Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 36
Kennarinn Anna Lára Páls- dóttir er einstæð móðir þriggja barna sem stundar fjögur störf til að ná endum saman. Hún er lífsglaður töffari sem lifir í núinu, hlær hátt með nemendum sínum og reynir að spá ekki of mikið í það þegar buddan er tóm eftir miðjan mánuðinn. Hún elskar starfið sitt en ræðir ófeimin erfiða lífsbaráttuna á kenn- aralaunum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Anna Lára Pálsdóttir hefur 20 ára reynslu af kennslu, bæði úti á landi, í Danmörku og á höfuðborg­ arsvæðinu. Hún fann strax að hún væri réttri hillu í kennslunni. „Ég er í draumastarfinu mínu en börn og unglingar finnst mér skemmti­ legasta fólk í heimi. Það er bæði gefandi og gleðjandi að vera með þeim. Ég næ vel til krakkanna og mér þótti ótrúlega vænt um að sjá á Skólapúlsinum hvað áhuginn á náttúrufræði hafði aukist nýlega, línuritið tók stórt stökk,“ segir Anna Lára stolt en hún sinnir fag­ stjórn í náttúrufræði. Kennslan mikið breytt Anna Lára ræðir miklar breytingar á kennarastarfinu á undanförnum árum og segir aukna miðstýringu og skipanir ofan frá vera að gera út af við kennara og vinnugleðina. „Kennarar sem hafa ástríðu fyrir kennslu eru að brenna út af fundarsetum og innleiðingum sem Ég þarf að velja og hafna í svo ótrúlega mörgu. Ég reyni að láta börnin ekki finna fyrir þessu en oft veldur þetta kvíða hjá manni. koma ofan frá. Það verður sífellt minni tími til að sinna því sem fram fer í kennslustofunni. Og ekki hækka launin í samræmi. Eins er ekki mögulegt að hífa launin upp, engin yfirvinna í boði lengur.“ Anna Lára talar einnig um að það sé augljós sundrung í stéttinni og mikil neikvæðni. „Það þarf að tala jákvætt um hversu faglegt og fjöl­ breytt skólastarf er í dag og um hvað nemendur eru frábærir og sniðugir.“ Kennaralaunin duga ekki Anna Lára er eina fyrirvinnan á heimilinu. „Ég er langt frá því að vera með strípuð kennaralaun. Ég er með mastersgráðu og með eitt ár í íslensku í Háskólanum. Svo gildir aldurinn líka til hækk­ unar á launum. En ég er ein með allan pakkann á þessum launum þótt ég fái vissulega greitt meðlag með sonunum.“ Auk kennslunn­ ar sinnir hún aðhlynningu aðra hvora helgi og prjónar vettlinga til sölu. Þá stundar hún skálavörslu á hálendinu í sumarfríinu. „Svo er ég reyndar í námi líka, í einu fagi til að dýpka mig aðeins í kennslu­ fræðunum. En það reyndar mun því miður ekki hækka launin mín í kennslunni.“ Virðingarvert starf í Danmörku Anna Lára stundaði kennslu um sex ára skeið í Danmörku og segist finna mikinn mun á viðhorfi til starfsins. „Fólk spurði við hvað maður starfaði og maður svaraði svona í þessum tón að maður væri nú bara kennari. En það þótti ekk­ ert „bara“ þar. Launin voru mjög góð og við lifðum mjög góðu og fjölskylduvænu lífi þarna úti. Við vorum með þrjú lítil börn og það var meiri tími til að vera saman, vinnutíminn gerði ráð fyrir því að maður þyrfti að sinna börnunum.“ „Í Danmörku fannst manni svo sjálfsagt að lífið væri eins ljúft og það var. Svo er maður á svo allt öðrum stað núna. Mér finnst að á þessum aldri hefði ég átt að vera komin á betri stað. Áhyggjulausari stað,“ segir hún hugsi. Sefur bak við stofuskápinn Sumarið 2008 flutti Anna Lára heim frá Danmörku eftir skilnað. Hún hefur frá því verið á leigu­ markaðnum og leigir nú litla þriggja herbergja íbúð af leigu­ félagi á 190 þúsund krónur á mán­ uði. Anna Lára hefur flutt átta sinnum á jafn mörgum árum en er nú örugg með þessa íbúð svo lengi sem greitt er af henni. Synir henn­ ar tveir hafa sitt hvort herbergið en sjálf bjó hún um sig í stofunni, á bak við stofuskápinn. „Ég er ekkert að ráða við þetta en ég finn ekkert ódýrara. Það er eins og allt hafi hækkað svakalega á stuttum tíma.