Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
✝ Loftur Gutt-ormsson fædd-
ist 5. apríl 1938 á
Hallormsstað í
Skógum. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 4. desember
2016.
Foreldrar hans
voru Guðrún Mar-
grét Pálsdóttir hús-
móðir, f. 24.9. 1904
í Þykkvabæ í Landbroti, V-
Skaftafellssýslu, d. 19.11. 1968,
og Guttormur Pálsson, skóg-
arvörður á Hallormsstað, f. þar
12.7. 1884, d. 5.6. 1964. Fyrri
kona Guttorms var Sigríður
Guttormsdóttir húsmóðir, f.
18.5. 1887 á Svalbarði í Þist-
ilfirði, d. 29.10. 1930.
Hálfsystkini Lofts af fyrra
hjónabandi Guttorms: Bergljót,
f. 5.4. 1912, d. 12.4. 2003, Páll, f.
25.5. 1913, d. 17.11. 2002, Sig-
urður, f. 27.7. 1917, d. 27.9.
1968, og Þórhallur, f. 17.2. 1925,
d. 8.5. 2009.
Alsystkini Lofts: Margrét, f.
28.9. 1932, d. 12.2. 2001, Gunn-
ar, f. 31.10. 1935, Hjörleifur, f.
31.10. 1935, og Elísabet Sigríð-
ur, f. 26.5. 1943.
Loftur kvæntist 8. ágúst 1963
Hönnu Kristínu Stefánsdóttur,
fv. kennara og deildarstjóra.
Foreldrar hennar voru Hanna
Guðjónsdóttir píanókennari, f.
16.5. 1904, d. 18.11. 1984, og
Stefán Kristinsson, fulltrúi hjá
tollstjóra, f. 28.6. 1896, d. 31.3.
við gagnfræðastigið í Reykja-
vík, fyrst veturinn 1957-1958 og
síðan 1964-1967 og árin 1965-
1968 kenndi hann frönsku við
Verzlunarskóla Íslands. Hann
hóf störf við Kennaraskólann
1967 og við Kennaraháskóla Ís-
lands frá stofnun hans 1972, sem
prófessor frá 1991. Hann lét af
föstu starfi 2008. Árin 1998-
2002 var hann prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands.
Loftur tók mikinn þátt í
félagsstörfum á sviði sagnfræði,
var m.a. í starfshópi mennta-
málaráðuneytisins um sam-
félagsfræði 1972-1984, formað-
ur Sagnfræðingafélags Íslands
1985-1987, forstöðumaður
Sagnfræðistofnunar 1999-2001
og forseti Sögufélags 2001-
2005.
Loftur stundaði víðtækar
rannsóknir í sagnfræði, fé-
lagsfræði og samfélagsfræði,
var brautryðjandi fjölskyldu- og
fólksfjöldasögurannsókna á Ís-
landi og áhrifamikill rannsak-
andi á sviði félagssögu, sögu
uppeldis og menntunar og sögu
íslenskrar kristni. Eftir hann
liggur fjöldi fræðigreina hér-
lendis og erlendis um þau efni.
Hann er einnig ritstjóri og höf-
undur margra bóka., m.a. Frá
siðaskiptum til upplýsingar Bók
hans, Bernska, ungdómur og
uppeldi á einveldisöld, sem kom
út 1983, er brautryðjendaverk í
íslenskri fjölskyldusögu og er
innan skamms væntanleg í
enskri þýðingu. Loftur vann
fram á síðustu mánuði að fræði-
legum verkefnum bæði sem höf-
undur, ritstjóri og leiðbeinandi.
Loftur verður jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju í dag, 15.
desember 2016, klukkan 15.
1982. Börn Lofts og
Hönnu Kristínar
eru: 1. Hrafn tölv-
unarfræðingur og
dósent, f. 14.4.
1965; eiginkona
hans er Guðný Ey-
steinsdóttir klæð-
skeri, f. 27.12. 1964.
