Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 69
69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 þeim næstsíðasta í þessari umferð. Þetta eru liðin sem léku til úrslita á síðasta Evrópumóti fyrir fjórum árum og þá höfðu Spánverjar betur. En þeir mæta ofjörlum sínum. Ítalir halda sínu striki eins og gegn Belg- um og Svíum í riðlakeppninni. Þeir komast verðskuldað yfir á 33. mín- útu þegar varnarjaxlinn Giorgio Chiellini skorar þegar hann fylgir vel eftir aukaspyrnu sem David de Gea varði. Spánverjar sækja mjög í seinni hálfleik, gamla brýnið Gian- luigi Buffon kemur í veg fyrir að Gerard Piqué jafni rétt fyrir leikslok og í staðinn skorar Graziano Pellé, leikmaður Southampton, og gull- tryggir ítalskan sigur, 2-0. Það verða því Ítalir og Þjóðverjar sem eigast við í átta liða úrslitunum. Evr- ópumeistarar undanfarinna tveggja móta eru á heimleið. Þar með er sú magnaða staða komin upp, fyrir viðureign Íslands og Englands, að Ísland er eitt þeirra níu liða sem enn eru eftir í keppn- inni! Verðandi Evrópumeistarar eru eitt eftirtalinna níu liða: Pólland, Portúgal, Wales, Belgía, Þýskaland, Ítalía, Frakkland, England eða Ís- land. Hugsið ykkur! Það hefur marga kosti á svona móti að vera í síðasta riðlinum og eiga síðasta út- sláttarleikinn. Hinn þriggja ára gamli Allianz Ri- viera leikvangur í Nice, sem er glæsilegur og kallaður Hreiðrið vegna lögunar sinnar, er orðinn þétt fullur löngu fyrir leik. Íslendingar lærðu af reynslunni í Marseille og hafa mætt snemma á völlinn í París og nú í Nice. Aðeins 35 þúsund manns komast fyrir á vellinum, talið er að einungis um þrjú þúsund Ís- lendingar hafi fengið miða en allt bendir til þess að þeir séu heldur fleiri þegar á hólminn er komið. Alls kyns sögur berast af hvernig fólk náði að útvega sér miða á síðustu stundu og þó íslensku áhorfendurnir séu flestir á sama svæði á vellinum eru þeir líka hér og þar innan um Englendingana og heimamennina. Þegar íslenska liðið kemur út á völlinn til að hita upp er því fagnað gífurlega. Nú hefur þetta snúist við frá því í Marseille þegar það voru Ungverjar sem fengu allar móttök- urnar á þessum tímapunkti. Stemn- ingin á meðal þeirra bláklæddu er meiriháttar og íslenski þulurinn á vellinum, Páll Sævar Guðjónsson, Röddin, á sinn þátt í að magna hana upp. Mikið ævintýri sem Páll hefur gengið í gegnum. Á öllum leikjum taka vallarþulir frá viðkomandi þjóð- um þátt í kynningu liðanna og að magna upp stemninguna meðal áhorfenda og enginn er betri í slíkt verkefni en KR-ingurinn Páll sem hefur verið „Röddin“ á landsleikjum Íslands undanfarin ár. Englendingar eru að vonum langt- um fleiri í röðum áhorfenda og eru hvítklæddir út um allt. Ef vellinum er skipt í tíu svæði þá lítur þetta út eins og Englendingar eigi átta þeirra en Íslendingar tvö. Eða eitthvað ná- lægt því. Lars og Heimir halda sig við sama byrjunarlið og það er löngu hætt að koma á óvart. Þeir stilla upp ná- kvæmlega eins liði fjórða leikinn í röð. Það er ólíklegt fyrirfram að þeir gætu gert það einn leikinn í viðbót. Sjö íslenskir leikmenn hafa fengið gult spjald og eiga á hættu að vera í banni í átta liða úrslitum, fái þeir gult spjald í dag og Ísland komist áfram. Á meðan er einn enskur leik- maður á slíku hættusvæði. Flautað til leiks. Spennan er gríð- arleg. Hvaða áhrif hefur hún á liðin? Enska liðið spilar ávallt undir gríð- arlegri pressu, það á að fara alla leið á hverju einasta stórmóti, hversu raunhæf sem slík krafa er. Englend- ingar skoruðu ekki í síðasta leik þrátt fyrir yfirburði gegn Slóvakíu. En