Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Snjóinn burtmeð Stiga snjóblásara Askalind4,Kópavogi Sími 5641864 www.vetrarsol.is 1131 E snjóblásari 1100W rafmagnsmótor Dreifing 1–4metrar 31 cm vinnslubreidd Léttur ogmeðfærilegur Góður við þröngar aðstæður ST 4851 snjóblásari 48V Lithium-ion rafhlaða, hlaðin Dreifing 1–6metrar 51 cm vinnslubreidd Með Led ljósabúnaði Í léttari snjómokstur SnowBlizzard snjóblásari B&Smótor með rafstart, 249cc Dreifing 1–10metrar 69 cm vinnslubreidd Með ljósum og á grófum dekkjum Frábær í mikinn og erfiðan snjó tölvustýrðrar sjálfsiglingar á höfum úti. Skipin gætu séð sjálf um einfald- ari viðfangsefni á leiðinni án afskipta mannsins. Flóknari stefnubreyt- ingar og tilfærslur myndu aftur á móti kalla á inngrip úr landi, segir í hvítbókinni áðurnefndu. „Á siglingu á opnu hafi geta skipin verið nær al- gjörlega sjálfsigld en á hluta ferð- arinnar þurfa þau á nánu eftirliti og ákvarðanatöku að halda og jafnvel fullri stjórn manna úr landi,“ segir Rolls Royce. Tæknibúnaður stórra ómannaðra skipa virðist fyrir hendi því verið er að prófa nokkur módel fyrir sigl- ingu. Rolls Royce segir að á vissum hluta ferðarinnar sé áhöfn nánast óhjákvæmileg, svo sem við að leggja skip að bryggju eða varpa akkerum á legu. Að öðru leyti eigi skipin að geta klárað ferð milli staða eftir áfangahnitum á leiðinni. „Snjall- skipin“ – búin gervihnattafjar- skiptabúnaði og veðurfarsskynj- urum – verði einnig fær um það sjálf að grípa til aðgerða og forða sér úr háska rísi hættur á leiðinni. „Dæmi sum slíka hjáhliðrun væri sjálfvirk aðgerð sjálfsiglandi skips til að verða ekki fyrir öðrum skipum með lítils háttar stefnu- eða hraðabreyt- ingu,“ segir í hvítbókinni. Siglingalög gætu raskað áætlunum Hið eina sem temprar bjartsýni Rolls Royce á sviði sjálfsigldra skipa eru siglingalög sem gætu raskað áætlunum þess, svo og möguleikinn á sjóránum. Segir fyrirtækið að engu að síður sé ljóst að rekstur fjarstýrðra og sjálfsiglandi skipa sé „að minnsta kosti jafn öruggur og sigling núverandi skipa“. Með nýjungum á sviði stafrænnar fjarskipta- og boðtækni sýnast möguleikar til nýbreytni í sam- göngum óþrjótandi, til dæmis til ör- yggisbóta. Aðeins hugmyndaflug mannsins virðist takmarka þá. Með- al annars býður tæknin nú þegar upp á að fylgst sé úr landi með gang- verki skipa í rauntíma og að gripið sé inn í starfsemi þeirra þaðan. Með vaxandi „skipagreind“ séu skipa- félög þegar farin að fylgjast með flotum sínum, en við það minnkar bilið yfir í sjálfsiglingu stöðugt. Rolls Royce er til dæmis komið langt á þessu sviði og sömuleiðis finnska skipta- og siglingatæknifyrirtækið Wärtsilä. Allt er þetta í þágu auk- innar skilvirkni, hagkvæmni og ör- yggis í siglingum og samþættingar stöðugt fullkomnari skipa við aðra starfsemi í landi. Wärtsilä styður verkefnið með fjármagni og tekur ásamt Rolls Royce, Cargotec, Ericsson, Meyer Turku og Tieto þátt í að skapa sjálf- stjórnandi sjóflutningakerfi. „Þetta er mikilvægt og metnaðarfullt verk- efni sem siglingageirinn allur mun njóta góðs af. Okkur er það mikil ánægja að vinna með öðrum að því og leggja þekkingu okkar til verk- efnisins,“ segir Mikael Simelius, markaðsstjóri sjávarlausna hjá Wärtsilä. Á Eystrasalti Í fyrsta áfanga einbeita fyr- irtækin sér að því að þróa