Dóttir Guðnýjar er
Guðrún Jóhanna
Þórðardóttir, f. 4.7.
1983. Sonur Hrafns
og Guðnýjar er Hilmir, f. 11.4.
2001. 2. Arnaldur framkvæmda-
stjóri, f. 21.6. 1970; sambýlis-
kona hans er Hafdís Böðv-
arsdóttir endurskoðandi, f. 21.9.
1969. Þau eiga þrjú börn, Val-
dísi, f. 21.7. 2000, Bjarka, f. 27.4.
2003, og Elsu Kristínu, f. 2.1.
2007. 3. Hanna sellóleikari, f.
27.10. 1977; eiginmaður hennar
er Hugi Guðmundsson tónskáld,
f. 10.6. 1977. Þau eiga tvær dæt-
ur, Jóhönnu, f. 22.1. 2008, og
Unu, f. 15.1. 2013.
Loftur varð stúdent frá MA
1957, stundaði síðan nám í sagn-
fræði og félagsfræði í Frakk-
landi og útskrifaðist með
licence-ès-lettres-gráðu frá Sor-
bonne-háskólanum í París 1964.
Próf til kennsluréttinda frá Há-
skóla Íslands tók hann 1967 og í
almennum málvísindum og
frönsku (1. og 2. stig) 1968.
Hann tók doktorspróf í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands 1990.
Á námsárunum í Frakklandi
var Loftur lektor í íslensku við
háskólann í Caen. Hann kenndi
Ef ég hefði sem ungur táningur
úr Garðabæ verið beðinn um að
lýsa fjölskyldu sem væri algjör
andstæða minni eigin hefði ég hik-
laust sagt „vinstrisinnuð og trú-
laus“, og það jafnvel með fyrirlitn-
ingu í röddinni. Og svo giftist ég
auðvitað inn í fjölskyldu sem var
nákvæmlega það. Ég ímynda mér
að viðhorfið hjá mér hafi nú ein-
hverjum árum áður verið farið að
breytast, en það gerði það þá alla-
vega þegar ég kynntist konu
minni og tengdaforeldrunum,
Lofti og Hönnu Kristínu. Hlýrri
tengdaforeldra er ekki hægt að
óska sér.
Það er hægt að finna margt fal-
legt og gott í hinum svokölluðu
kristnu gildum en staðreyndin er
nú samt sú að hvergi hef ég fundið
kjarna þess boðskaps haldið jafn
mikið í heiðri og á heimili þeirra.
Og það án þess að það tengdist trú
á nokkurn hátt. Í Lofti upplifði
maður einstakt umburðarlyndi,
náungakærleik, virðingu fyrir
náttúrunni og ekki síst virðingu
fyrir jafnrétti. Löngu áður en
karlar fóru að tala opinskátt um
femínisma var Loftur talsmaður
jafnréttis kynjanna.
Hjá honum var það jafn sjálf-
sagt baráttumál eins og að berjast
gegn hverju öðru óréttlæti í heim-
inum.
Loftur var mjög nýtinn og á
móti öllu óþarfa bruðli en aldrei
var hann nískur. Þvert á móti var
leitun að örlátari manni og við
Hanna hefðum ekki getað búið
dætrum okkar svona gott heimili
nema fyrir aðstoð Lofts og Hönnu
Kristínar. Alltaf var boðin fram
aðstoð og aldrei var talið eftir sér
að fljúga til okkar í Danmörku til
að hjálpa til við að mála, festa upp
hillur eða passa barnabörnin.
Eins og kannski sést á þessum
skrifum er vart hægt að nefna
nafn Lofts án þess að nafn Hönnu
Kristínar fylgi í kjölfarið. Hjóna-
band þeirra var ótrúlega náið og
alveg einstakt í mínum huga. Í því
var hughreysting fyrir okkur sem
yngri eru að hjónabönd séu ekki
eitthvað sem fölnar með árunum
heldur þvert á móti blómstrar.
