Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 42
Myndir | Hari Fjölmiðlahjónin Þórhildur og Sveinn tóku eldhúsið í gegn þegar þau fluttu í nýja íbúð. Þórhildur nýtur þess að horfa á bóndann elda og láta hann snúast í kringum sig. „Í minningunni voru þessar fram- kvæmdir svolítið eins og að fæða barn. Þetta virtist endalaust með- an á því stóð en þegar það var búið þá man maður ekki hvað þetta var langt og erfitt,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1. Þórhildur og eiginmaður hennar, Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á RÚV, fluttu í nýja íbúð á Seltjarnarnesi í fyrra. Þau tóku eldhúsið í gegn í flutning- unum. Brutu niður burðarvegginn „Okkur langaði til að opna milli stofu og eldhúss og sáum strax möguleikana á því þegar við keypt- um íbúðina. Við brutum niður vegg sem samkvæmt teikningum átti að vera venjulegur veggur en í ljós kom að var burðarveggur. Þá vorum við komin af stað og gátum ekki snúið til baka. Við fengum Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur, arkitekt og nágranna okkar, til að kíkja yfir og hún hjálpaði okkur að vinna úr ýmsum hugmyndum. Helga kom strax með þá hugmynd að færa hurðarop til sem hjálpaði til við að nýta pláss. Hún stakk líka upp á því að við fengjum skápa alveg upp í loft sem eru faldir bak við falskan vegg.“ Mikil vinna liggur að baki því að velja réttu innréttingarnar í nýtt eldhús. „Við skoðuðum út um allt en enduðum á að kaupa HTH-inn- réttingu. Ég er ekki að segja að við hefðum kannski farið í eitthvað annað ef við hefðum endalaus fjárráð, en þessi innrétting var bæði innan okkar stíls og fjárhags- ramma,“ segir Þórhildur. Innréttingin sem þau völdu er hvít og höldulaus. „Það er athyglis- vert að við erum ekki með neinar hillur, maður þarf aldrei að teygja sig upp eftir glösum eða diskum, við opnum bara skúffur.“ Keypti Rolls Royce-inn í vöskum Framkvæmdir sem þessar taka gjarnan langan tíma og vinda upp á sig. Sú varð raunin hjá Þórhildi og Sveini. „Það þurfti að taka nið- ur ofna og allt tók þetta lengri tíma en við bjuggumst við. Við ætluðum ekki að skipta um gólfefni en end- uðum á að setja nýtt gólfefni á alla íbúðina. Svo þurftum við að fá fag- mann til að spartla veggina,“ segir Þórhildur. Þau þurftu að bíða í nokkrar vikur eftir hinni fullkomnu borð- plötu en sú er úr hnotu frá Fanntó- felli. Hugmyndir þeirra um að nýta gamla vaskinn í nýju innrétt- inguna voru slegnar út af borðinu með tilheyrandi kostnaði. „Sölu- maðurinn sýndi okkur þennan og sagði að hann væri Rolls Royce-inn í vöskum. Ég sagðist bara ætla að fá hann. Við vorum alltaf að horfa í peningana í þessum framkvæmd- um en ekki þarna. Týpískt reyndar að í eina sinn sem ég kaupi Rolls Royce af einhverju þá þurfi það að vera vaskur. En hann er skínandi demantur í þessari eldhúsinnrétt- ingu, að vísu með ódýrum IKEA- blöndunartækjum því við vorum búin að sprengja kostnaðaráætl- unina.“ Hrædd við minimalískan stíl Hjónin voru, að sögn Þórhildar, afar samstíga í þessum fram- kvæmdum þar til kom að því að velja flísar á annan eldhúsvegg- inn. „Ég veit ekki hvað við fórum margar ferðir í flísabúðir. Ég stakk upp á perlumóðurflísum sem voru eins og diskókúla. Sveinn var ekki til í það og Helga arkitekt varð hvít í framan þegar ég fór að viðra þessar pælingar. Við vildum ekki hvítar flísar því eldhúsið átti ekki að vera eins og skurðstofa og við vorum pínu hrædd við þetta míni- malíska skandinavíska dót. Svenni fann bláar flísar sem honum fannst fallegar en ég var hrædd um að maður fengi ógeð á þeim. Hann hlustaði ekki á mig en hann hlustaði hins vegar á stelpurnar í saumaklúbbnum mínum þegar ég bar þetta undir þær,“ segir Þór- hildur en að endingu sættust þau á gráar flísar. „Þessi hnota er því kannski það eina sem stendur eftir af upp- runalegu hugmyndunum okkar. Að öllu þessu sögðu er ég rosalega ánægð með eldhúsið. Og ég er öll að mildast í afstöðunni gagnvart skandinavíska stílnum.“ En hvað með notagildið? Hef- urðu unnið þrekvirki í þessu nýja eldhúsi? „Nei, eldhúsið er fyrir Svenna. Guð, ég kem ekki nálægt þessu. Ég sit á barstól við borðið og borða af pönnunni þegar Svenni er að elda. Ég horfi á hann gera allt og læt hann rétta mér kaffibolla. Ég er engin eldhúsgyðja sem sést til dæmis á því að allar mínar hug- myndir fyrir þessar framkvæmdir voru fullkomlega óraunhæfar.“ | hdm Bóndinn fékk nýtt eldhús Týpískt reyndar að í eina sinn sem ég kaupi Rolls Royce af einhverju þá þurfi það að vera vaskur. Þórhildur Ólafsdóttir er ánægð með nýtt eldhús sitt í íbúðinni á Seltjarnarnesi. Eldhús Þórhildar og Sveins er stílhreint og fallegt. Nóg pláss er í tækja- og búrskápum og húsfreyjan situr á barstól meðan bóndinn eldar. 42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016 Heimili & hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.