Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 73
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
✝ Kristín MargrétGuðjónsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. maí 1930. Hún
lést á deild A6 á
Borgarspítalanum
3. desember 2016.
Foreldrar Krist-
ínar voru Björg
Ólafsdóttir, f. 5.
apríl 1902 í Reykja-
vík, d. 30. júní 1972,
og Guðjón Jónsson,
f. 10. nóvember 1895, frá Haf-
þórsstöðum í Norðurárdal, d. 12.
október 1972. Systkini Kristínar:
Ásta Sigríður, f. 1928, d. 2009,
Halldóra Katrín, f. 1931, Ólafur
Hafþór, f. 1932, d. 2010, Hólm-
fríður, f. 1937, d. 2015, Ingibjörg,
f. 1940.
Kristín giftist 1. júní 1952
Ólafi Ásgeir Sigurðssyni frá
Vestmannaeyjum, f. 28. október
1929, skrifstofumanni og síðar
deildarstjóra sjódeildar hjá Al-
mennum tryggingum. Foreldrar
Ólafs voru Sigurður Ásgeir
Gunnarsson verslunarmaður frá
Vík í Vestmannaeyjum, f. 18.
febrúar 1902, d. 12. október
1941, og Sigríður Geirsdóttir frá
Reykjavík en 1942 flutti fjöl-
skyldan að Jaðri við Sundlauga-
veg, síðar Brúnaveg 1. Fyrstu tvö
ár hjónabandsins bjuggu Kristín
og Ólafur í Vestmannaeyjum,
næstu fimm árin á Barónsstíg 49.
Árið 1959 var aftur flutt á Brúna-
veginn, nú á númer 3, þar sem
hún ásamt þremur systkinum
byggðu húsið Brúnaveg 3 og 5 og
bjuggu þar með fjölskyldur sín-
ar. Kristín og Ólafur fluttu árið
2012 í Hvassaleiti 56.
Kristín útskrifaðist úr
Kvennaskóla Reykjavíkur 1948,
vann við verslunarstörf í Oculus,
undirfata- og nærfataverslun, fór
til Noregs og stundaði nám við
Riisby Husmorskole, Dokka í
Noregi, veturinn 1949-1950,
starfaði síðan á skrifstofu
Sjúkrasamlags Reykjavíkur þar
til hún gifti sig og helgaði sig
húsmóðurstörfum og barnaupp-
eldi. Hún hafði umsjón með
styrktarmannakerfi Sjálfstæð-
isflokksins frá upphafi þess 1989
til ársins 2000 er hún hætti fyrir
aldurs sakir, áður hafði hún unn-
ið árum saman við happdrætti
flokksins.
Sundlaugarnar stundaði hún
frá unglingsaldri fyrst í Sund-
deild KR og síðar næstum dag-
lega í Laugardalslaug meðan
heilsan leyfði.
Útför hennar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 15. desember 2016,
klukkan 13.
Kanastöðum í Vest-
mannaeyjum, síðar
saumakona í
Reykjavík, f. 7. júlí
1907, d. 29. nóv-
ember 1985.
Börn Kristínar
og Ólafs eru 1)
Björg, f. 6. apríl
1952, maki Þröstur
Guðmundsson, þau
ættleiddu Kristínu
Margréti, sambýlis-
kona hennar er Natasha Björk
Brynjarsdóttir. 2) Sigurður Ás-
geir, f. 18. september 1954, 3)
Halldór Gunnar, f. 16. júlí 1958,
d. 18. september 2014, börn hans
eru Ásgeir, unnusta hans er
Ragnhildur Dóra Elíasdóttir og
eiga þau dótturina Karítas Öldu,
Arndís, sambýliskona hennar er
Berþóra Gná Hannesdóttir, Sig-
urður, unnusta hans er Kristrún
Björg Nikulásdóttir. 4) Ólafur
Kristinn, f. 18. apríl 1963, maki
Anna María Bjarnadóttir, börn
þeirra eru Marey, unnusti henn-
ar er Birgir Blöndahl, og Bjarni
Valgeir.
