Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 44

Fréttatíminn - 13.05.2016, Page 44
Gott að rappa Fyrir alla sem vilja ekkert með Eurovision hafa þá er uppskeruhátíð íslensku rapp- senunnar á Húrra tilvalið skjól. Hátíðin, Rapp í Reykja- vík, fer fram dagana 13.-15. maí og stíga á stokk allar stærstu rapphljómsveitir landsins. Gott að kaupa notað Undraheimurinn Tulipop, fatahönnunar- fyrirtækið As We Grow og barnaskóbúð- in Fló verða með barnafatamarkað á laugardaginn klukkan 11 á Fiskislóð 31. Á Loft Hostel selja ellefu glæsikvendi af sér spjarirnar klukkan 1 á laugardaginn. Gott að horfa á Eurovision Þrátt fyrir að framlag Ís- lendinga sé ekki í keppninni á laugardaginn þá heldur stuðið áfram. Gott er að fara í Eurovision-partí, bregða sér í gervi Eurovisionfara, velja sér framlag og drekka í hvert skipti sem einhver veifar í myndavélina. GOTT UM HELGINA Spurt er... Hver er uppskriftin að góðu Eurovision-partíi? ALÞJÓÐLEGU PARTÍIN SKEMMTI- LEGUST Laufey Björk Ólafsdóttir Verður að vera mikið af góðu fólki sem er betra að hafi áhuga á keppninni, þó það sé ekki algilt. Skemmtilegast er að fá fólk frá alls konar löndum og halda alþjóðlegt partý. Svo er nauðsynlegt að partí- gestir gefi lögum stig, fólk veðji á sigurvegara og fái verðlaun. Eins er snilld að finna land til að halda með, og auðvitað er nauðsyn að vera með gott að borða í Eurovision-partíinu. Nauðsynlegt á Eurovision- playlistann Framlag Svíþjóð- ar til keppninnar í ár og auðvitað Euphoria með Loreen GÓÐ HÁRKOLLA OG DRYKKUR Fannar Ingi Friðþjófsson Það er nauðsynlegt að leggja upp með góðan búning. Lykilatriði í því er að fjárfesta í góðri hárkollu, góð hárkolla skilar þér margvíslegum búningum. Þú getur í raun verið Selma Björns og Eyþór Ingi í sama partíinu með því að hneppa frá skyrtunni og setja hárið í snúð. Sterkur kokkteill og góðir búningar er uppskrift að góðu kvöldi. Nauðsynlegt á Eurovision- playlistann Divine með Sebastien Tellier BER AÐ OFAN EÐA GLIMMER- BÚNINGUR Elísabet Ólafsdóttir Uppskriftin að síðasta góða Eurovision-partíi var að horfa á keppnina ber að ofan til að fá mann- inn minn til að horfa með mér. Þess utan er uppskriftin að finna sér glimmerbúning og fara á Pallaball - Þá byrjar partýið kl. 19 og stend- ur alla nóttina. Á milli keppni og Pallaballs er svo YouTube-karókí. Nauðsynlegt á Eurovision- playlistann Heaven með Jónsa - Geggjað vangalag

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.