Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
,,Við erum með alveg hreint borð og
bak í þessum viðræðum sem hafa
staðið yfir sleitulítið í sex vikur,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, um stöðuna við
myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að
vera við stjórnvölinn í starfandi
minnihlutastjórn hafa framsókn-
armenn ekkert komið að formlegum
stjórnarmyndunarviðræðum.
– Hvað þarf að gerast til að þið
komið að þessum kapli?
,,Það er þannig að samkvæmt yf-
irlýsingum sem menn gáfu bæði fyr-
ir kosningar og lengi vel eftir kosn-
ingarnar, þá voru menn dálítið í því
að útiloka samstarf við ákveðna að-
ila og einstaka flokka, sem hefur
sjálfsagt m.a. skilað því að við höf-
um ekki verið formlegir aðilar að
neinum stjórnarmyndunarvið-
ræðum. Ég held að núna séu menn
átta sig á því hvert verkefnið er sem
framundan er. Við erum að taka á
þeim málum inni á þingi sem eru
mest aðkallandi ef ekki á illa að fara
við mjög óvenjulegar aðstæður, þar
sem það situr minnihlutastjórn sem
starfsstjórn og enginn raunveruleg-
ur meirihluti er til staðar. Ef okkur
auðnast að ljúka þeim málum í
næstu viku þá höfum við auðvitað
tíma til þess að ganga úr skugga um
hvort ekki sé hægt að mynda hér
meirihlutastjórn um þau verkefni
sem blasa við á næstu vikum, mán-
uðum og misserum,“ segir Sigurður
Ingi.
Alveg ljóst er að mati hans að
efnahagsmálin eru eitt af höfuðvið-
fangsefnunum og viðbrögðin við sí-
fellt sterkari krónu og áhrif styrk-
ingar hennar á efnahags- og
atvinnulífið. ,,Þar tel ég mjög mik-
ilvægt að stjórnvöld móti sér skýra
stefnu um hvað sé hægt að gera.
Það þarf líka að tryggja umgjörð um
stöðugleika á vinnumarkaði,“ segir
hann.
„Þriðja verkefnið er síðan áfram-
haldandi uppbygging innviða í heil-
brigðismálum, menntamálum og
samgöngumálum og að lokum tel ég
nauðsynlegt að setja skýrari um-
gjörð um ferðaþjónustuna í ljósi
þess að hún er orðin okkar stærsta
atvinnugrein. Þetta eru þau verk-
efni sem ég tel að stjórnmálaflokk-
arnir verði að fara að einbeita sér
að, finna einhverja samstöðu um og
hugsanlega mynda meirihluta um að
koma saman og leysa úr þessum
verkefnum,“ segir hann.
– Það hefur kristallast ágrein-
ingur í viðræðum að undanförnu um
hvar eigi að finna fjármagn í upp-
byggingu í heilbrigðiskerfinu og
innviða og hvort ráðast eigi í skatta-
hækkanir.
,,Staðan er sú að það eru miklar
tekjur að skila sér vegna aukins
hagvaxtar og þær eru umtalsvert
meiri en menn hafa verið að áætla.
Vandamálið er því í sjálfu sér ekki
að ríkið hafi ekki nægar tekjur.
Vandamálið sem við búum við er að
við erum á toppi hagsveiflu og verð-
um að hafa ákveðinn hemil á út-
gjöldum um leið og mikil pressa er á
að auka útgjöld til ákveðinna inn-
viða. Þetta er vandasamt verk og
það er nokkuð ljóst að í slíku árferði
eru menn ekki að tala um skatta-
lækkanir. En í kosningabaráttunni
lögðum við framsóknarmenn
áherslu á að endurskoða skattkerfið,
tryggja betur kjör þeirra sem eru
með meðallaun og lægri laun til þess
að stuðla að áframhaldandi góðum
jöfnuði í landinu. Auðvitað hlýtur að
koma til álita í þenslusamfélagi að
skoða hvort einhverjar skattabreyt-
ingar séu nauðsynlegar, ekki til þess
að auka tekjur ríkissjóðs, heldur
frekar til að stuðla að stöðugleika.“
– Hugnast þér frekar þriggja
flokka samstarf en samstarf með
fleiri flokkum?