Kristín fæddist í Reykjavík og
bjó fyrstu árin á Öldugötu 47 í
Augnablikið er ljúfsárt, það er
komið að leiðarlokum, þú hefur
lokað augunum, ert laus við súr-
efnið, hóstann og verkina í fótun-
um og ég hugsa til baka.
Eftir að mamma útskrifaðist úr
Kvennó lá leiðin á Riisby-hús-
mæðraskóla í Noregi þar sem hún
óf dúka, prjónaði barnaföt og
handsaumaði ungbarnakjóla sem
flest börn fjölskyldunnar hafa far-
ið í heim af fæðingardeildinni.
Þegar ég útskrifaðist sem hjúkka
saumaði hún útskriftarkjólinn
minn. Nú sit ég í sloppnum henn-
ar með kjólinn í höndunum og dá-
ist að saumaskapnum. Hún prjón-
aði á okkur peysur, saumaði föt,
og m.a. fórnaði silkisloppnum í
bardagaskikkjur á bræðurna. Því-
líkur listamaður, það lék allt í
höndunum á henni.
Pabbi vann úti, hringdi heim
klukkan 13, svo fékk hún koss
þegar hann kom heim. Mamma sá
um heimilið, smurði nesti í skól-
ann, ristað brauð, snúðar og kakó
eftir skóla, heitur matur á kvöldin,
skrældar skyldu kartöflurnar
vera, hún meira að segja tók bein-
in úr fisknum fyrir pabba, sem er
Vestmannaeyingur. Bakaði á
föstudögum, súkkulaðiköku,
astraköku og kókósmjölsköku,
sem allar voru horfnar á sunnu-
dögum þegar við fengum rjóma-
tertu eftir hádegissteikina. Þessar
uppskriftir eru skyldubakstur í
viðburðum fjölskyldunnar. Það
var alltaf allt í röð og reglu, hægt
og hljótt var þvotturinn brotinn
og straujaður, eldhúsið eins og
ekkert hefði verið eldað, jafnvel á
jólunum.
Hárgreiðsla var fastur liður í
tilveru mömmu, t.d. hjá Dúdda
eða á Brúnó, þegar ég gekk með
græjurnar á milli systranna, setti
í þær rúllur, túberaði og lakkaði
vel yfir. Hún fór í lagningu daginn
sem hún fór á spítalann.
Eftir að við systkinin uxum úr
grasi fór hún að vinna „hjá
Flokknum“ og átti þar mjög góð
ár. Skrifaði ávísanir sem hún hafði
ekki gert áður, því pabbi sá um
það, en eins og annað lék það í
höndunum á henni.
Þegar við fluttum til útlanda
skellti hún sér í að læra á tölvu-
póst, og síðan á Skype. Ef ég var
ekki búin að hringja á ákveðnum
tíma hringdi hún: „Ég var að spá
hvort Skype-ið væri bilað.“ Hún
fylgdist vel með sínu fólki og við
hlógum oft að „Tilkynningaskyld-
unni“, hún var ekki alltaf „sof-
andi“ þegar við komum heim, en
sagði aldrei neitt. Ef við fórum
eitthvert var alltaf hringt og látið
vita um náttstað, henni fannst
gott að vita hvar hennar fólk var.
Hún hafði ánægju af ferðalögum
og var mikill sóldýrkandi.
Mamma reykti, og síðustu fjög-
ur árin hefur hún verið háð súr-
efni allan sólarhringinn.
