Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 89

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Form þessarar bókar semVigdís Grímsdóttirskráði eftir frásögn Sig-ríðar Halldórsdóttur kemur töluvert á óvart. Að stofni til er hún samtalsbók en í löngum köflum er brugðið út frá þeirri að- ferð í ævisagnaritun svo að stund- um er eins og hér sé um sjálfs- ævisögu að ræða. En svo er lesandanum aftur kippt inn í nútímann þegar spyrill- inn Vigdís reynist hafa skoðun á ýms- um efnis- atriðum. Létt spjallbók er hún ekki – til þess eru stöll- urnar allt of kjarnyrtar og kreddu- fastar. Bréf til og frá ýmsum með- limum stórfjölskyldunnar fylgja með til að varpa ljósi á fortíðina og tíðarandann og víða vísað í myndir. Sendibréf Sigríðar og pistlar sem birtust áður í Helgarpóstinum sýna hve lipur penni hún var. Mest nýnæmi er að mannlýsingum eftir börn hennar og nána vini þar sem viðfangsefnið er Sigríður sjálf eins og hún kemur þeim fyrir sjónir í nútíðinni með tilvísun í liðinn tíma. Þessir kaflar vöktu nokkra furðu en skýringin fannst þegar und- irtitli bókarinnar skaut upp í hug- ann. Gömlu, góðu minningabæk- urnar sem tíðkuðust a.m.k. til loka sjöunda áratugarins voru einmitt safn vitnisburða vina eigandans. Brotakennd frásögnin kallast á við óreiðu endurminninganna og úr ómælisdjúpi fortíðarinnar eru dregnar upp svipmyndir úr lífs- hlaupi Sigríðar sem gefa lesand- anum einhverja nasasjón af því hver hún er. Eða kannski væri réttara að dregin sé upp sú mynd sem Sigríður vill að ókunnugir fái að sjá. Það er ekkert farið í felur með þetta; ákveðin mál, þótt tæpt sé á þeim, eru ekki til umræðu, ekki einu sinni undir rós, hvað þá milli lína. Ríkjandi þáttur í frásögninni er Sigríður í hlutverki dóttur, systur, barnabarns, eiginkonu, vinar og umfram allt móður enda eru flestir sem koma við sögu mjög eftir- minnilegir. En öðrum þræði er þetta sagan um sjálfstæðisbaráttu konu sem mátar sig við öll hlut- verkin í leit að sér sjálfri en ber óhjákvæmilega líka frammistöðu sína saman við goðsagnakennda túlkun sinna nánustu á þeirra hlut- verkum. Inntak bókarinnar er hve þrúgandi það getur verið að lifa í skugganum þegar hvað það sem maður tekur sér fyrir hendur verð- ur borið saman við afrek annarra. Þessi bók vinnur á eftir því sem myndbrotin falla saman og heildar- myndin skýrist. Hún lætur mann ekki í friði þegar henni er lokið því það er eitthvað svo sérstakt við stöðu Sigríðar sem verður efni í ýmsa þanka um lífshlaup hennar og örlög. Hún man eftir öllum þeim sterku einstaklingum sem áttu þátt í að móta hana en setur líka fram þá kröfu að eftir henni sé munað: Mundu mig; ég man þig. Í skugga annarra Morgunblaðið/Árni Sæberg Minningabók Stöllurnar Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Grímsdóttir eru kjarnyrtar og kreddufastar í Elsku Drauma mín. Ævisaga Elsku Drauma mín – Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur bbbbn Eftir Vigdísi Grímsdóttur. Forlagið – JPV útgáfa, 2016. Innbundin, 303 bls. SVEINN HARALDSSON BÆKUR Leikkonan Meryl Streep setti met þegar hún var í vikunni tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í 30. sinn, að þessu sinni fyrir túlkun sína á Florence Foster Jenkins í sam- nefndri kvikmynd. Streep er tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki í söng- eða gamanleik. Þetta kemur fram á vef E News. Áður hafði verið tilkynnt að Streep hlyti verðlaunin kennd við Cecil B. Demille þegar Golden Globe-verðlaunin eru afhent í 74 sinn 8. janúar. Streep, sem er 67 ára, var fyrst til- nefnd til Golden Globe-verðlaunanna árið 1978 fyrir hlutverk sitt í The Deer Hunter. Hún vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun árið eftir sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Kramer vs. Kramer. Árið 2009 skráði Streep sig á spjöld sögunnar hjá Golden Globe sem sá sviðslistamaður sem oftast hafði verið tilnefndur til verðlaunanna, en það ár var hún bæði tilnefnd fyrir Doubt og Mamma Mia! Það ár hafði hún sam- tals verið tilnefnd 23 sinnum. Streep er einnig sá listamaður sem oftast hefur unnið til Golden Globe- verðlauna fyrir leik eða alls átta sinn- um, fyrir myndirnar Kramer vs. Kramer (1979), The French Lieuten- ant’s Woman (1981), Sophie’s Choice (1982), Adaptation (2002), Angels in America (2003), The Devil Wears Prada (2006), Julie & Julia (2009) og The Iron Lady (2010). Setur met í tilnefningum AFP Hæfileikarík Meryl Streep. Snemma í vor gekk læknir á eftir- launum inn í höfuðstöðvar Tajan- uppboðshússins í París með 14 óinn- rammaðar teikningar sem faðir hans hafði safnað. Sérfræðingur í gamalli myndlist leit á verkin og rak í roga- stans þegar hann sá í bunkanum teikningu af heilögum Sebastían, sem honum þótti teiknuð á kunn- uglegan hátt. Og þegar hann leit á bakhliðina rak hann í rogastans: þar voru rissuð einskonar vígatól og við þau fínleg spegilskriftin sem þekkja má af skrifum og teikningum Leon- ardos da Vinci. Fleiri sérfræðingar voru kallaðir til og þeir sáu að teikningin var gerð af örvhentum listamanni með kunn- uglega línuteikningu og staðfestu fyrsta mat, svo að segja án hiks; þetta væri teikning eftir endurreisn- armeistarann, talin gerð á árunum 1482 til 1485 í Mílanóborg. Og nú er lítil teikningin metin á 15,8 milljónir dala, um 1,7 milljarð króna. The New York Times segir sög- una af teikningunni. Í bók Da Vinci, Codex Atlanticus, sem varðveitt er í Biblioteca Ambrosiana í Mílanó, vís- ar hann til átta mynda sem hann hafi gert af heilögum Sebastíani og er þessi nýfundna teikning sögð kallast merkilega á við aðra eftir hann sem er varðveitt í Hamborg og er einnig með riss og skrift á bakhliðinni. Fundu teikningu eftir Da Vinci AFP Verðmæt Teikningin af heilögum Sabastían, sem eignuð er Da Vinci. AFP Spegilskrift Á bakhliðinni eru riss af stríðstólum og kunnugleg skrift. Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 5.40 SÝND KL. 8, 10 SÝND KL. 8, 10.45 SÝND KL. 5.40 HERRAFATAVERSLUN BIRGISFÁKAFENI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 553 1170 Opið mán-fös 10-18 og lau 11-16 Næg bílastæði Við höfum lækkað verð á öllum okkar vörum Gæðafatnaður fyrir alla herramenn frá Þýskalandi Jakkar frá 28.500,- Ullarfrakkar frá 28.500,-Jakkaföt frá 39.500,-Skyrtur frá 7.900,- Yfirhafnir frá 24.500,-Buxur frá 15.900,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.