Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 01.04.2016, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 01.04.2016, Qupperneq 6
Laun lögregluþjóna hækka ekki með aukinni ábyrgð vegna meðhöndlunar skotvopna. Byssur eru í 11 lögreglubílum og útlit er fyrir fjölgun. Landssamband lögreglumann gerði árið 2012 könnun meðal lögreglu- manna um vopnaburð. 83 prósent vildu þá skotvopn læst í bílum. Atli Þór Fanndal ristjorn@frettatiminn.is Ríkislögreglustjóri hefur ítrekað vitnað í könnuna í skýrslum sínum sem rökum fyrir auknu aðgengi að vopnum. „Lögreglumenn eru verulega ósáttir við að það skref sem stigið var varðandi skotvopn- in, með þeirri auknu ábyrgð sem það hefur í för með sér fyrir hinn almenna lögreglumann, skuli hafa verið stigið án þess að þess sjáist merki í launaumslögum lögreglu- manna,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lög- reglumanna. Hvað með launauppbót vegna þjálfunar við meðhöndlun skot- vopna? „Nei, það er ekkert slíkt.“ Sver af sér aukinn vopnaburð „Aðgengi lögreglumanna að skot- vopnum hefur ekki verið aukið né eru uppi áætlanir um breytingar frá núverandi reglum,“ segir í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttatímans. Þetta er í andstöðu við upplýsingar fengnar hjá lög- regluembættum. Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hefur ákvörðun um hvort vopn verði færð í bíla ekki verið tekin en er til skoðunar. Um þá túlkun Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkis- lögreglustjóra, að ekki felist aukið aðgengi að skotvopnum með því að færa þau í læstar hirslur bíla, er vert að benda á að ólíkt lögreglu- stöðvum eru bifreiðar gæddar þeim eiginleika að fara í útköll með lögregluþjónum. Ríkislögreglu- stjóri telur hins vegar að aðgengi sé óbreytt sökum þess að reglum hefur ekki verið breytt, aðeins framkvæmd þeirra. Nítján Glock skammbyssur Fyrirspurn Fréttatímans sneri að því hvaða greining, gögn og rann- sóknir væru lögregluembættum til stuðnings við að ákvörðunar- töku vegna skotvopna. Því var ekki svarað en í upphafi árs svaraði Ólöf Nordal innanríkisráðherra ítar- legri fyrirspurn Katrínar Jakobs- dóttur, formanns VG, um meðferð lögreglu á skotvopnum. Þar kemur fram að 19 Glock skammbyssur séu þegar geymdar í 11 bifreiðum þriggja lögregluembætta á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Skot- vopn eru sömuleiðis geymd á 36 lögreglustöðvum. Alls telur vopna- búr lögreglu um 600 skotvopn. Ríkislögreglustjóri leggur mat á þörf lögreglu fyrir vopnun en lögreglu- stjórar meta staðsetningarþörf. Ákvörðunin er studd með hættu- mötum greiningadeildar, þarfa- greiningu ríkislögreglustjóra og áhættugreiningu á viðbúnaðargetu. Tveggja daga námskeið Á síðasta ári hóf Lögregluskóli ríkisins, í samstarfi við ríkislög- reglustjóra, að auka aðgerðar- og valdbeitingarþjálfun almennra lög- regluþjóna. „Farið var yfir reglur um valdbeitingu sem og meðferð valdbeitingartækja og vopna.“ Námskeiðin voru átta og stóðu hvert um sig yfir tvo daga í um tutt- ugu klukkustundir. „Á námskeið- unum voru m.a. handtökuæfingar, sjálfsvörn, skotvopnaþjálfun o.fl.,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. Til að hljóta heimild til beitingar vopna þurfa lögreglumenn að hafa hlotið „tilskilda þjálfun,“ standast skotpróf árlega og hljóta samþykki lögreglustjóra. Friðsælasta ríki heims Fjallað er um Ísland í bókinni Hátt- ur byssunnar – blóðugt ferðalag um heim skotvopna, eftir Ian Overton blaðamann. Ísland telst friðsælasta ríki heims. Rúmlega 72 þúsund skotvopn eru löglega skráð sam- kvæmt ríkislögreglustjóra. „Ég valdi að fjalla Ísland vegna þess að landið er ótrúlega friðsælt þrátt fyrir tals- verða byssueign,“ segir höfundur bókarinnar. Overton kom til Íslands skömmu eftir að Sævar Rafn Jóns- son var skotinn af lögreglu. Stjórnmálin sinni eftirliti „Mikilvægt er að fólk spyrji hvað kalli á aukinn vopnaburð lögreglu,“ segir Overton. „Þegar stjórnmála- menn reyna að setja lögreglu reglur þá er það sjaldan til að takmarka vald lögreglu til valdbeitingar. Ímyndaðu þér stjórnmálamann sem segir einfaldlega: „Nei, lög- reglan fær ekki skotvopn.“ Sex mánuðum síðar er lögreglumaður skotinn. Ekki þarf mikið ímynd- unarafl til átta sig á hvað verður um stjórnmálamanninn sem ekki vill leyfa lögreglunni að verjast. Lögreglan verður ósnertanleg stétt og því er ásetningur lögregluyfir- valda til að vopnast ekki dreginn of mikið í efa.“ Í þessi samhengi vekja ummæli innanríkisráðherra, við fréttastofu RÚV um tilfærslu vopna í lögreglubíla, athygli. „Ég held að þarna sé ekki verið að auka vopna- Skammbyssur í ellefu lögreglubílum Ian Overton, blaðamaður og höfundur bókarinnar Háttur byssunnar. Í bókinni er fjallað sér- staklega um Ísland sem friðsælt ríki með óvopnaða lögreglu en nokkuð almenna skotvopnaeign. Ríkislögreglustjóri 240 Gasvopn: 10 Haglabyssur: 29 Hríðskotabyssur: 65 Hríðskotarifflar: 6 Hálfsjálfvirkir rifflar: 17 Rifflar: 13 Skammbyssur: 100 Lögregluskólinn 22 Haglabyssur: 4 Rifflar: 2 Skammbyssur: 16 Höfuðborgarsvæðið 113 Fjárbyssur: 13 Gasvopn: 5 Haglabyssur: 5 Hríðskotabyssur: 5 Hríðskotarifflar: 1 Hálfsjálfvirkir rifflar: 1 Rifflar: 1 Skammbyssur: 82 Suðurnes 70 Fjárbyssur: 4 Haglabyssur: 6 Hríðskotabyssur: 2 Rifflar: 1 Skammbyssur: 57 Vestmannaeyjar 5 Fjárbyssur: 1 Skammbyssur: 4 Suðurland 25 Fjárbyssur: 8 Haglabyssur: 2 Rifflar: 2 Skammbyssur: 13 Austurland 16 Fjárbyssur: 5 Skammbyssur: 11 Skotvopnaeign lögregluembætta Vopnabúr lögreglu telur um 600 skotvopn 6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.