Þau fluttu í Hvassaleiti 56 og
systurnar frá Jaðri mættu í bingó
og á aðra atburði sem þær hafa
notið. Þessi ár hefur mamma farið
margar ferðir á sjúkrahús, aldrei
kvartað og fengið frábæra þjón-
ustu. Það er erfitt að vera hjúkr-
unarkona og aðstandandi. Ég er
mjög stolt af hjúkrunarsystrum,
læknum og starfsfólki fyrir frá-
bæra umönnun mömmu, hafið
mikla þökk fyrir. Það er skömm
að því að það skuli ekki vera búið
betur að ykkur.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Björg.
Elsku amma mín. Nú þegar þú
ert fallin frá eftir erfiða baráttu
við veikindi undanfarin ár hugsa
ég til baka og minnist þín með
gleði í hjarta og bros á vör. Öll
skiptin sem ég heimsótti ykkur
afa minnist ég þess aldrei að hafa
séð þig í vondu skapi. Þú varst
alltaf brosandi og glöð, sama
hvernig heilsan var. Þegar við
barnabörnin vorum yngri gafstu
þér alltaf tíma til að leika við okk-
ur og eftir að ég eignaðist Karítas
Öldu og gerði þig að langömmu
hafðirðu alltaf tíma til að leika við
hana þó að heilsunni hafi verið
farið að hraka. Karítas Öldu
fannst alltaf gaman að koma til
langömmu. Fá dósina sína með
Cheeriosinu og rúsínunum og
púsla eða leika sér eitthvað annað
með langömmu sinni. Ég hef líka
lært að meta það undanfarin ár
hversu fallegt samband þú og afi
áttuð. Þið leiddust um allt eins og
ástfangnir unglingar og voruð
greinilega afskaplega hamingju-
söm saman eftir 65 ár í hjóna-
bandi. Það var yndislegt að sjá.
Takk fyrir allt, amma mín, og
hvíldu í friði.
Ásgeir Halldórsson.
Elsku amma mín, það er und-
arlegt að hugsa til þess að þú takir
ekki á móti okkur lengur í
Hvassaleitinu. Þegar ég hugsa til
baka koma bara jákvæðar hugs-
anir upp, alltaf varstu í góðu skapi
og tókst öllum opnum örmum. All-
ar heimsóknirnar á Brúnó standa
manni efst í huga enda bjugguð
þið afi þar frá því að ég man eftir
mér. Það eru margar góðar minn-
ingar sem við eigum saman, hvort
sem það voru jólin, afmæli eða
bara heimsóknirnar um helgar
eða á virkum dögum – þú varst
alltaf svo góð við mig og okkur
barnabörnin. Ég veit að afi heldur
sínu striki og heldur áfram að
vera uppteknasti eldri maður sem
ég þekki, þrátt fyrir það að þú sért
farin. Hann saknar þín sárt eins
og við hin en sem fjölskylda förum
við saman í gegnum þessa daga og
minnumst þín mikið. Elsku
amma, ég veit að þér líður betur
núna og ert komin á góðan stað.
Í lokin skil ég eftir bænina sem
þú kenndir mér og fórst með fyrir
mig þegar ég var í pössun hjá
ykkur afa á Brúnó.
Ég elska þig og sakna þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jóns.)
Þín ömmustelpa,
Arndís Halldórsdóttir.
Ég var fimm ára þegar við
fluttum inn á Brúnaveg af Bar-
ónsstíg, og þú byrjaðir að fara
með mig í gömlu laugarnar í
Laugardalnum, sem voru í næsta
nágrenni. Ég erfði sjálfsagt sund-
genið frá þér, einn systkina, þar
sem þú hafðir stundað sund með
sunddeild KR þegar þú varst
yngri. Ég var samt frekar vatns-
hræddur til að byrja með, sér-
staklega eftir að fyrsti sundkenn-
arinn, hann Eiríkur, var næstum
búinn að drekkja mér. Ég náði
mér þó smám saman, með þinni
hjálp, og fór að æfa með sund-
deild Ægis þegar ég var 16 ára.