nú ganga hlutirnir þeim í hag. Hannes Þór fellir Raheem Sterling klaufalega strax á þriðju mínútu leiksins. Vítaspyrna! Þetta var óþarfa brot hjá Hannesi, Sterling var á leið frá markinu þó hann væri á markteignum og hefði átt í vandræð- um með að halda boltanum. Wayne Rooney fer á vítapunktinn. Englend- ingar eru þekktir fyrir að klúðra vítaspyrnum. Fyrirliðinn er hins- vegar ekki í vandræðum. Hann negl- ir boltanum niður í vinstra hornið. Hannes á ekki séns, England er komið yfir, 1:0. Gífurlegur fögnuður á vellinum en íslenskir áhorfendur eru í hálfgerðu sjokki. Þetta er versta mögulega byrjun. Nú er hætt við því að eft- irleikurinn verði auðveldur fyrir Englendinga. Margir töluðu um að okkar möguleikar fælust í því að halda leiknum markalausum í sextíu mínútur og þá gæti leikur Englend- inga farið að riðlast. En strákarnir okkar eru gífurlega sterkir karakterar og hversu oft höf- um við ekki séð þá bregðast af krafti við mótlæti? Við munum vel hvernig þeir sneru við Tékkaleiknum á Laugardalsvelli eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik. En þetta eru sextán liða úrslit á EM. Það verður erfiðara. Ísland fer beint í sókn. Innkast hægra megin. Englendingar ótt- uðust Aron og innköstin hans, alla- vega varaði Roy Hodgson sína menn við í fjölmiðlum og sagði að þau væru eitt hættulegasta vopn Íslendinga. Hlustuðu ensku leikmennirnir ekki á þjálfarann? Aron grýtir boltanum inn á vítateiginn. Alveg eins og gegn Austurríki í París er það Kári Árna- son sem stekkur hæst og skallar boltann áfram inn að markinu. Hver er mættur þar? Enginn annar en miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í keppninni til þessa. Allt í einu er hann orðinn fremstur, teygir sig í boltann á markteignum og sendir hann í vinstra hornið, framhjá Joe Hart. Ísland var bara tvær mínútur að jafna metin. Það eru búnar 6 mín- útur í Nice og staðan er 1:1. Ótrúleg viðbrögð og íslensku áhorfendurnir eru hreinlega að ganga af göflunum. Syngja og styðja sína menn sem aldrei fyrr. Í blaðamannastúkunni sprettum við Íslendingarnir á fætur og eins og áður vekur það kátínu og skemmtun meðal kollega okkar. Ekki síst þeirra sem koma frá öðr- um löndum en Englandi og eru sér- staklega mættir til að fjalla um ís- lenska ævintýrið. Þeir hafa komist í feitt. Það skiptir miklu að hafa náð að jafna strax, Englendingar fengu ekki tækifæri til að nýta sér foryst- una til að herða tök sín á leiknum. Það er augljóst strax að þeim er brugðið. Þetta var svar sem þeir reiknuðu örugglega ekki með sjálfir. Bjuggust eflaust sumir við því að nú yrði þessi leikur „gönguferð í garð- inum“ eins og þeir kalla það. Walk in the Park. Átjánda mínúta. Aftur dregur til tíðinda. Góð sókn Íslands og Gylfi fær boltann skammt utan vítateigs. Hann sendir strax á Jón Daða sem er á vítateigslínunni. Selfyssing- urinn rennir boltanum eftir línunni á Kolbein. Hann leikur til hægri, framhjá varnarmanni, og sendir svo hnitmiðað skot, ekki fast en inn- anfótar, með jörðunni í hægra horn- ið. Joe Hart er í boltanum en nær ekki að afstýra marki. Boltinn siglir hægt innfyrir marklínuna. Þetta er ótrúlegt – lygilegt – við erum að upplifa eitthvað algjörlega nýtt á Allianz Riviera. Ísland er komið í 2:1 gegn Englandi eftir aðeins 18 mín- útna leik eftir að hafa lent undir í byrjun. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tilþrif Ragnar Sigurðsson var nálægt því að skora úr glæsilegri hjólhesta- spyrnu í sigurleiknum sögulega gegn Englandi sem vannst 2:1.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.