Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Morgunblaðið/Ófeigur Hressar Kjarnakonur í fyrirtækjarekstri Helga Sigrún og Aðalheiður. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Konur voru búnar að áttasig á að þegar karlarmættu á stjórnarfundiþar sem þær voru, þá voru þeir alltaf búnir að hittast í bakherbergjum og taka ákvarðanir. Svo konur stofnuðu Netið, sam- skiptanet kvenna í atvinnulífinu, haustið 1986,“ segja þær Helga Sig- rún Sigurjónsdóttir og Aðalheiður Héðinsdóttir sem báðar eru enn meðlimir í Netinu. „Netið var vett- vangur fyrir konur til að hittast og skiptasta á skoðunum og upplýs- ingum, miðla reynslu og styðja hver aðra,“ segir Helga sem var ein þeirra sem kom að stofnun Netsins. „Það var rosaleg kvennahreyfing á þessum tíma og yfir hundrað konur stofnuðu Netið, margar í fyrirtækja- rekstri en aðrar í stjórnunar- störfum.“ Þær voru í guðatölu hjá mér Aðalheiður kom inn í Netið þeg- ar hún flutti heim til Íslands frá Am- eríku og stofnaði Kaffitár árið 1990. „Þetta skipti miklu máli fyrir mig nýgræðinginn sem þekkti engan í rekstri. Mér fannst hún svo frábær meðvitund þessara kvenna um um- hverfið og samfélagið, þær fengu konur til að halda fróðlega og upp- byggjandi fyrirlestra fyrir konurnar í Netinu. Þetta var ómetanlegt fyrir mig sem var að taka fyrstu skrefin í fyrirtækjarekstri. Þessar konur voru í guðatölu hjá mér, þær voru frábærar fyrirmyndir, sterkar og flottar. Mig langaði til að vera eins og þær,“ segir Aðalheiður. „Kaffitár væri ekki eins og það er, ef ekki væri fyrir Netið, þennan félagsskap kvenna,“ segir Aðal- heiður. „Í öll fyrstu skiptin sem ég lenti í einhverju í rekstrinum, þá gat ég leitað til kvenna sem þegar höfðu lent í því sama og ráðlagt mér.“ Aðalheiður segir að nú sé sem betur fer meira í boði fyrir konur til að ná sambandi við aðrar konur í rekstri, t.d. Impra og Félag kvenna í atvinnurekstri, svo ekki sé talað um internetið. „Þátttaka kvenna hefur sem betur fer aukist, núna fer mað- ur á fund og helmingur fundargesta er konur sem og frummælendur. Þetta er allt annað.“ Niðurlæging hjá bankastjóra Helga rak ásamt tveimur vin- konum sínum fyrirtækið Félaga- þjónustuna í tíu ár en eftir það stofn- aði hún bílaleigu. „Ég byrjaði smátt með bílaleiguna en þá var ekki nokk- ur leið að fá lán og ég þurfti nánast að fara grátandi til bankastjórans. Mér fannst ég niðurlægð og þetta var sannarlega ekki samvinna milli mín og bankans,“ segir Helga og bætir við að þetta hafi heldur betur breyst í góðærinu þegar bankar sóttust eftir því að fólk tæki lán. Að- alheiður telur að nú sé þetta breytt, nú sé litið á viðskiptin en ekki hvort sá sem sækir um lán sé karl eða kona. „Ég þurfti ekki að taka stór lán í byrjun, kannski af því við fórum hægt af stað með Kaffitár, enda gekk fyrirtækið vel og óx um þrjátíu prósent á hverju ári.“ Bílaleigan óx líka og dafnaði hjá Helgu en svo urðu veikindi í fjöl- skyldunni og hún seldi, en hélt eftir hluta og nú fer fyrirtækið aftur stækkandi. „Þetta hefur þróast í óvæntar áttir, því vegna tengsla minna í gegnum bílaleiguna við Ítali sem urðu vinir mínir, þá fór ég að senda íslenska vini mína til þeirra í ferðir. Ég hef farið nokkrar ferðir til Ítalíu með íslenska gönguhópa og í hjólaferðir. Þetta eru litlir hópar og líkist vinaheimsóknum.