“ Er góðærið komið? Anna Lára segir að umtal um að góðærið sé komið hafi ekki farið framhjá sér en hún finni hins vegar alls ekki fyrir uppsveiflunni. „Það á allt að vera í lukkunnar velstandi en ég bara kannast ekki við það og finnst róðurinn heldur vera að þyngjast. Ég er vel menntuð, í fullu starfi, skulda ekki neitt og lifi mjög hversdagslegu og fábreyttu lífi. Samt þarf ég að velta hverri einustu krónu fjórum sinnum áður en ég ákveð að ráðstafa henni og nánast alltaf biðja ættingja og vini um aðstoð í lok mánaðar. Góðærið er allavega ekki að skila sér hingað til hins almenna meðaljóns.“ „Ég er auðvitað þakklát fyrir margt, til dæmis fyrir að ekki með börnin mín á einhverri bátsskel úti á Miðjarðarhafi. En ég er Íslend­ ingur og bý í velferðarsamfélagi. Ég á ekki að bera mig saman við stríðshrjáða.“ „En svona er minn veruleiki. Ég þarf að velja og hafna í svo ótrúlega mörgu. Ég reyni að láta börnin ekki finna fyrir þessu en oft veldur þetta kvíða hjá manni. Til dæmis var ég einu sinni í lok mánaðar beðin um að koma með heitan brauðrétt á hlaðborð í vinnunni. Ég var náttúrulega búin að raða niður síðustu aurunum og matar­ bitunum á daga og ekkert mátti út af bregða fram að mánaðamótum. En ég fór samt, oft sem áður, í reddingar, fór með síðustu flösk­ urnar í endurvinnsluna og hringdi í vin sem lánaði mér þúsundkall. Svo mæti ég með minn brauðrétt. Þetta er auðvitað alveg galið en ég á erfitt með að segja upphátt að ég geti ekki hluti vegna peningaleysis en ég er að æfa mig í því,“ segir hún hlæjandi. Engar gerviþarfir Anna Lára talar hispurslaust um ástandið. „Fátækt og því að ná ekki endum saman fylgir skömm og þöggun, en ég skammast mín ekki og vil vekja athygli á ástandinu. Ég finn ekki heldur fyrir biturð. Þetta bara er svona og ég er að gera mitt allra besta til að troða marvaðann milli mánaðamóta, horfi í hverja krónu og passa að vera ekki með neinar gerviþarfir. Mér er alveg sama þótt ég eigi túbusjónvarp, bíllinn er bara einhver skrjóður til að komast frá a til b og ég kaupi oft notuð föt. Ég verð þó að segja að það gefur mér mikið að fara í leik­ hús og út að borða með góðum vin­ um og ég geri það örsjaldan. Mig langar líka oft að bjóða börnunum mínum í leikhús og fara til dóttur minnar til Barcelona í heimsókn en það kostar svo svakalega mikla yfirlegu og aukavinnu.“ Með húmorinn að vopni Anna Lára segir það muna öllu að vera með tvær innkomur á heimilið og stundum verði hún afar pirruð á ástandinu og því að geta í raun ekki verið ein í þessari baráttu. „Ég ligg samt ekkert þarna bak við stofuskápinn í fósturstell­ ingunni af því ég á svo bágt. Ég geri fullt skemmtilegt og er að njóta lífs­ ins. En maður nýtur þess kannski öðruvísi.“ Anna Lára er húmoristi og sér margt fyndið við aðstöðu sína „Ég get einhvern veginn alltaf gert grín að sjálfri mér og öllu þessu. Ég fer kannski í pirrkast en það er mjög sjaldan sem ég leyfi mér að marínerast í volæði“. Vettlingaprjónið ekki áhugamál Vettlingarnir hennar Önnu Láru eru fallega munstraðir og vel prjónaðir. Prjónaskapurinn er þó ekki áhugamál Önnu Láru heldur prjónar hún til að safna fyrir ferð í útskrift dótturinnar sem útskrifast í Barcelona í júní. „Eina markmiðið mitt á árinu er að komast í útskrift­ ina og taka strákana með og þess vegna prjóna ég. Ég held utan um þetta á sérreikningi en reyndar er bara 500 kall þar inni núna,“ segir Anna Lára og hristir hausinn hlæj­ andi. „Ég er samt búin að kaupa fargjaldið fyrir okkur, það gerði ég fyrir peninga sem ég fékk aukalega fyrir að hafa kennaranema hjá mér alla haustönnina, vettlingaprjónið hefur óvart farið í að ná endum saman. En ég á eftir að safna fyrir gistingu og gjaldeyri,“ segir Anna, vongóð um að vettlingarnir seljist áfram vel. Stundar fjögur störf til að lifa Anna Lára er húmoristi og sér margt fyndið við aðstöðu sína. „Ég get einhvern veginn alltaf gert grín að sjálfri mér og öllu þessu. Ég fer kannski í pirrkast en það er mjög sjaldan sem ég leyfi mér að marínerast í volæði.“ Mynd | Rut BLÁR APRÍL Styrktarfélag barna með einhverfu #blarapril 902 1010 Dagur, 9 ára. Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is 36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.