Loftur hefur verið mér stór
fyrirmynd í lífinu og minningin
um hann verður mér það áfram.
Hugi Guðmundsson.
„Jæja, Loftur, segðu okkur nú
ferðasöguna!“ Sumarbyrjun og ló-
an farin til heiða eftir stuttan
stans á túnunum fyrir neðan bæ-
inn.
Sólin komin á vesturloftið,
Fljótið spegilslétt og á stofuborð-
inu stóð gullslegin karafla með
púrtvíni sem afi hafði borið fram
til þessara hátíðarbrigða og lyfti
nú staupi til að fagna syni sínum
sem kominn var yfir hafið eftir
fyrstu vetrardvöl sína í Frakk-
landi. „Þú komst altso með skipi?“
Sjálfur annálað ferðaglaður og fór
ekki tilneyddur á milli landshluta
nema sjóleiðis löngu eftir að flug-
vélar komu til sögunnar. Það hlaut
að vera mikil ferðasaga, með skipi
alla leið frá Suður-Frakklandi, og
ég horfði með eftirvæntingu upp á
þennan frænda minn sem bara hló
góðlátlega, skálaði í púrtaranum
við heimilisfólkið en spurði sjálfur
tíðinda af heimilinu, búskapnum,
skóginum og dalnum. Gantaðist
við okkur systkinin og valdi spaug
sitt vandlega eftir aldri okkar og
fylgdi honum sama kátínan í bland
við skýra alvöru sem ætíð fyrr.
Engin ferðasaga, það voru vissu-
lega vonbrigði, hann hafði komið
flugleiðis, en ég fyrirgaf honum
sögumissinn um leið og hann hafði
kennt mér að segja góðan dag á
frönsku og gekk út í síðdegissólina
og bauð hundunum, Vaski gamla
og Lappa, góðan dag á frönsku og
gamla Brún sem stóð búinn til ein-
hverra vorverka með aktygjum
við dyrnar á Skemmunni.
Loftur frændi var kominn,
þessi glóbjartasti allra frænd-
systkina minna, og myndi vinna í
Skógræktinni um sumarið en
brygði sér að vanda í heyskapinn
með okkur á sólríkum sunnudög-
um og ræddi heimsmálin af þeim
sannfæringarkrafti sem hæfði
ástandi þeirra mála á þessum ár-
um hins kalda stríðs. Sem þeir
voru á öndverðum meiði um
heimsmálin voru þeir þeim mun
samhentari við að færa upp í sátur
með heykvíslum hverja beðjuna á
fætur annarri út og niðri á Stóru-
Sléttu, pabbi og Loftur frændi
sem ætíð var umtalaður í eyru
okkar barnanna sem sá ljúfasti
drengur sem fæðst hefði undir
himninum og pabbi smíðað handa
þessum yngsta bróður sínum
dótakassann sem nú geymdi öll
mín dýrustu gull.
Þetta sumar komu fleiri systk-
inanna að vitja æskuheimilis síns
og svo næstu sumur og fylgdi
þeim ferskur andblær úr borginni
eða útlöndum ásamt vinum og ást-
vinum og meðal þeirra Hanna
Kristín og áttum andríkar stundir
saman í kartöflugarðinum suður
af bænum að reyta arfa. Mér varð
upp frá þessu furðuvel til þessarar
lítillátu jurtar, arfans, sem af nyt-
semisástæðum skyldi víkja fyrir
kartöflugrösunum og í skrifum
frænda míns síðar fann ég að hann
hafði ekki ólíka afstöðu til sagn-
fræðinnar. Hann hlúði í rannsókn-
um sínum að því fólki sem lítið fer
fyrir á hörðum spjöldum sögunnar
en upprætti ekki tilvist þess svo
mættu njóta sín stórmennin og
sögufræg afrek þeirra.
