Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Jólaskeið ERNU 2016 og servíettuhringur ársins Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Verð 12.500,- Verð 21.500,- BakhliðSkeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is BÆKUR Sem betur fer hef ég sloppið áfalla- laust frá ferðum mínum á þetta magnaða fjall. Eina óhappið var þegar kona, sem var í hópnum mín- um, rann niður fönnina efst. Þessi kona var mjög vön útivist og reynd skíðakona. Maður úr hópnum tók sig án fyrirvara út úr línunni og renndi sér niður snarbratta hlíðina á skónum. Samt var ég búinn að banna það stranglega. Konan fylgdi á eftir og ákvað að renna sér á eftir honum niður fönnina. Það fór þann- ig að hún missti fótanna og rúllaði eins og steinn niður brekkuna. Það var slæm tilfinning að horfa á eftir henni. Hún rispaðist illa á höndum og fótum en slapp að öðru leyti með skrekkinn. Ég man hvað ég varð glaður þegar ég sá að hún var lif- andi en um leið varð ég ofboðslega reiður yfir því að þau skyldu hafa óhlýðnast fyrirmælum mínum. Þetta er eina skiptið sem ég hef skammað farþega mína og atvikið situr alltaf í mér. Ég hef alltaf verið mjög meðvitaður um það að sem fararstjóri er ég með líf fólks í höndunum, ekki ósvipað og í starfi mínu sem hjarta- og lungnaskurð- læknir Ég held að ég sé ekki mjög strangur sem fararstjóri en samt ákveðinn. Í jöklagöngum og fjall- skíðaferðum vil ég t.d. ekki að fólk taki fram úr mér. Á Herðubreið er full ástæða til að fara varlega. Þarna varð dauðaslys á þeim tíma þegar ég fór sem oftast á fjallið þegar Austurríkismaður lagði í klettabeltið á röngum stað og hrap- aði og dó. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þetta hefði gerst á minni vakt. Ég hef gætt vel að öllum grund- vallarreglum í fjallaferðum. Á ferð- um mínum með Austurríkismenn, Svisslendinga og Þjóðverja hafði ég stundum fjallamenn með mikla reynslu úr Ölpunum og víðar. Af þeim lærði ég svokallað Alpen- tempo sem gengur út á það að fara tiltölulega rólega af stað og halda jöfnum hraða. Ég lærði einnig af þeim ýmsar fjallareglur, hvernig maður sýnir fjallinu virðingu. Ég hef haldið það í heiðri að reyna að koma hópnum mínum öllum upp á topp. Ef einhver er illa fyrirkallaður verð- ur hann að gera það upp við sig áður en lagt er af stað hvort hann treystir sér í gönguna eða ekki. Ég reyni að forðast þá stöðu að fólk gefist upp í miðju fjalli og mér hugnast illa að láta hluta hópsins bíða tímunum saman meðan hinir eru að ganga á toppinn. Fyr- ir mér er hópurinn sem heild aðalatriði og ég lít á það sem velheppnaða ferð ef allir ná toppnum. Það hefur t.d. oft reynst vel að létta byrðar þess sem á slæman dag og hægir á öllum hópnum. Það eru ófá skiptin sem ég hef gengið með einn bak- poka á bakinu og annan framan á mér. Sem betur fer hefur þessi tak- tík nær alltaf gengið upp og ég held að þeir sem ég ferðast með kunni að meta það. En það hefur líka hjálpað mér að vera læknir og geta metið ástand fólks. Það gerðist ein- mitt í einni ferðinni minni á Kverk- fjöll að einn í hópnum, þaulvanur fjallamaður, fann skyndilega fyrir hjartsláttaróreglu og var við það að gefast upp. Ég tók púlsinn og fann strax út að hann var kominn með svokallað gáttatif. Þetta er óregla á hjartanu sem ég fæst við daglega í vinnu minni á spítalanum. Þá lá ekkert annað fyrir en að