Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 76

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 J ens Garðar Helgason fædd- ist á Eskifirði 15.12. 1976 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1996 og stundaði nám í við- skiptafræði við HÍ 1997-2000. Jens Garðar hóf störf hjá Fiski- miðum ehf. 1999 og hefur verið fram- kvæmdastjóri félagsins frá 2002. Hann hefur setið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar frá 2006 og hefur ver- ið formaður bæjarráðs Fjarðabyggð- ar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu frá 2010. Þá hefur hann verið formaður Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi frá stofnun, 2014. Jens Garðar sat í stjórn SUS og hefur starfað í nefndum fyrir unga sjálfstæðismenn og Sjálfstæðisflokk- inn frá 15 ára aldri. Hann hefur átt sæti á framboðslistum fyrir flokkinn fyrir alþingiskosningar frá 18 ára aldri að undanskildum síðustu kosn- Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri – 40 ára Með sjómannsblóð í æðum Jens Garðar í fjörunni við Hólmana í Reyðarfirði og synir hans, þeir Thor og Vöggur. Eskfirðingur í húð og hár og pólitísk veiðikló Flottir félagar Frá aðalfundi veiðifélagsins Svarta höndin. Talið frá vinstri: Egill Örn, Guðjón Þór, Svavar Þór, afmælisbarnið og Einar Andrésson. Ingimar Einarsson, fyrrverandi leigubílstjóri, heldur upp á 90 ára afmæli sitt laugardaginn 17. des- ember 2016. Af þessu tilefni verð- ur Ingimar með opið hús á heimili sínu milli kl. 15.00 og 18.00 að Laugarnesvegi 87, íbúð 302. Árnað heilla 90 ára Jóhann Vignir Gunnarsson var staddur í „Læknishúsinu“ á Fá-skrúðsfirði í gær þegar hann heimsótti Loðnuvinnsluna þar. Ídag eyðir hann hins vegar fertugsafmælinu á norðanverðu Snæ- fellsnesi þar sem hann heimsækir Hraðfrystihúsið á Hellissandi og Sjávariðjuna. „Ég er að vinna í sölumálum og framleiðsluferlum hjá Þorbirni í Grindavík og er nú að heimsækja önnur fiskvinnslufyr- irtæki og mæla nýtingu á skurðarkerfum í vinnsluvélum í sjávar- útvegi. Fiskvinnsla er feikilega tæknivædd og framsækin hér á landi þar sem allt snýst um gæði, nýtingu og hagkvæmni. Því þarf að fylgj- ast vel með.“ En hefur Jóhann Vignir unnið lengi hjá Þorbirni í Grindavík? „Það fer nú svolítið eftir því hvernig á það er litið. Strangt tekið byrjaði ég þar í síld við hliðina á mömmu þegar ég var átta ára, vann síðan í salfiski hjá Þorbirni og var á sjó, á netabátum og ís- og frysti- togurum á framhaldsskólaárunum. Ég lauk síðan tölvunarfræði frá HR, vann í London um skeið og síðan í tölvubransa hér á landi í fyr- irtæki sem rann inn í annað fyrirtæki sem síðan rann inn í Landsbank- ann. Við hjónin fluttum svo til Grindavíkur þegar ég hóf aftur störf hjá Þorbirni og höfum búið þar frá 2013, keyptum þar gamalt hús, gerðum það upp og erum hæstánægð. Eiginkona Jóhanns Vignis er Matthildur Gunnarsdóttir sem vinnur í fjármáladeild Bláa lónsins og eiga þau þrjú börn, Heklu Sóleyju sem er sjö ára, Snædísi Lilju, fimm ára og Friðrik Hrafn, þriggja ára. Afmælisbarnið Jóhann vinnur að sölumálum hjá Þorbirni í Grindavík. Á Snæfellsnesinu á afmælisdaginn Jóhann Vignir Gunnarsson 40 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÁrmúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Sirrý lögg. fasteignasali Erna Vals lögg. fasteignasali Íris Hall lögg. fasteignasali
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.