,,Það er nokkuð augljóst, ekki síst
í ljósi þess hver gangurinn hefur
verið undanfarnar sex vikur, að það
er auðveldara að vinna að málamiðl-
unum með færri flokkum en fleiri og
þ.a.l. er auðveldara að ná samstöðu
með færri flokkum en fleiri um mik-
ilsverð mál. En við útilokum ekk-
ert,“ svarar Sigurður Ingi.
Spurður hvort hann kjósi að
starfa áfram með Sjálfstæð-
ismönnum segir hann að stjórn-
arsamstarfið hafi gengið mjög vel.
,,Afrakstur síðasta kjörtímabils er
með fádæmum góður í samanburði
við önnur hagkerfi og söguna hér á
landi. Við lítum því stolt til baka yfir
þann árangur og getum vel hugsað
okkur áframhaldandi samstarf en þá
á breyttum grunni. Það er enginn að
tala um að þó svo að þessi tveir
flokkar störfuðu áfram og einhverjir
aðrir kæmu þar að, þá sé verið að
setja þriðja hjól undir samstarfið.
Það yrði auðvitað ný ríkisstjórn á
nýjum grunni, sem horfir á verk-
efnin framundan en ekki í baksýnis-
spegilinn,“ segir hann.
Wintris-málið og afsögn Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar úr
embætti forsætisráðherra var upp-
hafið að afdrifaríkri og sögulegri at-
burðarás í stjórnmálunum. Spurður
hver staða Sigmundar Davíðs sé í
flokknum í dag segir Sigurður Ingi
að hann sé einn af átta þingmönnum
flokksins og oddviti í Norðaust-
urkjördæmi. Spurður hvort Sig-
mundur Davíð sé ráðherraefni ef
flokkurinn tekur þátt í næstu rík-
isstjórn segir Sigurður Ingi alger-
lega ótímabært að ræða það.
Útilokar ekki minnihlutastjórn
Sigurður Ingi útilokar ekki mögu-
leikann á minnihlutastjórn sem
verði að treysta á stuðning annarra í
þinginu. ,,Það er ekki útilokað eins
og staðan er að minnihlutastjórn
gæti setið lengur með hlutleys-
isstuðningi einhverra annarra en
hún gæti þá líka setið skemur og
menn stefndu að kosningum fyrr en
seinna, til að mynda í vor. Það er
ekkert útilokað í stöðunni.“
– Hvernig líst þér á að endurtaka
kosningarnar fljótlega?
,,Ef ekki finnst flötur á meiri-
hlutastjórn eða minnihlutastjórn
sem myndi geta byggt málefnalega
á því að sitja lengur með hlutleysis-
stuðningi einhvers annars, þá er það
valkostur sem við þurfum að horfa á
og útiloka ekki,“ svarar hann en
segir jafnframt aðspurður að ekki
liggi sérstaklega mikið á að ljúka
stjórnarmynduninni. Brýnast sé
núna að nýta næstu viku fram að
jólum til að ljúka þeim verkefnunum
sem liggja fyrir þinginu. ,,Ef það
gengur eftir, þá tel ég í sjálfu sér
ekkert liggja þannig séð á og að við
höfum alveg nægan tíma til þess að
fara yfir þessa möguleika á hvort
hér sé hægt að mynda meiri-
hlutastjórn eða hvort niðurstaðan
verður minnihlutastjórn, hvort sem
hún situr lengur eða skemur og
kosningar verða síðar. Mér finnst
þetta allt vera opið. Fyrst og fremst
þarf að ljúka verkefnunum á þinginu
því ef við gerum það ekki þá getur
illa farið fyrir stöðugleikanum í
efnahagsmálum og á vinnumarkaði.“
– Hafið þið farið fram á að fá um-
boðið frá forseta?