“ Ekki alltaf í vinnunni Þegar þær eru spurðar að því hvort konur reki fyrirtæki öðruvísi en karlar, segja þær að ekki sé hægt að alhæfa um kynin í þessu frekar en öðru, en oft vilji karlar taka stærri bita, þeir dembi sér frekar í laugina og taki stór lán. „Konur taka kannski minni skref í einu og vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Konur gera líka frekar það sem þær hafa áhuga á, þær láta margar ástríðuna drífa sig áfram í fyrirtækja- rekstri, hjá mörgum þeirra er ekki markmið að fyrirtæki verði stórt. Það er önnur hugsun og forgangs- röðun,“ segir Aðalheiður og bætir við að bæði fjárfestar og bankar séu stöðugt að bjóða henni gull og græna skóga og hvatningu um að þenja reksturinn út. „En ég vil það ekki. Og ég mæti skilningi með það, en hjá körlum er það ekki eins sam- þykkt í samfélaginu. Þetta snýst ekki um að þeir séu djarfir í fyrir- tækjarekstri og konur varkárar, heldur er hugsunin önnur hjá mörg- um konum, og þær standa með þeirri hugsun. Konur eru ekki ragar eða ósjálfstæðar, þær vita hvað þær vilja og eru óhræddar að segja það. Þeim finnst kannski meira áríðandi að vera komnar heim klukkan sex og geta tekið það rólega með fjölskyld- unni, margar þeirra hafa ekki áhuga á að vera allan sólarhringinn í vinnunni. Það eru ekki lífsgæði,“ segir Aðalheiður og bætir við: „Við konur erum kjarkaðari en karlar að segja það sem okkur finnst og gera það sem okkur langar að gera í okk- ar rekstri, þrátt fyrir að samfélagið sé alltaf að segja að við eigum að gera annað.“ Engin lognmolla enn í dag Þær Helga og Aðalheiður eru ánægðar með að fyrirtækjum í eigu kvenna hafa fjölgað töluvert á Ís- landi og Aðalheiður hefur miðlað konum af sinni reynslu. „Ég hvet all- ar ungar konur í rekstri til að koma sér í fagsamtök og félagsskap þar sem er gott tengslanet, þar sem hægt er að sækja þekkingu og reynslu og vera í sambandi við ann- að fólk til að kasta á milli sín vanga- veltum. Kosturinn við smæðina á Ís- landi er hversu auðvelt er að nálgast fólk.“ Gamla góða Netið lifir enn, 30 árum eftir stofnun þess, en það er orðið að vinkvennahittingi. „Við hitt- umst vikulega á sumrin á Kaffi Flóru og ferðumst saman um landið. Yfir veturinn hittumst við einu sinni í mánuði og fáum til okkar fyrirles- ara. Konurnar sem enn eru í Netinu eru mjög áhugasamar og þær þyrst- ir í fróðleik og hafa sterkar skoðanir. Það er engin lognmolla þar. Margra ára þekking er til staðar í þessum hópi svo við vitum alveg hvert við eigum að leita.“ Við vildum vera eins og þær Ómetanlegt var fyrir ung- ar konur fyrir 30 árum, nýgræðinga í fyrirtækja- rekstri, að hafa Netið, sam- tök og vettvang fyrir konur til að hittast og skiptast á skoðunum og upplýs- ingum, miðla reynslu og styðja hver aðra. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Stór stund Stofnfundur Netsins haustið 1986. Yfir hundrað konur mættu til að stofna tengslanet fyrir konur. „Þessar konur voru í guðatölu hjá mér, þær voru frá- bærar fyrirmyndir, sterkar og flottar.