snúa við með hann, enda getur hjartað ekki dælt af fullum krafti við slíkar aðstæður. Í Sigurðarskála gekk ég á gesti og gangandi og kannaði hvort einhver væri á hjartalyfjum sem ég gæti nýtt við gáttatifi. Við fundum tvær töflur sem hægðu á hjartanu en nægðu ekki til að koma því í réttan takt. Daginn eftir fórum við því með hann til Akureyrar. Ég fór með hann á sjúkrahúsið þar og tók af honum hjartalínurit. Síðan var honum komið í takt með réttum lyfjum. Ég hef verið ótrúlega heppinn sem fararstjóri. Það versta sem hef- ur komið upp á með mína eigin far- þega var þegar ég var með hóp við Geysi. Einn farþeganna steig yfir öryggislínuna við Strokk til að ná betri mynd af hvernum að gjósa. Þá kom kraftmikið gos í hvernum og maðurinn brenndist illa á báðum fótum. Hann fékk annars stigs bruna. Þarna varð slys vegna þess að reglum var ekki fylgt. Ég gat hlúð að honum og fór síðan með hann í sjúkrabíl til Reykja- víkur. Þetta var síð- asti dagurinn í hálfs mánaðar ferð um hálendið. Hann lá á sjúkrahúsi í nokkra daga og síðan bauð ég honum að dvelja heima hjá mér. Seinna bauð hann mér til Austurríkis að heimsækja sig og fjölskyldu sína og sýndi þannig þakklæti sitt. Mér er einnig minnisstætt þegar ég kom að göngumönnum sem höfðu lent í miklum háska í Kverk- fjöllum. Þar voru á ferð fjórir verk- fræðingar frá Renault-verksmiðj- unum. Þeir höfðu farið í leyfisleysi inn í íshellinn sem þá var stór og mikilfenglegur. Það var gríðarlega mikið í Volgu sem kemur undan Kverkjökli. Skyndilega hrundi risa- blokk úr jöklinum yfir mönnunum, eins og stöðugt gerist. Ég var ný- lagður af stað í ferð með minn eigin hóp upp skriðjökulinn rétt ofan við íshellinn og við sáum þegar þetta gerðist. Það var eins og heilt ein- býlishús hefði hrunið niður snar- bratt stálið rétt hjá hópnum. Ís- blokkin tvístraðist og stór klumpur kastaðist yfir fót eins fjórmenning- anna með þeim afleiðingum að hann hlaut opið beinbrot. En það var öllu alvarlegra að hann kastaðist út í ískalda ána vegna flóðbylgjunnar sem varð við hrunið. Hópurinn minn var frá Austurríki. Ég var svo heppinn að tveir í hópnum voru þrautþjálfaðir skíðagönguhermenn úr austurríska hernum. Þetta voru líklega vönustu fjallamenn sem ég hef nokkru sinni haft með mér í ferð. Það var því ótrúleg tilviljun að þeir skyldu einmitt hafa verið með mér þennan afdrifaríka dag. Við hlupum samstundis niður jökulsporðinn og vorum komnir á slysstaðinn nokkrum mínútum síð- ar. Maðurinn var hálfur í ánni og við sáum strax að ástand hans var mjög alvarlegt. Við óðum þrír út í ískalt vatnið sem náði okkur vel yfir mitti og náðum honum á þurrt. Í svona ísköldu vatni er hætta á of- kólnum og hjartað getur hæglega farið í lífshættulegar takttruflanir. Hermennirnir útbjuggu á ör- skömmum tíma sjúkrabörur úr göngustöfum og reipi sem ég hafði með mér. Ég bað strax um aðstoð þyrlu. Við bárum manninn inn í rútu sem var þarna skammt undan, klæddum hann úr öllu og settum hann í þurr föt. Beinið stóð út úr fætinum og sandur og eðja var í sárinu. Hann var mjög þjáður og ég gaf honum morfín sem var þarna í skálanum. Þyrlan gat ekki komið okkur til hjálpar vegna roks, þetta var óvenju hlýr hnúkaþeyr sem stóð niður af jöklinum úr suðurátt. Þór- hallur Þorsteinsson, fóstri Sigurð- arskála, var staddur á Egilsstöðum og fylgdist vel með framvindunni. Okkur