Morgunblaðið - 15.12.2016, Page 40

Morgunblaðið - 15.12.2016, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Við hreinsum dúkana fyrir jólin Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á haustmánuðum kom til landsins í boði ríkisskattstjóra Brooke Harr- ington, bandarískur félagsfræð- ingur sem búsett er í Danmörku. Nýlega gaf hún út bók er ber heitið „Capital without Borders – Wealth Managers and the One Percent“ sem byggist á viðamikilli rannsókn hennar á heimi svokallaðra auðlegð- arstjóra sem á ensku kallast wealth managers. Brooke hitti nokkra starfsmenn eftirlitssviðs embættis ríkisskattstjóra til að ræða reynslu sína í málefnum aflandsfélaga og skattaparadísa. Þessi mál hafa mjög verið í deiglunni hér eftir umfjöllun um Panamaskjölin sl. vor. Í nýút- kominni Tíund, blaði embættis rík- isskattstjóra, birtist viðtal við Brooke Harrington, sem hér verður sagt frá. Brooke lauk meistaraprófi 1996 og doktorsprófi 1999 í félagsfræði frá Harvard-háskóla. Hún er nú fastráðinn dósent við Copenhagen Business School í Danmörku. Efsti hluti pýramídans Aðspurð í viðtalinu hvers vegna hún hafi ákveðið að rannsaka auð- söfnun og störf auðlegðarstjóra í heiminum kvaðst hún lengi hafa haft áhuga á að rannsaka efsta hluta pýramídans á því ójafnvægi sem er á dreifingu auðs í heiminum. Sá hluti hafi lítið verið rannsakaður í samanburði við fátækari hlutann. Staðreyndin sé sú að auðugir ein- staklingar geti greitt fyrir að láta „sig hverfa“ í þeirri merkinu að auð- ur þeirra verði ósýnilegur. Í því samhengi nefndi Brooke að talið væri að 0,7% af íbúum heimsins eigi 41% af heildarauði hans. Pýramíd- inn sé mjög brattur en segja megi að flestir eigi lítið eða ekkert. Nefndi hún að við rannsóknir á auðugum einstaklingum og auði þeirra rekist fólk aðallega á tvö stór vandamál. Annars vegar hafi auðugt fólk ekki áhuga á að tala við rann- sakendur og veita upplýsingar um sig og auð sinn, og hins vegar haldi vel efnaðir einstaklingar almennt ekki sjálfir utan um eigin peninga heldur njóti atbeina sérfræðinga til slíks. Oft sé það þannig að hlut- aðeigandi einstaklingar viti hrein- lega ekki hvernig þeim málum sé háttað, því slíkt sé of flókið, sér í lagi ef eignirnar eru dreifðar um all- an heim. Í rannsóknum sínum komst Brooke að þeirri niðurstöðu að ef hún vildi komast að einhverju um hvernig auðugt fólk viðhéldi ríkidæmi sínu þyrfti hún að ná að ræða við þá einstaklinga sem gerðu því það kleift, hina svokölluðu auð- legðarstjóra. Brooke sagði að ekki hefðu allir aðgang að auðlegðarstjórum og þeir ræði heldur ekki við hvern sem er, enda ríki bæði mikil leynd og trún- aður um þeirra störf í þágu við- skiptavina. Brá Brooke því á það ráð að fara í nám til að fá vottaða menntun auðlegðarstjóra, en eitt fyrirtæki í heiminum býður upp á slíkt. Hún tók 65 viðtöl við starfandi auðlegðarstjóra í 18 mismunandi löndum til að ná góðri yfirsýn og öðlast yfirgripsmikla þekkingu. Í viðtalinu við Brooke kemur fram að ríkustu einstaklingar heimsins eiga ekki margt sameig- inlegt annað en auðinn og að margir þeirra leita ráðgjafar hjá fyr- irtækjum sem sérhæfa sig í afla- ndsríkjum. Reyndar séu mun fleiri ástæður fyrir því að aflandsríki séu notuð heldur en að dylja eignir og tekjur fyrir skattyfirvöldum. Þeir sem eru mjög auðugir vilji oft ekki flagga auði sínum og séu ýmsar ástæður þar að baki. Þar megi sem dæmi nefna erfðamál, óstöðugt efnahagslíf, hættu á mannránum og fjárkúgunum auk þess sígilda, vilj- ans til að sneiða hjá skatti eða skuldum. Þeir nýti þá þjónustu sem þarf til að verða ósýnilegir, bæði gagnvart öðru fólki og einnig þeirri löggjöf sem ætti að ná til þeirra. Ekki sé einungis um fjárfest- ingaráðgjöf að ræða til að halda sínu utan skattgreiðslna, heldur sé í raun um skipulega sniðgöngu ýmissa laga að ræða, þar sem skattundanskot séu einungis toppurinn á ísjakanum. Fólk af flestum þjóðernum hafi nýtt sér slíka þjónustu til að losna undan reglum sem gilda í heimaríki þess. Brooke nefndi í viðtalinu að flest- ir yrðu undrandi ef þeir vissu hversu ótrúlega margir hefðu at- vinnu af því að