“ Fjórða og næstsíðasta jólaupplestr- arkvöld Bókakaffisins á Selfossi verður fjölbreytt, en þar munu koma við sögu samkvæmt tilkynningu Jón lærði, íslenskir barnaræningar, göf- ugar kellíngar, draumar franskra skáldkvenna, húsvitjanir í Suðursveit og fréttakonan Sigríður Hagalín les einkennilegar fréttir af áður óþekkt- um hörmungum landans. Samkoman er á Austurvegi 22 á Selfossi í kvöld, fimmtudagskvöld, og húsið opnað kl. 20 en lestur hefst kl. 20.30 og stendur í um klukkutíma. Þeir sem lesa þetta kvöld eru fyrr- nefnd Sigríður Hagalín sem sendir frá sér skáldsöguna Eyland, Viðar Hreinsson sagnfræðingur sem skrif- að hefur um Jón lærða, Óskar Magn- ússon sem sendir frá sér glæpasög- una Verjandinn, Sváfnir Svein- bjarnarson sem sendir frá sér minningabókina Á meðan straum- arnir sungu, Guðrún Ingólfsdóttir sem les úr handritum kvenna af fyrri tíð og síðast en ekki síst Þór Stefáns- son ljóðskáld sem kynnir þýdd ljóð franskra skáldkvenna sem koma út í bók hans Frumdrög að draumi. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lofað er nota- legri jólastemningu og hið rómaða kakó hússins verður á sérstöku til- boði í tilefni dagsins. Bókakaffið á Selfossi stendur fyrir menningarviðburðum á aðventunni Glæpir, furður og forneskja á upplestrarkvöldi Morgunblaðið/Eggert Höfundur Sigríður Hagalín Björnsdóttir mun lesa úr bók sinni Eyland. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta viðburði á Loft Hosteli í Bankastræti 7 í Reykjavík fyrir gesti og gangandi. Nk. laugardag, 17. des. ætla fimm vin- konur, Kristín Þöll, María Rós, Selma Ramdani, María G. og Sóley Heenen að halda fatamarkað á Loftinu og mun hann standa frá kl. 12-16. Nú er lag að kíkja inn og gera jafn- vel góð kaup fyrir jólin, en stelpurnar verða með mikið af fjölbreyttum og lítið notuðum fötum. Enginn ætti því að fara í jólaköttinn, allir þurfa jú að fá nýja flík fyrir jólin, og gaman að endurnýta og vera umhverfisvænn. Endilega … Úrval Gaman er að gramsa í fötum. … kíkið á fata- markað á Lofti Hekldrottningin Tinna Þórudóttir Þorvaldar er ástríðuheklari og segist hekla sig í gegnum lífið. Hún ætlar að vera með heklboð á kaffihúsinu Reykjavík Roasters í dag, fimmtudag, kl. 16 til 18. Allir eru velkomnir að sitja saman og hekla jólaföndur undir leiðsögn Tinnu. Ekkert kostar inn og garn og nálar verða á staðnum. Tinna sendir frá sér fyrir þessi jól nýja bók, Havana heklbók, en fyrri bækur hennar vöktu mikla lukku hjá þeim sem stunda hekl, enda er Þóra frumleg og skemmtileg í sínu hekli. Nýja heklbókin hennar Tinnu ku vera öll unnin í Havana, en þar dvaldi Tinna nánast allt síðasta ár, og bókin er því innblásin af dvöl hennar þar og allar myndirnar eru teknar í hinni lit- ríku höfuðborg Kúbu. Kaffihúsið Reykjavík Roasters er til húsa í Brautarholti 2 í Reykjavík. Jólaföndur heklað á Reykjavík Roasters Morgunblaðið/Golli Tinna Hún er afkastamikil í heklinu. Heklstund með hekldrottningu Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Hágæða leðurskór frá Stærðir 34-47 ERIS Verð: 19.999 MARS m/stáltá Verð: 21.999 SATURN Verð: 15.999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.