Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 16

Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Morgunblaðið/Ófeigur Æskuvinir Davíð Tómas, Daníel Tryggvi og Jón Gunnar ætla að standa vaktina og þjónusta sína gesti alla daga – og kvöld þegar fram líða stundir. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Einn er löglærður, annarfjármálaverkfræðingur,sá þriðji stundar nám íHáskólanum í Reykjavík og stefnir á íþróttafræði. Þeir eru 28 ára, ólust upp í Vesturbænum, æskuvinir frá sjö ára aldri og hafa lengi átt sér þann draum að skapa eitthvað saman. Fyrir einskæra til- viljun fréttu þeir að hætta ætti rekstri kaffihúss á besta stað í bæn- um að þeirra mati – í Austurbænum, nánar tiltekið hverfi 105, austan Snorrabrautar. „Við fórum saman á rúntinn, kíktum á gluggana, leist vel á og lét- um slag standa,“ segir sá löglærði, Daníel Tryggvi Thors. Og nú hefur hann í félagi við vini sína, Jón Gunn- ar Jónsson og Davíð Tómas Tómas- son, opnað hverfiskaffihúsið PREPP við Rauðarárstíg. Daníel Tryggvi sagði starfi sínu lausu á lögmannsstofu og Jón Gunn- ar sínu hjá fjármálafyrirtæki til að geta gefið sig alla að rekstri fyrir- tækisins. Davíð Tómas tekur svo til hendinni þegar hann er ekki í skól- anum. „Tiltækið er algjör U-beygja á starfsferli okkar. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að menntun eigi ekki að vera eini áhrifavaldur þess hvað maður leggur fyrir sig. Annars hef ég alltaf verið mikill matgæð- ingur og nokkuð liðtækur í elda- mennskunni, þótt ég segi sjálfur frá. Stökkið yfir í rekstur kaffihúss er kannski ekki svo stórt þegar öllu er á botninn hvolft. Enginn okkar vissi samt hvað sneri upp og hvað niður, hvar við áttum að byrja, hvað við þyrftum að kaupa inn og þvíumlíkt,“ viðurkennir hann. En einhvers stað- ar þurfti að byrja og því var ekki annað í boði en að bretta upp ermar og einhenda sér í verkin. Handlagnir og praktískir „Við fengum húsnæðið afhent 1. nóvember, sex dögum eftir að við kíktum á gluggana, og höfum síðan unnið dag og nótt við að þrífa, mála veggi og pússa og lakka húsgögn og innréttingar. Okkur fannst óþarfi að kaupa nýtt og hafa allt samstætt. Sum húsgögnin fengum við í Góða hirðinum, önnur keyptum við á net- inu. Við vildum breyta ásýnd stað- arins, gera hann bjartari og meira aðlaðandi án mikils tilkostnaðar. Í rauninni kom okkur sjálfum mest á óvart hversu handlagnir við vorum þegar á reyndi,“ segir Daníel Tryggvi. „Og hversu vel tókst til,“ bætir hann við, býsna stoltur af ár- angrinum. Þeir félagar eru himinlifandi með stað- setninguna, enda hafi hverfið austan mið- bæjarins tekið miklum og örum breytingu og sé óðum að skapa sér ákveðna sérstöðu í mið- bænum. „PREPP er einstaklega vel í sveit sett miðað við hugmyndir okkar um kaffihús þar sem mannlíf og listir blómstra. Steinsnar frá eru Kjar- valsstaðir, Listaháskóli Íslands og Gallerí Fold og á næsta ári verður opnaður matarmarkaður á Hlemmi. Meiningin er að hér verði menn- ingarsetur með list uppi um alla veggi. Við ætlum að bjóða upp á fyrirlestra, spilakvöld og alls konar uppákomur – og bestu veitingar í öll- um austurbænum,“ upplýsir Jón Gunnar. Alvöru vertar Úr því talið berst að veitingum – hvað er á boðstólum? „Auk gæða- kaffis verðum við fyrst í stað með léttar veitingar, nokkrar tegundir af samlokum, súpur og salat. Allt til- reitt á staðnum. Við vonumst til að geta náð til vinnandi fólks í nágrenn- inu