Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 8

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 8
– hvorki meira né minna – Farsími Internet Sjónvarp Heimasími Það sem passar illa, virkar illa Þess vegna gerum við meira til að þú fáir farsíma-, internet- og sjónvarpsþjónustu sem smellpassar fyrir þitt heimili. Komdu í Vodafone ONE og njóttu ávinnings í hverju skrefi Vodafone Við tengjum þig vodafone.is is le ns ka /s ia .is V O D 7 92 47 0 4/ 16 Panama-skjölin Sven Bergman, sem tók hið margumtalaða viðtal við Sigmund Davíð í Kast- ljósi, er einn virtasti rann- sóknarblaðamaður í Svíþjóð. Hann segir að aðferðin sem beitt var til að ná Sigmundi Davíð í viðtal, hafi verið ill- nauðsynleg. Ákvörðunin var tekin af teymi fagfólks. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sænski fréttamaðurinn Sven Berg- man og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media eru vinir og báðir félagar í alþjóðlegum sam- tökum rannsóknarblaðamanna, ICJI, sem unnið hefur í marga mán- uði upp úr Panama skjölunum. Sven hefur starfað við frétta- skýringaþáttinn Uppdrag granskn- ing hjá sænska ríkissjónvarpinu í mörg ár og átt náið samstarf við fréttamennina Fredrik Laurin og Joachim Dyfvermark. Þríeykið hefur hlotið mörg verðlaun fyrir störf sín. Þeir hafa unnið upplýs- andi þætti um ólöglegar fiskveiðar í Eystrasalti. Þeir flettu ofan af hneyksli fjarskiptarisans Teliaso- nera sem hefur átt í samvinnu við einræðisherra og stundað njósnir á óbreyttum borgurum í Úsbekist- an og nálægum löndum. Frétta- mennirnir hafa einnig afhjúpað hvernig bandaríska leyniþjónust- an stundaði að fljúga grunuðum hryðjuverkamönnum til Sýrlands, Egyptalands og fleiri landa, þar sem þeir voru pyntaðir. Fanga- flugið svokallaða komst í hámæli árið 2005 og vakti afhjúpunin heimsathygli. Á miðvikudag sýndi Uppdrag granskning sérstakan þátt um Panamaskjölin og tengsl Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar við skattaskjól. Fjallað var sérstaklega um Jóhannes Kr. Kristjánsson og samvinnu þeirra Sven við að ná viðtalinu margumtalaða, þann 11. mars, í ráðherrabústaðnum. Ólíklegt að fá viðtal öðruvísi „Ákvörðunin um hvernig við bárum okkur að var tekin að mjög ígrunduðu máli. Við vinnum með alþjóðlegu samtökum rannsóknar- blaðamanna sem hafa sett sér mjög strangar siðareglur. Undir venjulegum kringumstæðum væri eðlilegt að forsætisráðherra yrði kynnt umfjöllunarefni sjónvarps- viðtals við erlendan miðil með góðum fyrirvara svo hann gæti búið sig undir að svara spurn- ingunum. Í þessu máli hinsvegar, mátum við þetta öll sem svo að mjög litlar líkur væru á að for- sætisráðherrann gæfi sig í viðtal ef hann vissi hvaða gögn við hefðum undir höndum og hvaða spurning- ar yrðu bornar upp.“ Sven segir þá hafa velt upp öllum möguleikum í stöðunni og rætt málið fram og aftur. „Við gát- um við ekki útilokað að ef forsætis- ráðherra gæti í krafti stöðu sinnar, eða einhver honum tengdur, beitt sér gegn umfjölluninni. Til dæmis með því að eiga við gögn í málinu.“ Með í ráðum við ákvarðana- tökuna var meðal annars ritstjóri Uppdrag granskning og forsvars- menn ICJI, alþjóðlegu blaða- mannasamtakanna. „Þetta voru einfaldlega aðstæður sem kölluðu á óhefðbundar starfsaðferðir. Um það vorum við öll sammála. Planið okkar varð því að ég óskaði eftir viðtali við Sigmund Davíð á þeim forsendum að við værum að vinna umfjöllun meðal annars um aðstæður eftir hrun á Íslandi. Við ákváðum að segja að Jóhannes Kr. Kristjánsson væri samstarfsaðili okkar og að hann yrði á staðnum, okkur innan handar.“ Skilur reiði Sigmundar Davíðs Sven segist ekki hafa getað ímynd- að sér hvernig forsætisráðherr- ann myndi bregðast við en segir Sænski blaðamaðurinn Vildi koma í veg fyrir að átt yrði við sönnunargögn í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Þetta voru einfaldlega aðstæður sem kölluðu á óhefðbundar starfsaðferðir. Um það vorum við öll sammála. Aðferðin í viðtalinu var óhjákvæmileg Sven Bergman er margverðlaunaður fréttamaður hjá sænska sjónvarpinu. 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.