Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Pilot síðan 1937 www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Gjaldeyrisinnstreymi vegna ferðamanna var helsti bjargvættur okkar úr kreppunni. Nú er hætta á að þetta mikla innstreymi sé að valda ofrisi íslensku krónunnar með tilheyrandi vanda- málum. Lausnin gæti fal- ist í því að setja upp Auð- lindasjóð Íslands sem ávaxtaður væri í erlend- um eignum með líkum hætti og Olíusjóður Noregs. Slíkur sjóður gæti slegið á þenslu, minnkað sveiflur krónunnar, dregið úr óvissu, viðhaldið samkeppnistöðu atvinnu- lífsins og skapað okkur erlendan varasjóð. Slíkar hugmyndir hafa verið viðraðar fyrr á árum í tengslum við sjávarútveg og síðast í vor varðandi orkusjóð. Áhrif og sveiflur á hagkerfið eru hins vegar orðnar meiri vegna ferðamanna og því brýnna að taka á þeim málum. Gengi krónunnar er þegar komið vel yfir sögulegt raungengi og sér- fræðingar búast við áframhaldandi styrkingu. Slík styrking grefur und- an samkeppnisstöðu allra fyrirtækja sem selja vörur og þjónustu erlend- is. Auk þess grafa miklar geng- issveiflur undan stöðugleika í ís- lensku atvinnulífi fyrir flest fyrirtæki. Mikil kaup Seðlabankans á gjaldeyri hafa ekki dugað nægj- anlega sem mótvægi. Auk þess er það ekki hlutverk Seðlabankans að byggja upp óhóflegan gjaldeyr- isforða og Seðlabankinn á erfitt um vik að ávaxta þann forða með ákjós- anlegum hætti. Erlend fjárfesting lífeyrissjóða hefur ekki dugað sem mótvægi við geng- isstyrkingu og auk þess er það ekki hlut- verk lífeyrissjóða að stuðla að sveiflujöfn- un í hagkerfinu. Möguleg lausn á þessum lúxusvanda okkar Íslendinga gæti verið að setja á fót auðlindasjóð. Er- lendar fyrirmyndir að slíkum sjóði má finna í mörgum Mið- Austurlöndum en nærtækara dæmi er í Noregi. Noregur var með þróað hag- kerfi í ágætu jafnvægi þegar þar fannst olía á landgrunni. Í stað þess að streyma inn í sitt litla hagkerfi öllum tekjum af olíunni, með tilheyr- andi gengisstyrkingu og eyðslu- aukningu ríkis og einstaklinga, var settur á fót auðlindasjóður. Þar safn- aðist inn erlendur gjaldeyrir vegna sölu á olíu sem hægt var að ávaxta með ákjósanlegum hætti í erlendum eignum. Olíuauðurinn raskaði því jafnvægi norska hagkerfisins minna en ella og skapaði þegnum landsins ákjósanlegan erlendan varasjóð. Hægt væri að hugsa sér að Seðla- bankinn framseldi til Auðlindasjóðs- ins þann gjaldeyrisvaraforða sem ekki væri þörf á. Einnig mætti hugsa sér að umsjón og fjármögnun sjóðs- ins væri í höndum Seðlabankans. Sjóðurinn myndi bæta við sig gjald- eyri í takt við vöxt og viðgang út- flutningsgeirans og honum yrði sköpuð skýr umgjörð af löggjaf- anum. Auk þess að viðhalda betur samkeppnisstöðu útflytjenda þá myndi Auðlindasjóðurinn einnig við- halda samkeppnisstöðu ferðaþjón- ustunnar betur með því að vinna á móti gengisstyrkingu. Ef vöxtur ferðaþjónustunnar reynist hins veg- ar tímabundinn gæti Auðlindasjóð- urinn verið nýttur í að dempa höggið og vinna á móti gengisveikingu. Minni gengissveiflur munu gefa fyr- irtækjum og heimilum fastara land undir fætur, líkt og þau hafa í flest- um samanburðarlöndum okkar. Auðlindasjóður Íslands Eftir Gunnar Pál Tryggvason »Minni gengissveiflur munu gefa fyr- irtækjum og heimilum fastara land undir fæt- ur, líkt og þau hafa gert í flestum samanburð- arlöndum okkar. Gunnar Páll Tryggvason Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Vegna frétta um nýja verslunar- hætti, væri vel þegið, ef einhver gæti upplýst okkur „hin“, hvaða verslanir bjóða „völdum viðskiptavinum“ upp á kjarakaup. Þá getum við „hin“, sem eigi