Ég man hvað þú varst stolt af
mér, þegar ég fáeinum mánuðum
síðar, var kominn í fremstu röð,
eins og þú hafðir verið á sínum
tíma.
Þú sást til þess að ég leið ekki
skort í gegnum allan keppnisferil
minn, og skipti þá ekki máli á
hvaða tíma sólarhringsins æft var,
við lítinn fögnuð systkina minna.
„Siggi fær alltaf steik eða kjúkling
klukkan 10 á kvöldin“ var við-
kvæðið hjá þeim þegar þú varst að
sinna mér. Ég borðaði víst álíka
mikið og þau öll hin til samans, en
samt var ég alltaf orðinn svangur
fljótt aftur. Svo komuð þið líka
alltaf saman, þú og pabbi, á sund-
mót þegar ég var að keppa, og var
það mér mikil hvatning. Alla tíð
síðan hefur aldrei skort á stuðn-
ing þinn eða ástúð í minn garð.
Nú er komið að leiðarlokum,
elsku mamma. Þín verður sárt
saknað, og minning þín lifir í
hjarta mínu.
Sigurður Ásgeir.
Kristín Margrét
Guðjónsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs
sonar míns, bróður, mágs og frænda,
EYSTEINS SKARPHÉÐINSSONAR,
Heiðarhvammi 3,
230 Reykjanesbæ.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki
D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir einstaka alúð og umhyggju.
.
Anna Margrét Jónsdóttir
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
Njáll Skarphéðinsson
Jón Valgeir Skarphéðinsson Anna Andrésdóttir
Sigurður Skarphéðinsson Linda Hrönn Birgisdóttir
Rakel Valsdóttir Jón Oddur Guðmundsson
og frændsystkini.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát okkar yndislegu
MARGRÉTAR SIGURJÓNSDÓTTUR
(Maggýjar),
til heimilis að Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum,
áður Brimhólabraut 5,
sem lést mánudaginn 21. nóvember. Við erum ykkur þakklát.
.
Elías Gunnlaugsson,
Hjördís Elíasdóttir, Hannes Thorarensen,
Björk Elíasdóttir, Stefán Örn Jónsson,
Viðar Elíasson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
JÓN G. H. GUÐLAUGSSON
hlaupari
lést 4. desember á hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð, Akureyri. Útför hans fer fram
frá Höfðakapellu, Akureyri, föstudaginn 16.
desember klukkan 13.30. Fyrir hönd
aðstandenda,
.
Margrét Þórhallsdóttir.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma okkar,
SÆBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR,
búsett á Patreksfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 13.
desember. Hún verður jarðsungin frá
Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 17. desember klukkan 11.
.
Haraldur Þorsteinsson, Anna Guðmunds,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, ömmu og
langömmu,
AÐALHEIÐAR MARGRÉTAR
SNORRADÓTTUR.
Innilegar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða fyrir
vinsemd við hana og góða umönnun.
.
Sigríður Bjarnadóttir,
Sigrún Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson,
Pálmi Jóhannesson, Soffía Kjaran,
Sigurður Jóhannesson, Halla Hafdís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN TÓMASSON
frá Sauðárkróki,
Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 12. desember. Hann verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember klukkan 13.
.
Elinborg Jónsdóttir,
Valgerður Katrín Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Ragnar Sigurðsson,
Guðmundur Árni Jónsson, Lára Nanna Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HREINN STEINSSON
frá Siglufirði,
til heimilis að Sléttahrauni 25,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. desember,
klukkan 13.
.
Anna Sigrún Hreinsdóttir, Þórður Þórðarson,
Steinunn Hreinsdóttir, Örn Geirsson,
Vilhjálmur Hreinsson, Fríða Rut Heimisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN KARLSDÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 9. desember, verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
19. desember klukkan 13.
.
Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir,
Lárus Blöndal, Anna Kristín Jónsdóttir,
Anna Ben Blöndal, Haraldur Hallgrímsson
og barnabörn.