Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 20

Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Mama B - fallegur ítalskur kvenfatnaður Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-17 - lau: 12-15 - www.facebook.com/spennandi Fallegar jólaskreytingar sem víða sjást nú í des- ember breyta miklu á aðventunni og gera lífið bókstaflega betra. Á þungskýjuðum dögum rétt fyrir vetrarsólstöður verður varla sagt að birti nema rétt um hádegið og ef ekki væru þessar skreytingar væri myrkrið allsráðandi. Metnaðar- mál margra er að skreytingarnar séu bæði lit- sterkar og ljósríkar eins og ljósmyndarar Morg- unblaðsins sáu og fönguðu þegar þeir tóku sinn hefðbundna myndarúnt um bæinn. Auðvitað taka skreytingar þessar talsverða orku, þótt lítið muni um hana í hinu stóra samhengi hlutanna. Við einbýlishúsin í Laugarásnum í Reykjavík vekja falleg ljósin eftirtekt og þess eru væntan- lega dæmi að fólk fái sér bíltúr til að sjá dýrðina. Við Laufásveginn er svo sannkallaður ljósberi fyrir framan Sturluborgir, húsin númer 49-55 þar við götuna. Morgunblaðið/Golli Dragavegur Skapa má ævintýraheima allskonar fígúra og fyrirbæra með ljósum jólanna. Ekkert stoppar ljósameistara nema þá hugmyndaflugið. Morgunblaðið/Golli Sunnuvegur Allskonar kynjaverur eru á vappi við þetta hús. Litsterkt og ljósríkt á aðventunni Morgunblaðið/Ófeigur Laufásvegur Tréð við Sturluborgir ber glansandi perlur. Morgunblaðið/Ófeigur Sóleyjargata Götulýsing má sín lítils gagnvart þessu fíniríi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.