þótti afar slæmur kostur að fara með stórslasaðan manninn landleiðina til Akureyrar, enda ástand hans ekki gott og hætta á sýkingu í brotið. Ég gat verkjastillt manninn og hreinsað sárið en meira var ekki hægt að gera. Það varð úr að Þórhallur ákvað að freista þess að koma á flugvél sinni og ná í hinn slasaða. Þrátt fyrir stífan vind tókst Þórhalli að lenda á flugvellinum í Kverkfjöllum, sem er ekki fyrir flughrædda, enda ekki sá sléttasti á hálendinu. Við komum sjúklingnum fyrir í vélinni. Ég varð að fara með sem læknir og hlúa að honum á leiðinni. Við gátum komið honum fyrir í farangursrýminu. Sjálfur sat ég í aðstoðarflugmannssætinu. Þeg- ar við vorum að taka á loft sagði Þórhallur að þetta gæti orðið spennandi. Hann væri nýbúinn að skipa um mótor í vélinni sem væri tveggja manna. Hann tjáði mér jafnframt að hann hefði aldrei tekið á loft með vélina svona þunga frá því að skipt var um mótorinn. Ég benti honum á það í léttum dúr að við værum að reyna að bjarga ein- um manni en það mætti ekki leggja undir þrjú mannslíf. Þórhallur er algjör nagli, gaf allt í botn og upp fór vélin með okkur þrjá í vélinni. Stefnan var sett á Akureyri. Ferðin þangað gekk vel en ég man samt hvað sterkur hliðarvindurinn tók í. Á flugvellinum beið sjúkrabíll og á sjúkrahúsinu var byrjað á því að draga manninn í lið, stilla brotin saman. Svo fór hann í aðgerð. Hann náði sér fljótt og vel. Þó að sárið væri skítugt slapp hann við alvar- lega beinsýkingu. Eftir að maðurinn var hólpinn fórum við Þórhallur aftur í loftið. Hann ákvað að reyna að koma mér aftur í Kverkfjöll, þar sem hópurinn minn beið í rólegheitum, en þar var næstum 20 stiga hiti í hnúkaþeyn- um. Sú flugferð var ekki síðra æv- intýr. Þórhalli tókst á ótrúlegan hátt að finna gat á milli skýjanna til að koma flugvélinni niður. Hann skilaði mér í Sigurðarskála og hélt svo til Egilsstaða eftir gott dags- verk. Við Þórhallur urðum eftir þetta miklir mátar. Við björgunaraðgerðirnar og allt umstangið eyðilögðust föt og göngustafir brotnuðu. Á þessum tíma var Albert Guðmundsson kon- súll Frakklands á Íslandi en um leið iðnaðarráðherra. Ég hringdi í Al- bert og sagði að mér þætti skítt ef Þórhallur fengi ekki að minnsta kosti greitt bensínið fyrir björg- unarafrek sitt. Þá hefðu nokkrir farþega minna orðið fyrir tjóni þeg- ar föt og göngustafir skemmdust. Það þurfti ekki að fylla út neina beiðni. Albert hringdi umsvifalaust til Frakklands og tryggði að menn fengju greiddan kostnaðinn. Ég þekkti Albert ekkert á þessum tíma en dáðist að því hve fljótur hann var að bregðast við. Þetta tók örfáa daga. Við fengum einnig kveðjur og þakkir frá Renault-verksmiðjunum og aðstandendum mannanna. Það var ótrúleg heppni að við skyldum vera á svæðinu þegar þetta gerðist. Lífsháski í Kverkfjöllum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, er einn af reyndari fararstjórum Íslendinga. Hann býr að yfirburðaþekk- ingu á Kverkfjöllum og Herðubreið. Í bókinni Fólk á fjöllum eftir Reyni Traustason segir hann ásamt fimm öðrum sögu af æv- intýrum og svaðilförum í óbyggðum Íslands. Hér er gripið ofan í sögu Tómasar. Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson Áfallalaus Tómas Guðbjartsson í skíðaferð í Frakklandi. Í baksýn til hægri á myndinni glittir í Matterhorn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.