Kankvís að vanda síðast er við
hittumst uppi í Kennó og rifjuðum
upp jól á Hallormsstað árið 1954,
af sagnfræðilegri nákvæmni: Það
voru seytján kerti á jólatrénu í
Stóru-Stofu og héngu kramarhús
á greinum þess. Takk fyrir að
koma í þennan heim í tæka tíð á
undan mér, kæri frændi. Þú
komst altso með skipi?
Gunnlaugur Sigurðsson.
Loftur Guttormsson prófessor
emeritus er horfinn af heimi. Þar
er kvaddur öðlingsmaður að loknu
merkilegu ævistarfi. Loftur var
fæddur og alinn upp á Hallorms-
stað á Héraði. Að honum stóðu öfl-
ugar ættir gáfu- og manndóms-
manna. Hann óx upp í stórum hópi
mannvænlegra systkina og leitaði
sér fyrst menntunar í Mennta-
skólanum á Akureyri. Svo háttaði
þá til að þangað sóttu nemendur
hvaðanæva af landinu. Meirihluti
þeirra dvaldi í heimavist skólans
og var hún heimili þeirra mikinn
hluta ársins. Skapaðist þarna vin-
átta milli þeirra, sem er þeim dýr-
mæt til æviloka. Fram í hugann
raðast minningar um skemmti-
lega atburði og glaðar stundir frá
menntaskólaárunum, skemmti-
legasta skeiði lífsins að mati okkar
flestra sem hafa verið menntskæl-
ingar á Akureyri. Loftur var góð-
ur og glaðvær félagi, glæsilegur
maður, bjartur yfirlitum, kurteis
og ákomugóður. Hann var eldklár
námsmaður, eins og eldri bróðir
hans Hjörleifur, síðar alþingis-
maður og ráðherra, sem einnig
var nemandi í MA á sama tíma.
Loftur var oftast efstur eða næst-
efstur á prófum í sínum hópi.
Hann var greiðasamur við sam-
nemendur sína og fús að leiðbeina
þeim í námi ef þeir svo óskuðu.
Hann var vinsæll og hvers manns
hugljúfi. Einbeittur var hann í
stjórnmálaskoðunum og studdi
Sósíalistaflokkinn. Eftir stúdents-
próf vorið 1957 lagði Loftur leið
sína til Parísar og nam félagsfræði
og sagnfræði og útskrifaðist það-
an 1964. Stundaði hann síðan
kennslu við Kennaraskólann,
Kennaraháskólann og Háskóla Ís-
lands, síðari árin sem prófessor og
doktorspróf tók hann í sagnfræði
frá Háskóla Íslands 1990. Loftur
samdi fjölda ritgerða í samfélags-
og félagsfræði. Þá var hann for-
ystumaður í félögum sagnfræð-
inga og ritaði margar bækur, m.a.
um söguleg efni og uppeldismál.
Hin síðari ár höfum við bekkjar-
félagar fjölgað samfundum eftir
því sem tækifæri hafa gefist. Loft-
ur lét þar ekki hlut sinn eftir liggja
og var ennþá sami góði félaginn.
Við áttum glaða stund saman síð-
astliðið vor og Loftur lék við hvern
sinn fingur. þegar fundum bar
saman í haust hafði syrt í álinn hjá
Lofti. Hann var grátt leikinn af
krabbameini og með skerta
hreyfigetu vinstra megin. „Þetta
er vinstrivillan,“ sagði þessi gamli
vinstrimaður, æðruleysið og karl-
mennskan var óbuguð. Loftur var
vel giftur, kona hans var Hanna
Kristín Stefánsdóttir deildarstjóri
og varð þeim þriggja barna auðið.
Færi ég þeim innilegar samúðar-
kveðjur. Við æskuvinir Lofts
kveðjum hann með virðingu og
þökkum. Blessuð sé minning
hans.
Páll Pétursson.
