Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16
Erró
grafík – sölusýning
Sýningar í Gallerí Fold til jóla
Ísland fyrir börn og fullorðna
Linda Ólafsdóttir
Sýning á frumteikningum úr
barnabókinni Íslandsbók barnanna eftir
Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur.
Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
og Fjöruverðlaunannna.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fréttir af velgengni tónskáldsins Jó-
hanns Jóhannssonar eru tíðar, nú
síðast að hann hefði verið tilnefndur
til Golden Globe-verðlaunanna fyrir
tónlist sína í myndinni Arrival, en
hann fékk einmitt Golden Globe-
verðlaun fyrr á árinu fyrir tónlistina
í myndinni The Theory of Every-
thing.
Það bar og fleira við á árinu, því
Jóhann sendi frá sér sólóskífuna
Orphée sem þýska stórfyrirtækið
Deutsche Grammophon gaf út.
Það er því ærið tilefni að ræða við
Jóhann og hann tekur þeirri mála-
leitan vel þegar ég hringi í hann til
Berlínar þar sem hann hefur búið
undanfarin ár. Samtal okkar hefst
með spjalli um merkimiða sem eru
blaðamönnum mjög kærir, en tón-
listarmenn kunna alla jafna illa lítt
að meta. Jóhann segist til að mynda
ekki vel sáttur við það þegar tónlist
hans er sögð klassísk tónlist eða ný-
klassísk, hvort tveggja sé mjög óná-
kvæm lýsing á því sem hann er að
gera. „Það eina sem er nákvæmt við
þá merkimiða er að ég er að nota
samskonar hljómsveitarskipan og
notuð er hjá sinfóníuhljómsveitum
sem spila oft klassíska tónlist og líka
barokktónlist, nútímatónlist og svo
framvegis. Fyrir mér eru þessi
hljóðfæri þó bara tæki, þetta er bara
hluti af minni tónsmíðapallettu, þeim
hljóðaheimi sem ég nota og mér
finnst það ekki gera mig að klassísku
tónskáldið að nota strengjakvart-
ett.“
Kategoríur skipti minna
„Ég er tónskáld og mér finnst
engin ástæða til að upphefja það orð
sérstaklega. Bubbi er tónskáld og
Megas er tónskáld þótt það sé
kannski nákvæmara að kalla þá
lagasmiði af því þeir semja líka
texta, en Miles Davis er líka tón-
skáld.
Ég á oft þessar samræður við
blaðamenn því það eru allir í vand-
ræðum með hvað á að kalla þá tónlist
sem ég sem. Mér er í raun alla jafna
sama hvað menn kalla tónlistina, en
læt það oft í ljós að ég sé ekki sáttur
við það þegar menn segja tónlistina
klassík eða nýklassík. Ég er bara á
mínum bás að gera mitt þó ég finni
samhljóm með ákveðnum sam-
ferðamönnum. Ég finn til dæmis
mikla tengingu við tónlistarmenn
eins og Stephen O’Malley úr Sunn
O))), ágætur vinur minn og við höf-
um unnið vel saman, en síður við
Max Richter en okkur er oft líkt
saman.
Ég held að kategoríur skipti
minna máli fyrir fólk dag, það er eitt
af því jákvæða við breytingar á
dreifingu á tónlist að þegar maður
setur iTunes á slembispilun stekkur
maður frá strengjakvartett eftir
Sjostakovitsj yfir í svartmálm. Mitt
tónlistaráhugasvið er mjög vítt og ég
hef áhuga á tónlistarmönnum sem
eru að gera eitthvað afgerandi, eitt-
hvað nýtt og spennandi. Það er
heimurinn sem ég hrærist í hvort
sem viðkomandi er að semja sam-
tímatónlist eða raftónlist eða spuna
eða tilraunir. Flokkunin skiptir mig
engu máli heldur það hversu áhuga-
verð og hversu sterk rödd listmanns-
ins er.“
Átta plötur á fjórum árum
Jóhann hefur verið iðinn við tón-
smíðar á undanförnum árum enda
mjög eftirsóttur sem kvikmynda-
tónskáld og á síðustu fjórum árum
hafa þannig komið út átta plötur
með kvikmyndatónlist. Þegar Orp-
hée kom út voru aftur á móti fimm ár
frá síðustu sólóskífu Jóhanns, The
Miners’ Hymns, sem hann vann með
Bill Morrison. Sú tónlist heyrðist
fyrst með samnefndri kvikmynd, eða
kvikmyndaverki, en Jóhann segist
líta á plötuna frekar sem sólóplötu
en sem kvikmyndatónlist enda var
tónlistin samin fyrst og myndin síð-
an klippt við hana. „Það má þó
kannski segja að The Miners’
Hymns sé á mörkunum, enda var
hún samvinnuverkefni, en síðasta
hreinræktaða sólóplatan af gamla
skólanum var aftur á móti Ford-
landia sem kom út 2008.“
Harmónísk stígandi
sem flæðir upp á við
– Þótt það séu mörg ár frá síðustu
sólóskífu hefur þú haft nóg að gera,
sem sést til dæmis á því að það hafa
komið út átta plötur á síðustu fjórum
árum og Orphée er sú níunda.