fyllilega sjálfvirkt flutningakerfi á Eystra- salti. Ætlunin er að það verði full- skapað og vöruflutningaskip komin þar í fullan rekstur árið 2025. Wärtsilä sér fyrir sér miklar breytingar í sjávarútvegi og hefð- bundnum skipasiglingum í framtíð- inni. Rekstur og starfsemi skipa- félaga muni breytast. Bæði vegna aukinnar orkuþarfar að óbreyttu og einnig vegna stöðugt stífari um- hverfislöggjafar sem ætlað er að vinna gegn loftslagsbreytingum. Það kallar á mikla nýsköpun svo bregðast megi við og tryggja skil- virkni vöruflutninga um höfin, segir Roger Holm, forstjóri Wärtsilä. Í nýrri framtíðarsýn fyrirtækisins segir það að með því að notfæra sér fullkominn stýri- og fjarskiptabúnað til samskipta milli skipa megi senda heilu flotana í skipalest milli áfanga- staða. Vegna áhrifa kjölsogsins sparist eldsneyti er skip sigli hvert rétt á eftir öðru í halarófu um höfin. Með því að nýta sér það til fulls mætti ná fram miklum eldsneyt- issparnaði. Og með aukinni sjálf- virkni segist Wärtsilä sjá fyrir sér að sigla megi öðrum skipum í lestinni en því fremsta með færri mönnum í áhöfn. Framfarir í samskiptatækni Mannlaus „draugaskip“ flytja vörur um höf og milli landa  Með nýjungum á sviði stafrænnar fjarskiptatækni sýnast möguleikar til nýbreytni og aukinnar skilvirkni og öryggis í siglingum óþrjótandi  Aðeins hugmyndaflug mannsins virðist takmarka þá Gervieyjar Hugmyndir eru um gervieyjar við helstu siglingaleiðir þar sem orka sólarinnar og vindorka verði beisluð til að framleiða vistvæn eldsneyti. Vísindaskáldsaga Það er engu líkara en að strandstjórnherbergi fjar- stýrðra og sjálfsiglandi skipa sé sviðsmynd úr vísindaskáldsögukvikmynd. Sjálfsiglandi skip Framtíð vöruflutninga á sjó gæti falist í því að sjálfsiglandi skip sigla um heimsins höf. BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Breska stórfyrirtækið Rolls Royce hefur verið að undirbúa áform um þróun framúrstefnulegra vöruflutn- ingaskipa sem sigli um heimsins höf án þess að nokkur maður sé í áhöfn þeirra. Um er að ræða verkefni upp á miklar fjárhæðir. Gengur það und- ir skammstöfuninni AAWA sem út- leggst sem „þróuð sjálfsiglandi sjó- flutningatæki“. Tilgangur þess er að kollvarpa fyrirkomulagi sjóflutn- inga. Að sögn Mikael Makinen, for- stjóra Rolls Royce Marine, þykja mannlaus skip sem stjórnað er úr fjarlægð álitlegur kostur til að stokka upp sjóflutninga. Spáir fyrir- tækið því, að skipin eigi eftir að hafa álíka breytingar í för með sér í þeim geira og snjallsímar höfðu á sviði samskipta. Snjallskip Rolls Royce á sér langa sögu á sviði sjóflutninga og hefur komið að hönnun og smíði fjölda flutninga- og fiskveiðiskipa. Í hvítbók þess um fjarstýrð flutningaskip, sem fyr- irtækið sér fyrir sér í siglingum áður en þessi áratugur rennur út, segir Makinen að „snjallskipin muni hafa byltingarkenndar breytingar í för með sér hvað varðar hönnun og sigl- ingar flutningaskipa“. Með öðrum orðum mun floti tæknilega háþróaðra „draugaskipa“ senn bætast inn í siglingaleiðir um heimsins höf. Um þessar mundir fæst Rolls Royce við útreikninga og mat á því að hve miklu leyti kippa eigi aðkomu mannsins úr jöfnunni. Tillaga þess er að fundin verði „hybrid“-blanda fjarstýrðrar stjórnunar úr landi og  SJÁ SÍÐU 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.