í hádeginu og svo er draumurinn að bjóða upp á fjölbreyttari rétti á kvöldin,“ segir Daníel Tryggvi, sem hefur haft þróun matseðilsins á sinni könnu með dyggri aðstoð bróður síns sem er kokkur og nokkurra vina í kokkastétt. Eigendurnir hafa hugsað sér að vera alvöru vertar, standa sjálfir vaktina og þjónusta gesti sína alla daga – og kvöld þegar fram líða stundir og starfseminni vex fiskur um hrygg eins og þeir efast ekki um að verði raunin. Enn eiga þeir eftir að hnýta nokkra lausa enda, sækja um vínveitingaleyfi og hrinda í fram- kvæmd stórum sem smáum hug- myndum sem þeir eru með í koll- inum til að skapa það andrúmsloft sem þeir vilja að svífi yfir vötnum. „Við vorum að setja bókahillur fyrir ritröð Hins íslenska bók- menntafélags. Við er- um með margar skemmtilegar hug- myndir á prjónunum og ætlum að brydda upp á ýmsum nýj- ungum. Til dæmis mætti hugsa sér myndaskiptamarkað, en þá myndum við hengja upp mynd ásamt orðsend- ingu þess efnis að gestir mættu taka hana með sér heim gegn því að hengja upp aðra mynd,“ segir Daníel Tryggvi og virðist æ hrifnari af hug- myndinni um myndaskiptin sem laust niður í huga hans í þessum töl- uðu orðum. Listin í hávegum höfð Þremenningarnir segja mögu- leikana óþrjótandi. Þeir hafa þegar tekið upp samstarf við listagyðjuna. Fyrsta listsýningin verður opnuð á morgun, en þá sýnir Hallveig Krist- ín Eiríksdóttir, málari og sviðs- myndahönnuður, verk sín. Því næst sýnir Allie Doersch, teiknari frá Bandaríkjunum, skopmyndir og landslagsverk. Þeir félagar lofa menningarviðburðum af ýmsu tagi og eru samstíga um að aðalatriðið sé að gestum líði vel og geti slakað á í notalegu andrúmslofti. „Undirbúningurinn hefur geng- ið ævintýralega vel. Við laumuðumst reyndar til að prufukeyra staðinn áður en skiltið var sett upp og við tókum formlega úr lás á laugardag- inn. Við matreiddum og þjónuðum þeim sem slæddust inn af götunni til að fá viðbrögð og ábendingar,“ segir Daníel Tryggvi. Þótt æskuvinirnir hafi verið samstíga um allt sem máli skipti í undirbúningsvinnunni leið töluverð- ur tími þar til þeir gátu sammælst um nafn staðarins. „Við köstuðum hugmyndum fram og til baka, lágum yfir orðabókum og þuldum upp alls konar nöfn. Loks rákumst við á gamla handbók fyrir starfsfólk á veitingastöðum þar sem stóð stórum stöfum orðið PREPP, sem er kokka- mál, náttúrlega bullandi sletta, en stendur fyrir preparation og þýðir undirbúningur. Kokkarnir tala um að preppa þegar þeir undirbúa mat- inn og okkur fannst við hafa verið að preppa og ætlum að halda áfram að preppa fyrir gesti og gangandi,“ út- skýrir Daníel Tryggvi og bætir við að ýmislegt fleira búi að baki nafn- inu. „Fólk getur bara giskað eða spurt okkur,“ segir hann. U-beygja í veitingabransann Æskuvinirnir Daníel Tryggvi Thors, Jón Gunnar Jónsson og Davíð Tómas Tómasson áttu sér þann draum að skapa eitthvað saman, jafnvel stofna fyrirtæki. Draumurinn rættist í hverfiskaffihúsinu PREPP í Austurbænum, þar sem mannlíf og listir blómstra sem aldrei fyrr að þeirra sögn. Hverfiskaffihús Nafnið PREPP á rætur í kokkamáli sem félagarnir fundu í handbók fyrir starfsfólk á veitingastöðum sem talar um að „preppa“ þegar það undirbýr viðurgjörninginn. „Meiningin er að hér verði menningarsetur með list uppi um alla veggi.“ Jólagjöfin hennar Tryggvagötu 18 - Sími 552 0160 - Opið alla virka daga kl. 13.00-18.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.