Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 18
78 LÆKNAblaðið 2016/102 kyn, aldur, ár, mánuður slyss/áverka, slysstaður, hjálmanotkun, slysagreiningar, alvarleiki áverka og innlagnir, en hjá innlögðum voru aukalega eftirfarandi breytur skráðar: legudagar á gjörgæslu og á legudeildum, myndgreiningarrannsóknir og aðgerðir. Til að meta alvarleika áverka var stuðst við áverkastigun­AIS (Abbrevia­ ted Injury Scale = AIS) en hún byggir á 6 alvarleikaflokkum þar sem 1. stigið samsvarar litlum áverka en það 6. greinir áverka sem leiðir til dauða miðað við núverandi þekkingu.10 Samkvæmt AIS er líkamanum skipt í 9 líkamssvæði og það svæði sem er mest slasað ræður áverkastiginu. Til að meta fjöláverka sjúklinga er áverka­ skorið­ISS (Injury Severity Score = ISS) betri mælikvarði þar sem margir alvarlegir áverkar hafa áhrif á lífslíkur. Áverkaskorið bygg­ ir á áverkastiginu og er summa þriggja hæstu áverkastiga í öðru veldi frá þremur mismunandi svæðum áverkaskorsins.11 Við úrvinnslu gagna var stuðst við forritið Excel. Rannsóknin hófst að fengnum tilskildum leyfum frá framkvæmdastjóra lækn­ inga á Landspítala, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Niðurstöður Fjöldi, kynjaskipting og aldur Alls voru á rannsóknartímabilinu 3472 komur á bráðamóttöku vegna áverka eftir reiðhjólaslys. Þar af vantaði upplýsingar fyrir 114 sjúklinga, 27 (0,8%) einstaklingar fóru heim án skoðunar læknis en í 87 tilfell­ um (2,5%) voru sjúkraskrár ófullnægjandi. Fjöldi slysa var breytilegur á rannsóknar­ tímabilinu en fæst voru þau árin 2006, eða 497 talsins, en flest 644 árið 2010. Karlar voru 68,3% sjúklingahópsins en konur 31,7%. Meðalaldur slasaðra reyndist 22,6 ár (aldursbil 1­95 ára). Flestir slasast á unga aldri en 62,4% alls rannsóknarhópsins slösuðust á aldrinum 0­19 ára, þar af 19,2% á aldrinum 5­9 ára en 30,4% á aldrinum 10­14 ára (mynd 1). Hjá konum og körlum var algengast að slasast á aldrinum 10­14 ára. Í alls 18,8% tilfella slösuðust konur á aldrinum 0­19 ára en 43,7% alls rann­ sóknarhópsins voru karlar sem slösuðust á sama aldri. Athöfn Flestir slösuðust (72,4%) við leik eða tóm­ stundaiðju eða alls 2513 tilfelli, við vinnu, launaða eða ólaunaða slösuðust 305 (8,8%), á skólalóð eða á leið í og úr skóla slösuð­ ust 185 (5,3%) og 134 (3,9%) slösuðust við íþróttaiðkun. Í 125 tilfellum (3,6%) vantaði upplýsingar. Slysstaður og tímabil Slysstaður var skráður samkvæmt NOMESCO­skráningar­ kerfinu. Í 63,3% tilfella áttu slysin sér stað við íbúðarsvæði, þar af 13,8% við einkainnkeyrslu eða bílastæði. Í 17,6% tilfella gerðust þau við umferðarsvæði, þar af í 8% tilfella við opinberar akbrautir innan bæjarmarka, en í 6% tilfella við gangstétt/gang­ braut. Minnihluti slysa átti sér stað við skólalóðir, eða um 3% til­ fella og slys við hjólreiðastíga gerast einungis í um 2,2% tilfella. Í 2% tilfella fengust ekki upplýsingar um slysstað. Flest slysin eiga sér stað í maí­september, eða 71,3% slysanna. Fæst slysin eiga sér stað í janúar (2,1%) og febrúar í 2,1% tilfella. Orsök og flutningsmáti gagnaðila í slysi Orsök slysa var í 44,0% tilvika skráð sem lágt fall eða stökk, í 12,0% tilfella skráð sem hrösun og í 11,7% tilvika árekstur, ýmist við kyrrstæðan hlut eða hlut á hreyfingu. Í 18,0% tilvika vantaði skráningu á orsökum slyss. Skráð var að enginn gagnaðili hafi R A N N S Ó K N Mynd 1. Aldurs- og kynjaskipting þeirra sem lentu í reiðhjólaslysi og leituðu á bráðamóttökuna í Fossvogi árin 2005- 2010. Mynd 2. Skipting slasaðra í reiðhjólaslysum eftir líkamssvæðum áverkastigs (AIS) árin 2005-2010 .

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.