Loftur Guttormsson var bestur
drengur þeirra sem mér var gefið
að kynnast og þekkja um ævina.
Þau kynni hófust á unglingsaldri
fyrir rúmum 60 árum í Mennta-
skólanum á Akureyri og urðu
fljótt að vináttu sem ekki bar
skugga á, né neitt fékk breytt,
þótt ólíkir værum um flest og árin
yrðu að áratugum.
Við vorum sambekkingar og
deildum herbergi einn veturinn á
heimavist skólans svo og hugsjón-
um þeirra löngu liðnu tíma. Sam-
an héldum við til náms til Frakk-
lands haustið 1958 og eftir langa
ferð og stranga um það ljúfa
Frakkland með mánaðar viðkomu
í París náðum við suður til Mið-
jarðarhafs og innskráðumst við
Háskólann í Aix-Marseille og
Loftur í sagnfræði, sem síðan varð
hans viðfangsefni, köllun og ævi-
starf. Í Aix-en-Provence voru þá
ekki aðrir Íslendingar en við tveir
og dagleg samskipti treystu vin-
áttuböndin. Aix var þá hljóðlátur
háskólabær og á síðkvöldum
heyrðist fátt nema kliður hinna
fornu brunna, sem léðu borginni
nafn sitt. Gamla höfnin í Marseille
var okkur kærkominn viðkomu-
staður ef við söknuðum hafsins
Loftur var afburðanámsmaður,
dúx bekkjarins í menntaskóla, ag-
aður og vinnusamur, en þótt hann
gerði ætíð miklar kröfur til sjálfs
sín var hann þeim, sem gengu létt-
ari stigu, ætíð ljúfur og eftirlát-
samur. Það er erfitt að lýsa svo
góðum vini sem Loftur var mér,
en einhver heiðríkja hugans, and-
legur heiðarleiki og trygglyndi
ásamt æðruleysi og góðum gáfum
voru meðal þeirra eiginleika hans
sem koma nú í huga.
Loftur hélt áfram námi sínu í
sagnfræði við Sorbonne-háskól-
ann í París, þangað sem ég fylgdi
ári síðar. Á árum dvalar okkar
Lofts í Frakklandi geisaði illvígt
Alsír-stríðið og eftirstöðvar þess,
hryðjuverk og hervirki ýmis. Í Aix
varð þess lítt vart en í París var
loft allt lævi blandið, þótt lítt
hrelldi það hugi okkar, því við vor-
um ungir og lífið beið. Íslenskir
námsmenn voru þá fáir í París en
héldu mjög hópinn , og var Loftur
þar jafnan fremstur meðal jafn-
ingja. Select –Montparnasse var í
þann tíð samkomustaður náms-
fólks og furðulegt hve þessi mikla
borg var hljóðlát og hlý á heimleið
um nætur. Eitt árið Í París bjugg-
um við Loftur í gömlu hóteli rétt
við Sorbonne, en nú höfðu eigin-
konur bæst í hópinn, hún Hanna
hans Lofts og Guðný mín. Með-
fram námi sínu var Loftur tvö ár
lektor við Háskólann í Caen og
þýddi tveggja binda ritið Franska
byltingin eftir Albert Mathiez.
Námi sínu lauk Loftur með láði
1964 og doktorsprófi við Háskóla
Íslands 1990. Fræðistörf og
kennsla voru honum ástríða og
köllun eins og verk hans sýna og
sanna.
Árið 1963 kvæntist Loftur eft-
irlifandi konu sinni, Hönnu Krist-
ínu Stefánsdóttur, og saman áttu
þau börnin þrjú: Hrafn, Arnald og
Hönnu, sem nú eru öll fullorðið
fólk og afabörnin mörg. Mikill
harmur er nú að þeim kveðinn en
megi minningin um einstakan
maka, föður og afa létta þeim
byrðina.
