Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 8
– hvorki meira né minna – Farsími Internet Sjónvarp Heimasími Það sem passar illa, virkar illa Þess vegna gerum við meira til að þú fáir farsíma-, internet- og sjónvarpsþjónustu sem smellpassar fyrir þitt heimili. Komdu í Vodafone ONE og njóttu ávinnings í hverju skrefi Vodafone Við tengjum þig vodafone.is is le ns ka /s ia .is V O D 7 92 47 0 4/ 16 Panama-skjölin Sven Bergman, sem tók hið margumtalaða viðtal við Sigmund Davíð í Kast- ljósi, er einn virtasti rann- sóknarblaðamaður í Svíþjóð. Hann segir að aðferðin sem beitt var til að ná Sigmundi Davíð í viðtal, hafi verið ill- nauðsynleg. Ákvörðunin var tekin af teymi fagfólks. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sænski fréttamaðurinn Sven Berg- man og Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media eru vinir og báðir félagar í alþjóðlegum sam- tökum rannsóknarblaðamanna, ICJI, sem unnið hefur í marga mán- uði upp úr Panama skjölunum. Sven hefur starfað við frétta- skýringaþáttinn Uppdrag granskn- ing hjá sænska ríkissjónvarpinu í mörg ár og átt náið samstarf við fréttamennina Fredrik Laurin og Joachim Dyfvermark. Þríeykið hefur hlotið mörg verðlaun fyrir störf sín. Þeir hafa unnið upplýs- andi þætti um ólöglegar fiskveiðar í Eystrasalti. Þeir flettu ofan af hneyksli fjarskiptarisans Teliaso- nera sem hefur átt í samvinnu við einræðisherra og stundað njósnir á óbreyttum borgurum í Úsbekist- an og nálægum löndum. Frétta- mennirnir hafa einnig afhjúpað hvernig bandaríska leyniþjónust- an stundaði að fljúga grunuðum hryðjuverkamönnum til Sýrlands, Egyptalands og fleiri landa, þar sem þeir voru pyntaðir. Fanga- flugið svokallaða komst í hámæli árið 2005 og vakti afhjúpunin heimsathygli. Á miðvikudag sýndi Uppdrag granskning sérstakan þátt um Panamaskjölin og tengsl Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar við skattaskjól. Fjallað var sérstaklega um Jóhannes Kr. Kristjánsson og samvinnu þeirra Sven við að ná viðtalinu margumtalaða, þann 11. mars, í ráðherrabústaðnum. Ólíklegt að fá viðtal öðruvísi „Ákvörðunin um hvernig við bárum okkur að var tekin að mjög ígrunduðu máli. Við vinnum með alþjóðlegu samtökum rannsóknar- blaðamanna sem hafa sett sér mjög strangar siðareglur. Undir venjulegum kringumstæðum væri eðlilegt að forsætisráðherra yrði kynnt umfjöllunarefni sjónvarps- viðtals við erlendan miðil með góðum fyrirvara svo hann gæti búið sig undir að svara spurn- ingunum. Í þessu máli hinsvegar, mátum við þetta öll sem svo að mjög litlar líkur væru á að for- sætisráðherrann gæfi sig í viðtal ef hann vissi hvaða gögn við hefðum undir höndum og hvaða spurning- ar yrðu bornar upp.“ Sven segir þá hafa velt upp öllum möguleikum í stöðunni og rætt málið fram og aftur. „Við gát- um við ekki útilokað að ef forsætis- ráðherra gæti í krafti stöðu sinnar, eða einhver honum tengdur, beitt sér gegn umfjölluninni. Til dæmis með því að eiga við gögn í málinu.“ Með í ráðum við ákvarðana- tökuna var meðal annars ritstjóri Uppdrag granskning og forsvars- menn ICJI, alþjóðlegu blaða- mannasamtakanna. „Þetta voru einfaldlega aðstæður sem kölluðu á óhefðbundar starfsaðferðir. Um það vorum við öll sammála. Planið okkar varð því að ég óskaði eftir viðtali við Sigmund Davíð á þeim forsendum að við værum að vinna umfjöllun meðal annars um aðstæður eftir hrun á Íslandi. Við ákváðum að segja að Jóhannes Kr. Kristjánsson væri samstarfsaðili okkar og að hann yrði á staðnum, okkur innan handar.“ Skilur reiði Sigmundar Davíðs Sven segist ekki hafa getað ímynd- að sér hvernig forsætisráðherr- ann myndi bregðast við en segir Sænski blaðamaðurinn Vildi koma í veg fyrir að átt yrði við sönnunargögn í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Þetta voru einfaldlega aðstæður sem kölluðu á óhefðbundar starfsaðferðir. Um það vorum við öll sammála. Aðferðin í viðtalinu var óhjákvæmileg Sven Bergman er margverðlaunaður fréttamaður hjá sænska sjónvarpinu. 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.