,,Nei, en ég hef sagt það við for-
setann að ég er tilbúinn að taka við
umboðinu hvenær sem er.“
Morgunblaðið/Eggert
Verkefnin Sigurður Ingi segir koma til álita að skoða hvort einhverjar skattabreytingar séu nauðsynlegar.
Sigurður Ingi Jóhannsson segir ekki tímapressu á stjórn-
armyndun og vill að flokkarnir einbeiti sér verkefnum
Bregðast við vegna sterkari krónu
Fagna aldaraf-
mæli flokksins
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Alþingi Framsóknarflokkurinn
hefur setið í ríkisstjórn í um 62 ár
í 100 ára sögu flokksins.
,,Í samfellt 100 ár hefur Fram-
sóknarflokknum auðnast að laga
sig að breyttum tímum og gert
það vel án þess að víkja frá
grunngildunum. Þess vegna hef-
ur hann getað lifað sem sami
flokkurinn í hundrað ár, haldið í
grunngildin en engu að síður að
þroskast með breyttu þjóðfélagi
á hverjum tíma,“ segir Sigurður
Ingi Jóhannsson, forsætisráð-
herra og formaður Framsókn-
arflokksins, en flokkurinn verð-
ur 100 ára á morgun, 16.
desember.
,,Framsóknarflokkurinn hefur
á þessum 100 árum verið mikils-
vert afl á vettvangi íslenskra
stjórnmála og hefur oft á tíðum
notið mikils trausts landsmanna
og setið í ríkisstjórn í um 62 ára
skeið á þessum 100 árum. Auðvit-
að skoðum við stöðu okkar í dag í
því ljósi,“ segir hann.
Tíminn í hátíðarútgáfu
Boðað hefur verið til afmæl-
ishátíðar í Þjóðleikhúsinu á
morgun og hefst hátíðardag-
skráin kl 18 með ávarpi for-
manns. Einnig standa framsókn-
armenn víða um land að
hátíðarsamkomum á morgun og
um helgina í tilefni afmælisins.
Af þessu tilefni verður einnig
gefin út sérstök hátíðarútgáfa af
Tímanum á afmælisdaginn.
Sigurður Ingi segir að á þessum
tímamótum leggi framsókn-
armenn áherslu á umfjöllun um
menntamál og settur verður á
laggirnar menntamálahópur til að
vinna að undirbúningi að stefnu-
mótun flokksins í menntamálum.
,,Það verður líka fjallað um sam-
vinnustefnuna í fortíð, nútíð og
framtíð og af því að við erum mik-
ill jafnréttisflokkur og höfum
jafnan gengið á undan öðrum, þá
verður líka fjallað um áhrif
kvenna í flokknum.“
Sigurður Ingi segist líta svo á
að staða Framsóknarflokksins sé
mjög sterk í dag þrátt fyrir að síð-
ustu kosningar hafi ekki gengið
eins vel og framsóknarmenn
höfðu vonast eftir.
„Við upplifðum það í kosning-
unum að stefna okkar á mjög góð-
an hljómgrunn og menn gerðu sér
grein fyrir því betur núna en
kannski á síðustu tólf árum fyrir
hvað við stöndum. Þar held ég að
skipti mestu máli barátta okkar
fyrir hag heimila í landinu á síð-
ustu átta árum,“ segir hann.
„Við erum að sjálfsögðu líka at-
vinnulífsflokkur, velferðarflokkur
og landsbyggðarflokkur og erum
sprottin upp úr bændasamfélagi
og höfum aldrei yfirgefið þau stef.
Það er kannski skýringin á því að
við verðum allra flokka elst.“
,,Fyrstu skrefin inn í nýja
framsóknaröld“
Sigurður Ingi segir að Fram-
sóknarflokkurinn muni áfram
byggja á þessum grunngildum.
Hann segir mikinn heiður að fá að
vera formaður flokksins á þessum
tímum ,,og taka fyrstu skrefin inn
í nýja framsóknaröld“.