Við Guðný sendum þeim inni-
legustu samúðarkveðjur og það
gera einnig sambekkingar hans
allir við Menntaskólann á Akur-
eyri sem eftir útskrift gengu með
honum út í sumarið fyrir hartnær
60 árum.
Héðinn Jónsson.
Loftur Guttormsson var einn
besti, ljúfasti og skemmtilegasti
kennari sem ég hef haft. Og svo
fannst mörgum öðrum nemendum
hans. Hann kom heim frá löngu
námi í Frakklandi árið 1964 og hóf
nokkru síðar að kenna í Kennara-
skóla Íslands, einum fjölmennasta
framhaldsskóla landsins um þær
mundir. Vafalaust hefur fræðileg-
ur metnaður hans staðið til annars
og meira en að kenna svo ungu liði
en ég hafði samt á tilfinningunni
að honum leiddist ekki kennslan.
Hann kom vel undirbúinn í tíma,
oft með skrifaða fyrirlestra um
mannkynssögu. Allt fas hans bar
suðurevrópskt yfirbragð, alpahúf-
an og pípan, og ekki síst handa-
hreyfingar upp á franskan máta
og orðafar sem gat verið frumlegt
og framandi. Svo sterkur mótandi
var hann að eftir tíma í sögu var
maður ósjálfrátt farinn að
gestikúlera í frímínútum. Hann
var afar vinsamlegur í garð nem-
enda og tilbúinn í pælingar þegar
færi gáfust, t.d. um heimspeki
Kristnihaldins eftir Laxness sem
kom út um þessar mundir. Hann
var frjálslegur í fasi öllu, engin
sundurgerð og seint gleymist
skólataskan hans úr góðu leðri
sem aldrei var borin feiti; mér
fyndist að hún ætti að fara á safn.
Hann var yfirvegaður. Það próf-
aðist rækilega í desember 1968
þegar snarpur jarðskjálfti skók
Reykjavík. Hann stóð við kenn-
araborðið í okkar bekk er vábrest-
ir urðu í veggjum og allt hristist
og skalf. Þrátt fyrir angistaróp og
skræki bifaðist hann ekki, róaði
hópinn, lét okkur finna frið á ný.
Alltaf lágu þræðir milli okkar
þótt skólavist lyki 1970. Samband
góðs kennara og nemanda hefur
tilhneigingu til að endast ævina út;
en alltaf þannig að virðing og jafn-
vel lotning nemandans lifir. Upp
úr 1990 hófst svo samvinna okkar
við útgáfu Kristni á Íslandi sem
Hjalti Hugason ritstýrði. Loftur
ritaði 3. bindi verksins, sem er af-
burðavel skrifað og vandað að allri
gerð. Það var mikill skóli að vinna
með þeim eins og undirbúningi
var háttað. Þá efldist samband
okkar á ný og tvíefldist svo upp úr
aldamótum þegar Loftur kom í
lomberklúbbinn okkar, vel lærður
í þeirri list. Það var alltaf tilhlökk-
un að koma í Hvassaleitið, þegar
spilað var þar, til Lofts og Hönnu
Kristínar sem hlóð kaffiborðið
veisluföngum svo að ekkert hóf
var á. Þar var hlýlegt að vera, og
menning á hverjum vegg, bækur,
listaverk, myndir.
Loftur var sérstakur samræðu-
snillingur, málhagur með afbrigð-
um, orðheppinn, fyndinn og kom
oft úr óvæntri átt í samtali. Orð-
stír hans er mikill í sagnfræði og
félagsfræði. Hann kenndi okkur
ekki aðeins lexíurnar, hann
kenndi með framkomu sinni, við-
horfi og viðræðu. Það var allt dýr-
mætara en ártöl og nöfn, hin
sanna uppfræðing. Það var mikið
happ að komast ungur undir
áhrifavald hans. Þess naut ég vel
og lengi. Og átti svo vináttu hans
ofan á annað er stundir liðu.
