Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 48
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Embættismenn í Rússlandi hafa fagnað þeirri ákvörðun Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkj- anna, að tilnefna Rex Tillerson, for- stjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, í embætti utanríkisráðherra. Þeir segja að með því að fá Tillerson í utanríkisráðuneytið gefist tækifæri til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og binda enda á refsi- aðgerðirnar gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Ekki er víst að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefn- inguna því að þingmenn úr báðum flokkunum hafa efasemdir um hana vegna náinna tengsla Tillersons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fleiri ráðamenn í Kreml. Repúblik- anar eru með 52 þingmenn af hundr- að í öldungadeildinni og tilnefningin fellur ef þrír repúblikanar greiða at- kvæði gegn henni, ásamt öllum þing- mönnum demókrata. Þrír atkvæða- miklir þingmenn repúblikana, Marco Rubio, John McCain og Lindsey Graham, hafa látið í ljós efasemdir um tilnefninguna og það bendir til þess að erfitt verði fyrir Trump að fá öldungadeildina til að samþykkja Tillerson, að sögn The Wall Street Journal. Tillerson hóf störf fyrir Exxon- Mobil árið 1975 sem verkfræðingur og kleif metorðastigann þar til hann varð forstjóri olíufyrirtækisins árið 2006. Talið er að viðskiptasamningar sem hann gerði við Rússa hafi átt stóran þátt í því að hann var gerður að forstjóra. Sumum þeirra náði hann með viðræðum við Pútín, sem sæmdi hann „vináttuorðu“ árið 2013. Spáir veigamiklum breytingum Tillerson náði m.a. samningi árið 1996 um olíuboranir á rússnesku Kyrrahafseyjunni Sakhalin og samdi árið 2013 við rússneska olíufyrirtækið Rosneft um olíuleit í Norður-Íshafi. Refsiaðgerðirnar vegna innlimunar Krímskaga í Rússland og íhlutunar Rússa í Austur-Úkraínu hafa skaðað hagsmuni ExxonMobil og samstarf þess við rússnesk olíufyrirtæki á borð við Rosneft. „Þetta er nokkurs konar jólagjöf frá Bandaríkjamönnum til rússnesku þjóðarinnar,“ hefur The Wall Street Journal eftir rússneska stjórnmála- fræðingnum og blaðamanninum Sergei Markov. Blaðið hefur eftir ein- um af helstu ráðgjöfum Pútíns í utan- ríkis- og varnarmálum að tilnefningin sé vísbending um að „veigamiklar breytingar“ verði á utanríkisstefnu Bandaríkjanna þegar Trump tekur við forsetaembættinu. Meiri áhersla verði lögð á viðskiptahagsmuni Bandaríkjanna en minni á mannrétt- inda- og lýðræðishugsjónir. „Óþokki og morðingi“ Mitch McConnell, leiðtogi repúbl- ikana í öldungadeildinni, hefur lýst yfir stuðningi við Tillerson. Tilnefn- ingin nýtur einnig stuðnings repúbl- ikananna Condoleezzu Rice, fyrrver- andi utanríkisráðherra, Bobs Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Stephens Hadley, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa. Þau hafa öll starfað fyrir alþjóðlegt ráðgjafar- fyrirtæki sem hefur haft samstarf við ExxonMobil. James Baker, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, og Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, styðja einnig Tillerson. Talið er að stuðningur þessara áhrifamanna vegi þungt þegar þingmenn repúblikana taka afstöðu til tilnefningarinnar. Marco Rubio lét þó í ljós efasemdir um tilnefninguna á Twitter vegna vináttu Tillersons við forseta Rúss- lands. „Vladimír Pútín er óþokki, yfirgangsseggur og morðingi, og sá sem segir að hann sé eitthvað annað er að ljúga,“ sagði John McCain á Twitter. Jólagjöf Trumps til Rússa  Rex Tillerson, forstjóri olíufyrirtækisins ExxonMobil, tilnefndur utanríkisráðherra í stjórn Trumps  Þingmenn í báðum flokkum hafa efasemdir um tilnefninguna vegna tengsla Tillersons við Pútín Rex Tillerson Forstjóri ExxonMobil Hefur verið í nánum tengslum við stjórn- völd í Rússlandi Tilnefningar Trumps í mikilvæg embætti Reince Priebus Hvíta húsið Ráðherraembætti Öryggis- og utanríkismál 44 ára Skrifstofustjóri 62 ára Steve Bannon Aðalstjórnmálaráðgjafi Michael Flynn 57 ára Fyrrv. yfirmaður leyniþjónustu hersins Þjóðaröryggisráðgjafi 69 ára Jeff Sessions James Mattis Dómsmálaráðherra Fyrrverandi saksóknari 64 ára Öldungadeildar- þingmaður 48 ára Hefur efasemdir um loftslagsbreytingar Í nánum tengslum við olíufyrirtæki 66 ára Varnarmálaráðherra* Fjögurra stjarna hershöfðingi Kallaður „Óði hundurinn“ Steven Mnuchin 53 ára Fyrrv. aðstoðarfor- stjóri Goldman Sachs Andvígur umbótum á fjármálamörkuðum Nikki Haley 44 ára Ríkisstjóri Suður-Karólínu Fjármálaráðherra Utanríkisráðherra Yfirmaður Umhverfisverndar- stofnunar Bandaríkjanna Betsy DeVos 58 ára Vill umbætur á skólakerfinu Meðal fjárhagslegra bakhjarla repúblikana Menntamálaráðherra Þarfnast staðfestingar þingsins Þarfnast ekki staðfestingar *Þingið þarf að veita Mattis undanþágu vegna þess að hann lét nýlega af störfum fyrir herinn Stjórnaði frétta- vefnum Breitbart Formaður landsnefndar Repúblikana- flokksins Var kosninga- stjóri Trumps Mike Pompeo 52 ára Yfirmaður CIA Á sæti í leyni- þjónustunefndum fulltrúadeildar þingsins Sendiherra hjá SÞ Scott Pruitt Perry í ráðuneytið sem hann vildi leggja niður » Trump tilnefndi í gær Rick Perry, ríkisstjóra Texas, í emb- ætti orkumálaráðherra. Perry var á meðal keppinauta Trumps í forkosningum repú- blikana en varð fyrstur til að draga framboð sitt til baka. Hann lýsti eitt sinn Trump sem „krabbameini á íhaldsstefn- unni“. » Perry tók einnig þátt í for- kosningum repúblikana 2012 og komst í mikil vandræði í sjónvarpskappræðum þegar hann sagðist ætla að leggja þrjár alríkisstofnanir niður. » „Þetta eru viðskiptastofnun, menntastofnun og ... úps,“ sagði frambjóðandinn. Skyndi- lega rak hann í vörðurnar og hann gat ekki fyrir sitt litla líf munað hver þriðja stofnunin var. » Stofnunin sem hann vildi leggja niður en gleymdi er orkumálaráðuneytið – sem hann á nú að stjórna. Rick Perry 48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Mikið úrval af hunda- og kattarúmum á góðu verði – fyrir dýrin þín Sauðfé er hér á beit í Tuileries-garði í París eftir að um fimmtíu bændur komu þangað með um hundrað kindur til að mótmæla mikilli fjölgun árása úlfa á kvikfé í Frakklandi. Bændurnir segja að úlfar drepi eða særi þús- undir sauðfjár á ári hverju og segjast ekki geta varið búfénaðinn vegna þess að bannað sé að drepa úlfa. Brot á banninu varði fangelsisvist. AFP Árásum úlfa mótmælt Sauðfé á beit í garði í París
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.