Fréttatíminn - 01.04.2016, Síða 40
5 góð ráð við
kryddjurtaræktun
1Þó það sé gaman að byrja frá grunni og sá sjálfur er
vænlegra til árangurs að kaupa
græðlinga frá gróðurstöðvum.
2 Ekki spenna bogann of hátt í fyrstu. Byrjaðu á basiliku
og svo geturðu unnið þig upp í
erfiðari kryddjurtir.
3 Best er að skvetta smá vatni á kryddjurtirnar daglega, en
ekki vökva þær vikulega eins og
blóm. Auður Rafns segir að gott
sé að láta pottinn standa í skál
og áríðandi sé að í botni potts-
ins sé smá krull eða steinar.
4 Mikilvægt er að klippa krydd-jurtir snemma og oft. Basil-
iku er best að klippa ofan frá
við efstu laufin. Við það þéttist
plantan verulega. Ef hún er ekki
klippt nægilega verður hún of
hávaxin. Þetta á við um allar
kryddjurtir.
5 Það á aldrei að taka neðstu stóru laufin því þau eru mik-
ilvæg fyrir upptöku sólarljóss og
birtu. Þess í stað á að tína lauf
ofan frá enda eru þau nýjust og
bragðast best.
Heimildir: Leiðbeingastöð heimilanna,
Auður Rafns á Spyr.is og fleiri.
Þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum,
klæðningum og einingum
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
styrkur - ending - gæði
HÁGÆða DaNSKar
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15
Handprjónasamband Íslands
Skólavörðustíg 19
s. 552-1890
www.handknit.is
Aðrir litir
í Léttlopa
M
yn
di
r |
N
or
di
cP
ho
to
s/
G
et
ty
Hönnuðurinn Katie Eary hefur
hannað línu borðbúnaðar og ann-
arra muna fyrir heimilið í samstarfi
við IKEA. Línan sem kemur í sölu
nú í apríl og sem ber heitið GILTIG.
Hún verður aðeins til sölu í takmark-
aðan tíma og því fá þeir sem fyrstir
koma. Línan samanstendur af falleg-
um og skrautlegum textíl og lifandi
og litríkum munstrum. Katie Eary
er þekktust fyrir að hanna framúr-
stefnulegan og djarfan karlmanna-
fatnað þannig að með hönnun sinni
í samstarfi við IKEA fer hún vel út
fyrir þægindarammann.
Það sem er einna skemmtilegast
við innanhússpælingar nú til dags
er það hversu fjölbreytt flóra er í
gangi. Fólk notar nýtt og notað í
bland og fer jöfnum höndum í dýrar
hönnunarbúðir, IKEA og Góða
hirðinn; það er allt leyfilegt. Gráir
og hvítir tónar eru alltaf ríkjandi í
eldhúsum en blómapottar, eldhús-
áhöld og jafnvel stólar eru í öllum
regnbogans litum. Pottaplöntur
af öllum stærðum og gerðum lífga
upp á rýmið og þær er hægt að hafa
bæði í glugganum, á bekknum eða
hangandi. Opnar hillur þar sem fal-
legir munir, bæði gamlir og nýir, fá
að njóta sín er mikil prýði í eldhús.
Katie Eery og
IKEA í samstarf
Það er allt leyfilegt
Kryddjurtirnar
lífga upp á
eldhúsið
Nú er tími til að huga að
kryddjurtum fyrir sum-
arið sem fara einkar vel á
gluggasyllunni í eldhúsinu,
lykta vel og bæta matseldina
á heimilinu.
Fallegir pottar með kryddjurtum
geta heldur betur lífgað upp á eld-
húsið. Þar að auki bæta ferskar
kryddjurtir matseldina og ferska
og skemmtilega lykt leggur yfir
eldhúsið.
Það hentar raunar einkar vel að
rækta kryddjurtir í eldhúsinu, að
því gefnu að sólar njóti þar við. Í
eldhúsinu er stutt í vatn og þar er
stutt að grípa til þeirra við elda-
mennskuna. Um þessar mundir
er vinsælt að hafa kryddjurtirnar
hangandi í pottum en þær njóta
sín jafn vel í hefðbundnum blóma-
vösum eða bökkum.
Nú er akkúrat tíminn til að fara
að huga að kryddjurtaræktun fyrir
sumarið. Ætli fólk að sá sjálft er
tilvalið að gera það í apríl en svo
er líka hægt að kaupa græðlinga
frá gróðurstöðvum. Þá er rétt að
umpotta þeim og vökva og passa
að þær fái nóg af sól. Svo þarf að
fylgjast vel með þeim, ekki vökva
of mikið en um leið varast að láta
þær ofþorna.
Meðal þeirra kryddjurta sem
auðvelt er að rækta heima við eru
basilika, oregano, timjan, rósmar-
ín, kóríander, dill, salvía, minta og
graslaukur. | hdm
40 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016