Óblítt lætur veröldin núna er
hún hrífur Loft frá okkur í fullu
fjöri. Hönnu Kristínu og öllu fólki
hans biðjum við blessunar og
styrks við svo sorglegt andlát boni
patris familias; hann var þeim öll-
um ástkær vinur.
Helgi Bernódusson.
Það er mikil gjöf á vegferð okk-
ar hvers og eins að kynnast og
eignast trausta vináttu öndvegis-
manna í samtíð. Þannig var vin-
átta Lofts Guttormssonar. Í bráð-
um tvo áratugi höfum við hist
vikulega í laugardagskaffi um há-
degisbil nokkrir vinir til að rök-
ræða vandamál og gleði veraldar.
Allir með sameiginlegan áhuga á
heimsmálunum og í senn mismun-
andi sýn, mótaða af langdvölum
við nám víðsvegar erlendis. Loftur
var þar einatt í essinu sínu, oft
upphafsmaður umræðna með víða
sýn og þverfaglega þekkingu.
Hann var mikill fræðimaður og
var það lagið að horfa einatt til
allra átta, fordómalaus í öllum
málum. Hann var í raun og sann
kennari af guðs náð, með víddir
þekkingar sinnar að leiðarljósi.
Þar á ofan var hann svo skemmti-
legur, með glitrandi húmor.
Loftur var einstakur fjöl-
skyldumaður. Gestrisni þeirra
Hönnu Kristínar vinkonu okkar
gleymir enginn sem fékk að njóta.
Þau hafa allar stundir verið saman
glöð og gefandi hvenær sem við
vinir höfum komið saman.
Hönnu Kristínu og fjölskyld-
unni allri vottum við einlægan
samhug okkar.
Við söknum vinar í stað.
Vigdís Finnbogadóttir,
Guðrún Hallgrímsdóttir,
Anna Einarsdóttir, Guðný Ýr
Jónsdóttir.
Loftur réði mig sem stunda-
kennara við Kennaraháskólann
sólbjartan dag í júní árið 1971. Ég
var að verða 24 ára gömul, með
splunkunýtt prófskírteini upp á
vasann í félagsfræði frá breskum
háskóla. Mér líkaði strax vel við
þennan fallega ljóshærða mann
sem var léttur í spori, með leiftr-
andi húmor, blik í augum og talaði
við mig eins og jafningja. Hann
sýndi mér skólann, líka þakher-
bergi á háaloftinu fullt af kössum.
Þarna var bókasafn hins nýja há-
skóla. Við settumst á sinn hvorn
kassann og ræddum um allt milli
himins og jarðar, en mest um fé-
lagsfræðina og menntun kennara.
Ég gleymdi feimninni þótt ég
fyndi fljótt yfirburði Lofts og
brennandi metnað hans um að
leggja sig allan fram. Samtalið var
blandað ensku og frönsku því ég
kunni ekki að tala um fræðigrein-
ina á íslensku. Áður en við kvödd-
umst rétti Loftur mér lítið fjölrit-
að kver, Félagsfræði. Kynning á
nokkrum hugtökum; hann sagðist
hafa gert tilraun til að þýða og
safna saman nokkrum hugtökum í
félagsfræði og bað mig að lesa
þetta gagnrýnið. Þarna var
grunnurinn kominn að fé-
lagsfræðilegri hugsun á íslensku.
Þessi fyrsti fundur var dæmi-
gerður fyrir samvinnu okkar
Lofts, sem átti eftir að reynast
mér í senn mentor og einlægur
vinur til æviloka. Við tóku
skemmtileg lærdómsár, nýjar
áskoranir, námskeið á Laugar-
vatni og Hrafnagili á vegum
Skólarannsóknardeildar, þar sem
Wolfgang Edelstein kenndi nám-
skrárfræði og prófagerð. Sam-
félagsfræðihópurinn tók til starfa
við námsefnis- og námskrárgerð
undir forystu Wolfgangs og Lofts.
Loftur
Guttormsson