„Ég fer í stúdíóið á hverjum degi,
þó að ég vinni kannski ekki allan
daginn, alla daga, þannig að ég
kemst yfir mikið.“
Jóhann segir að Orphée sé byggð
á efni sem varð til 2009 þegar hann
samdi helstu hlutana í því verki og
átti að verða næsta sólóplata á eftir
Fordlandiu. „Svo fóru önnur verk-
efni aftur á móti að taka meiri tíma
og síðan fór allt þetta Hollywood-dót
í gang þannig að ég hafði minni tíma
til að sinna þessari plötu. Ég sinnti
henni þó alltaf eitthvað á hverju ári
þannig að það var stöðug þróun frá
2009 til 2016.
Ég notaði líka tækifæri þegar ég
var að taka upp orgel fyrir eitthvert
verkefni og tók þá upp orgel í leið-
inni fyrir eitthvað lag á Orphée.
Stundum setti ég upp upptökulotu
þegar ég var með eitthvað ákveðið
fyrir plötuna sem mig langaði til að
taka upp en síðan er þetta eins og
vistkerfi hugmynda sem eru tengdar
grunnhugmyndinni á plötunni.
Grunnmótívið er hljómagangur,
harmónísk stígandi sem flæðir upp á
við, eins og hún sé á endalausri upp-
leið. Það fyrsta plantan og síðan
spruttu greinar út frá stofninum sem
byggðust á þessari grunnhugmynd.“
Hef ræktað garðinn í sex ár
„Á sólóplötum mínum hef ég oft-
ast byrjað með grunnhugmynd, en
til dæmis eins og IBM 1401, A
User’s Manual og Fordlandia. Upp-
haf þeirra var ákveðin hugmynd sem
mótaðist áður en ég byrjaði að semja
tónlistina. Orphée óx aftur á móti og
það má segja að ég hafi verið að
rækta garðinn í þessi sex ár. Í lok
síðasta árs tók ég svo loksins ákvörð-
un um að klára plötuna og þá fór líka
fullt að gerast, þegar maður fær
skilafrest og hlutirnir verða raun-
verulegir þá gerist fullt og þá
spruttu upp nýjar hugmyndir og
nýjar tengingar.
Mér þykir mjög vænt um þessa
plötu og hún er persónuleg að ýmsu
leyti. Óhjákvæmilega er hún eins
konar dagbók yfir þessi sex ár, yfir
tímabil þar sem ég var hægt og hægt
að flytja frá Danmörku hingað til
Berlínar, hlutir í mínu persónulega
lífi breyttust og sambönd breyttust,
gömul sambönd dóu og ný mynd-
uðust. Þetta er dagbók að einhverju
leyti, eins mikið og hægt er að gera
það með leikinni tónlist, en síðan
tengdi ég við goðsögnina um Orfeus.
Ég veit eiginlega ekki almenni-
lega af hverju, það tók mig dálítinn
tíma að átta mig á því af hverju ég
var að tengja Orfeus við þetta allt
Ég er bara á mínum bás
Á síðustu fimm árum hefur Jóhann
Jóhannsson samið tónlist við ellefu
kvikmyndir Loks gafst tími fyrir
sólóplötu og Orphée kom út í haust
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson
hefur sent frá sér átta plötur á síðustu
fjórum árum, Orphée er sú níunda.