Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2016/102 67 R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.02.62 Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga stærstu sök í hratt vaxandi sýklalyfja­ ónæmi meðal helstu sýkingavalda manns­ ins. Það er því mat Alþjóðaheilbrigðisstofn­ unarinnar (WHO) að eitt af veigamestu verkefnum heilbrigðiskerfa heims sé að taka á þessum vanda.1 Notkun sýklalyfja í landbúnaði hefur síðan víða verið enn meiri en meðal manna.2 Tengsl milli sýkla­ lyfjanotkunar og þróunar ónæmis er vel þekkt, meðal annars með stökkbreytingum í erfðaefni baktería sem flust geta á milli tegunda og síðan útbreiðslu ónæmu stofn­ anna í þjóðfélaginu og á sjúkrahúsum á kostnað þeirra næmu. Auðvelt hefur verið að sjá slík tengsl hér á landi milli eins al­ gengasta sýkingarvaldsins, lungnabólgu­ bakteríunnar svokölluðu, Streptococcus pneumoniae, sem gjarna finnst í nefkoki barna og getur valdið erfiðum sýkingum, einkum miðeyrnabólgu, kinnholubólgu­ sýkingu og lungnabólgu.3 Kraftaverkalyfið penisilín sem talið er hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað lyf og lengt meðalaldur í hinum vestræna heimi um meira en áratug, fékk því miður ekki lengi griðstað í aldingarðinum Eden eftir að það kom fyrst á markað fyrir rúmri hálfri öld. Sama sagan hefur síðan verið með flest önnur sýklalyf síðar og bakteríurnar orðið ónæmar fyrir þeim og engin ný öflug lyf í augsýn.1 Eins og segja má reyndar um flestar lífverur, aðlagast bakteríuflóran þannig breyttum umhverfisaðstæðum hverju sinni. Það er hins vegar á valdi lækna að sjá til þess að spilla flórunni ekki um of, okkur öllum í hag síðar. Síðastliðna tvo áratugi hefur verið markvist unnið að því hjá heilbrigðisyfir­ völdum að draga úr óþarfa ávísunum lækna á sýklalyf, einkum til barna með væg sýkingareinkenni.3 Í slíkum tilfellum er að jafnaði um veirusýkingar að ræða þar sem sýklalyf koma að engu gagni eða þá vægar bakteríusýkingar sem líkaminn ræður í flestum tilvikum vel við.3 Þá er frekar hvatt til nánara eftirlits með sýk­ ingareinkennum. Þannig hefur verið hægt að komast hjá sýklalyfjagjöf í meirihluta tilvika víða erlendis, einkum meðal barna. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur af slíkum aðgerðum hér á landi á ákveðnum landsvæðum yfir ákveðin tímabil. Í klín­ ískum leiðbeiningum Embættis landlækn­ is er nánar tiltekið um ábendingar fyrir sýklalyfjameðferð varð andi flestar algeng­ ustu sýkingarnar og fyrsta val lyfja. Þar er vert að hafa í huga að enn eitt vandamálið hér á landi snýr einmitt að mikilli notkun breiðvirkra sýklalyfja á kostnað þeirra þröngvirku. Í síðasta hefti Læknablaðsins var birt grein eftir Önnu Mjöll Matthíasdóttur og félaga um breytt viðhorf til sýklalyfja­ ávísana hjá íslenskum heimilis­ og heilsu­ gæslulæknum með tilliti til umræðunnar.4 Í niðurstöðum rannsóknarinnar má glöggt sjá að ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað um aukna árvekni gegn ónauð­ synlegri sýklalyfjameðferð. Spyrja má þó af hverju svona illa hafi gengið að draga úr mikilli og oft óþarfri sýklalyfjanotkun hér á landi, á sama tíma og betur gengur hjá nágrannaþjóðunum. Rannsóknir hafa sýnt að ávísunarvenjur lækna á sýklalyf ráðast af mörgum þáttum öðrum en bara þekkingu læknis. Mikið vaktaálag, styttri viðtalstímar, væntingar sjúklings, lyfja­ auglýsingar og vinnubrögð kollega í sömu aðstæðum geta líka haft mikil áhrif á ákvörðun um lyfjaávísun.5 Víða er undir­ mönnun í heilsugæslunni og vaktaálag því mikið hér á landi, ekki síst á sjálfu höfuð­ borgarsvæðinu þar sem sýklalyfjanotkunin er mest. Sem betur fer er sýklalyfjaónæmi al­ varlegustu sýkingarvaldanna enn lítið hér á landi miðað við víða erlendis, enda landið frekar einangrað, þjóðin fámenn og almennt heilbrigði gott. Engu að síður höfum við á síðustu áratugum fengið faraldra fjölónæmra pneumókokka sem náð hafa bólfestu í nefkoki hjá allt að 20% barna, sem rekja má að hluta til mikillar sýklalyfjanotkunar þeirra.3 Sýkingum fjöl­ ónæmra sýkingarvalda á sjúkrahúsum má einnig halda niðri með réttri notkun sýkla­ lyfja og áherslu á hreinlæti og góðar smit­ sjúkdómavarnir. Þetta er varnarbarátta þar sem sífellt meira hefur samt orðið að láta undan. Ákveðnir algengir sýkingarvaldar á sjúkrahúsum erlendis eru hins vegar í sumum tilvikum orðnir ónæmir fyrir öll­ um hugsanlegum sýklalyfjum sem til eru og því aðeins tímaspursmál hvenær slíkar sýkingar koma einnig upp hér á landi. Fjölgun ferðamanna, aukinn innflutningur á hverskonar hrávöru og tíð ferðalög land­ ans erlendis geta flýtt þessari þróun, bæði í samfélaginu og á sjúkrahúsunum. Nýjar bólusetningar gegn algengum sýklalyfja­ ónæmum bakteríustofnum í þjóðfélaginu, til dæmis pneumókokkum, ættu líka að geta dregið að minnsta kosti tímabundið úr tíðni algengustu sýkinganna sem þeir valda og skapað okkur betra tækifæri til aðhaldsaðgerða. Það er þó alltaf á ábyrgð læknanna sjálfra að nota sýklalyfin af meiri kostgæfni en verið hefur og sporna þannig gegn þróuninni. Vandi lækna er því sá að bera hag sjúklingsins í huga, jafnhliða því að viðhalda samfélagslegri ábyrgð á því sem kann að þróast á morgun. Heimildir 1. Center for Disease dynamics, economics and policy 2015. The state of the world´s antibiotics 2015. CDDEP: Washington DC. 2. Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2013. Landspítali, sóttvarnalæknir, Lyfjastofnun, Matvælastofnun, 2014. 3. Arason VA, Sigurdsson JA. The problems of antibiotic overuse. Scand J Prim Health Care 2010; 28: 65­6. 4. Matthíasdóttir AM, Guðnason Þ, Halldórsson M, Haraldsson Á, Kristinsson KG. Breytt viðhorf til sýkla­ lyfjaávísana hjá íslenskum heimilis­ og heilsugæslulækn­ um. Læknablaðið 2016; 102: 27­31. 5. Petursson P. GPs’ reasons for “non­pharmacological” prescribing of antibiotics: A phenomenological study. Scand J Prim Health Care 2005; 23: 120­5. Vilhjálmur Ari Arason bráðamóttöku Landspítala vaa@itn.is Icelandic doctors can do much better - to halt unnecessary antimicrobial prescriptions Vilhjálmur Ari Arason, MD, GP, PhD Emergency department, Landspítali - The National Univer- sity Hospital of Iceland Betur má ef duga skal Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir ( ≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.