erum verðug, vitað hvar við eigum alls ekki að versla! Karl G. Smith. Áskorun Ég fer fram á það að þeir sem fá 300 þúsund í laun, fyrir skatt, borgi eng- an skatt, en þeir sem eru með 300- 500 þúsund borgi 20% skatt, og að lokum þeir sem eru með meira en 500 þúsund krónur á mánuði borgi sinn venjulega skatt. Kristjana Vagnsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is „Valdir viðskiptavinir“ Skattar Bréfritari vill breytingu á skatt- kerfinu. Á haustmánuðum 2015 bárust fréttir og myndir af því þegar þúsundir barna, kvenna, og karla flúðu vegna borgarastyrjald- arinnar í Sýrlandi til Evrópu í leit að öruggu skjóli. Sú vegferð er lífshættuleg og það seg- ir kannski mest um hve neyðin var mikil þegar fjölskyldur neyddust til þess að treysta smyglurum fyrir lífi sínu með því að kaupa dýrt far yfir Miðjarð- arhafið á vanbúnum og yfirfullum bát- um þar sem fjöldi einstaklinga hefur týnt lífi sínu. Ákall kom frá samfélaginu um að stjórnvöld brygðust við því neyðar- ástandi sem skapast hafði og skipaði forsætisráðherra ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Markmið hennar var meðal annars að meta hvernig framlag Íslands nýttist best til þess að ná markmiðum um mannúðaraðstoð. Nefndin átti að vinna hratt og bregðast sem best við þeim mikla mannúðarvanda sem hafði skapast vegna stríðsátaka. Þremur vikum síðar skilaði hún tillögum þar sem lagt var til að tveimur milljörðum yrði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur til loka ársins 2016. Þrennt var tilgreint; stuðningur við al- þjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki, aðgerðir til þess að hraða afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og móttaka á kvóta- flóttafólki til Íslands. Kvótaflóttafólk er berskjaldaður hópur sem á enga möguleika á því að snúa aftur til heimalands síns né getur það dvalist í því ríki þar sem það er staðsett, þar sem það getur reynst því erfitt eða ómögulegt að vera í lögmætri dvöl, stunda vinnu eða fá aðgang að menntun. Stjórnvöld hafa tekið á móti tveim- ur hópum flóttamanna frá Sýrlandi í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ, sveitarfélögin og Rauða krossinn á Íslandi. Verkefnið hefur gengið vonum framar og reglu- lega berast fréttir af fólkinu og upp- lifun þess af landinu. Innan fárra vikna mun þriðji hópur flóttamanna frá Sýrlandi koma til landsins en hann mun setjast að í fjórum sveit- arfélögum; Akureyri, Árborg, Hvera- gerði og Reykjavík. Skipulögð móttaka á hópi flótta- fólks í samstarfi við Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna felst ekki eingöngu í því að veita umrædd- um hópi vernd heldur einnig að létta álagið á þeim ríkjum þar sem mikill fjöldi flóttamanna hefur þurft að leita til. Þá tryggir slík móttaka að fólk neyðist ekki til þess að leggja í lífs- hættulega ferð í leit að öryggi. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt og gefandi að taka þátt í þessu verkefni sem formaður flóttamannanefndar. Ég er sannfærður um að móttaka flóttamanna í samstarfi við Flótta- mannastofnun SÞ sé nauðsynlegur lið- ur í því að tryggja öryggi flóttafólks. Það er sannarlega von mín að Alþingi styðji áfram við þetta mannúðarverk- efni í fjárlögum vegna ársins 2017. Ísland og flótta- fólk í alþjóðlegu samhengi Eftir Stefán Þór Björnsson Stefán Þór Björnsson » Ísland hefur hjálpað til við að leysa flótta- mannavandann og það er mikilvægt að Alþingi haldi áfram að styðja lausn flóttamannavand- ans á árinu 2017. Höfundur er formaður flóttamannanefndar. - með morgunkaffinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.