sitja við dag og nótt til að finna og útfæra leiðir til að fara í kringum þau lög og reglur sem sett eru hverju sinni. Margfalt betur sé greitt fyrir störf af þessum toga heldur en til þeirra sem setja lögin eða hafa eftirlit með að þeim sé framfylgt. Þarna gildi ekki þær takmarkanir sem opinberir starfs- menn þurfi að taka mið af í störfum sínum. Auðlegðarstjórar gæti þess al- mennt að vera réttum megin við strikið í störfum sínum, svipað og að aka undir þeim hámarkshraða sem gildi hverju sinni. Hins vegar séu líkur á að þeir beiti sér fyrir því, þar sem unnt er, að hraðatakmörkunum verði breytt í takt við það sem hent- ar viðskiptavinum þeirra best. Þeir vinni ötullega að því að sneiða hjá gildandi lögum, án þess þó að brjóta þau. Unnið sé eftir lagabókstafnum en ekki anda lag- anna. Sem dæmi um þetta megi nefna svokölluð Panamaskjöl. Fram kom í máli Brooke að margir hafi velt fyrir sér hvers vegna þeim sem í þeim voru hafi ekki verið refsað, en staðreyndin sé að í raun hafi ekk- ert ólöglegt verið þar í gangi. Völundarhús um viðskiptin Nánast megi fullyrða að það hafi verið siðlaust, en tæplega ólöglegt. Áherslan sem flestir auðlegðar- stjórar myndu vinna eftir væri að setja ekki öll egg í sömu körfu held- ur dreifa áhættu viðskiptavina sinna. Þeir skapi völundarhús um viðskiptin með fjölda milliliða sem almennt ættu að vera óþarfir nema leyndarinnar vegna svo erfitt sé að rekja þau. Einnig gæta þeir þess að skilja eftir eins litla pappírsslóð og unnt sé vegna viðskiptanna. Vefurinn sem þeir spinni sé því flókinn og þannig hafi auðlegðar- stjórar sigur gagnvart stjórnvöld- um. Mikinn tíma og peninga þurfi til að greina vefinn í sundur, en þann tíma og peninga hafi stjórnvöld al- mennt ekki. Viðtalið í heild má lesa í Tíund á vefnum www.rsk.is. Skoðar efsta lag pýramídans  Brooke Harrington var gestur ríkisskattstjóra  Gaf út bók sem byggist á viðamikilli rannsókn á heimi auðlegðarstjóra sem ávaxta fé vellauðugs fólks  0,7% af íbúum heimsins eiga 41% auðsins Ljósmynd/Tíund Rannsakandi Brooke Harrington, fyrir miðju, ásamt Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur og Ingu Hönnu Guðmundsdóttur, starfsmönnum ríkisskattstjóra. Þær ræddu við Brooke Harrington fyrir Tíund eftir kynningu hennar í haust. „Síðastliðið haust funduðu norræn- ir ríkisskattstjórar um störf sín og var þá m.a. rætt um leiðir til að auka skatteftirlit, einkum í tengslum við þá leynd sem einkenn- ir eignarhald á aflandsfélögum,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Á þeim fundi var Brooke Harr- ington gestur fundarins og hafði hún verið fengin til að ræða um eft- irlit með aflandsmálum út frá henn- ar sérfræðiþekkingu sem hún hefur aflað sér á undanförnum árum. Tókust þá með okkur Brooke ágæt kynni og í framhaldi af því leitaði ég eftir því að Brooke legði okkur hjá ríkisskattstjóra lið í því verk- efni sem okkur var fengið í hendur fyrir ári þegar skattrannsóknar- stjóri sendi okkur nokkur hundruð mál til athugunar í framhaldi af kaupum á svokölluðum Panama- skjölum,“ sagði Skúli Eggert. Skoð- unin stendur yfir og mun taka tals- verðan tíma í viðbót. Á þessu stigi er ekki unnt að segja til um hvenær þessum málum muni ljúka, að sögn Skúla Eggerts. „Í kjölfar okkar samtala kom Brooke Harrington til Íslands. Lið- veislan sem við fengum frá henni var mikilvæg og skiptir sköpum við að skilja eðli þeirrar starfsemi sem rekin er af fyrirtækjum sem starfa við að stofna huldufélög með nafn- leysingja í stjórnum og hvernig þeir dylja slóðina. Það rit sem hún hefur tekið saman, Capital without Borders, er einnig sérlega áhuga- verð lesning fyrir þá sem vilja kynna sér þá starfsemi sem felst í aflandsþjónustu. Þáttur Íslendinga í þeim sýndarheimi er sérstakur kafli sem hófst af krafti um síðustu aldamót, sem við getum rætt betur síðar,“ sagði Skúli Eggert Þórð- arson ríkisskattstjóri í viðtali við Morgunblaðið. sisi@mbl.is Nokkur hundruð mál til athugunar  Mikilvæg liðveisla frá Brooke Skúli Eggert Skoðun málanna mun taka talsverðan tíma í viðbót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.