uð um peningahegðun mína, skrifa niður í hvað ég eyði og svona og geri áætlanir í hvað ég ætla að nota peninga næstu mánuði,“ segir Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is. „Ég hef tamið mér að kaupa ekki neitt eða eyða peningum nema ég eigi fyrir því. Ég er til dæmis ekki með bílalán sem sparar heilmikla peninga á hverjum mánuði og reyni að borga reglulega inn á húsnæðislánið. Það felst mikill sparnaður í því að borga minni vexti og auðvitað vill maður reyna að borga inn á höfuðstólinn. Ég pæli líka mikið í matarinnkaupum og reyni að eyða ekki meira en 4.000 krónum á dag í mat og kaupi ekk- ert í matvörubúðinni nema það sem við erum að fara að borða. Þegar ég borða á veit- ingastöðum með börnin mín kaupi ég yfirleitt tvo rétti fyrir okkur þrjú. Svo hika ég ekki við að taka matinn með mér heim ef ég næ ekki að klára hann. Þegar ég fer með börnin í bíó kaupi ég einn stóra popppoka og við borðum hann saman í stað þess að kaupa þrjá litla.“ Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Ætli það sé ekki iðnaðarryksuga sem ég keypti í byggingavöruverslun í Reykjavík. Á pakkning- unum stóð að þetta væri tækið sem mig vantaði og drengurinn sem afgreiddi mig fullyrti að þetta væri málið. Ryksugan reyndist svo hrylli- lega kraftlítil sem gerði það að verkum að ég endaði á því að nota bara heimilisryksuguna í framkvæmdirnar. Heimilisryksugan bræddi úr sér á núlleinni. Nú sit ég uppi með iðnaðar- ryksugu sem gerir eiginlega ekkert gagn og safnar bara ryki í bílskúrnum.“ Óskynsamur daglega Bý til matseðla og kaupi aðeins það sem þarf „Ég spara með því að plana matarinnkaup mjög vel. Búa til matseðla, kaupa aðeins það sem þarf. Fara södd í búðina og ekki þreytt. Tek með mér nesti í vinnuna,“ segir Sigurrós Pálsdóttir, matreiðslu- maður og rekstrarstjóri framleiðslu- eldhúss hjá Te og kaffi. Hún kveðst einnig spara með því að kaupa eng- an óþarfa, kaupa barnaföt í útlönd- um og láta aðra koma heim með það sem hún kaupir á netinu. „Það heimskulegasta sem ég hef eytt í er mjög erfið spurning þar sem ég eyði aldrei í neitt nema eftir mikla umhugsun. Ef ég vil kaupa flík, kaupi ég hana alltaf nokkrum dögum eftir að ég sé hana fyrst og það á við um allt sem ég kaupi. En ég man þó eftir einu. Það var flugferð til London, ein án þess að vera með hótelherbergi eða peninga, að hitta kærasta sem komst svo ekki að hitta mig. Það er svo sem löng saga þarna á bak við, fyndin í dag enda var ég ung og vitlaus, en allt fór vel á end- anum því pabbi bjargaði deginum.“ Poppvélin var notuð einu sinni „Ætli helsti sparnaðurinn felist ekki í því að nýta mjög vel þau matvæli sem ég kaupi inn og af- ganga. Mér hefur alltaf fundist agalegt að þurfa að henda mat,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar- fulltrúi og sælkeri. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Líklega poppvélin. Við erum miklir popp- arar á heimilinu og einhver fékk þá villtu hug- mynd að fjárfesta í slíkri vél. En hún var einu sinni notuð. Poppið reyndist bara miklu betra poppað á gamla mátann í stórum potti og var hin aðferðin ekki einu sinni reynd aftur.“ Með tvær frystikistur „Eftir að við fluttum í sveit neyddumst við hjónin til að taka matarinnkaup til endurskoðunar enda langt í næstu búð,“ segir Berglind Häsler, bóndi, matvæla- framleiðandi og hljómborðsleikari Prins Póló. „Áður fórum við í búð nánast daglega og keyptum allskonar óþarfa. Það var lítið hugsað fram í tímann og í fryst- inum var í mesta lagi íspinni. Pabbi gaf okkur frysti- kistu í innflutningsgjöf sem mér fannst galin pæling. Nú eigum við tvær. Við gerum stór innkaup einu sinni í viku til hálfs mánaðarlega. Þó við kaupum aðeins dýrari hráefni, íslensk og lífræn, spörum við helling á þessu fyrirkomulagi, kaupum minni óþarfa og sóum minna,“ segir Berglind sem segir tóbak það heimsku- legasta sem hún hafi eytt í. „Ég spara ekki. Því miður. Ég bara eyði, stöðugt,“ segir uppistandarinn Dóri DNA sem segist geta haldið langar ræður um heimskulega hluti sem hann hafi eytt í. „Ég versla mikið í Kvosinni af því hún er við hliðina á heimili mínu. Þar er alltaf um það bil 40% dýrara en annarstaðar. Svo borgaði ég einu sinni kort í Sporthúsið í tvö ár. Á sama tíma bjó ég í útlöndum, var með líkams- ræktarkort annarstaðar og var ekkert að spá. Þetta hefur verið svona 200 þús- und kall þegar upp var staðið. Ég eyði óskynsamlega daglega. Hef pantað mér föt fyrir fleiri tugi þúsunda og ekkert passaði á mig. Hata peninga. Finnst bara gaman að kveðja þá.“ 48 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.