Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016
Frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem átti að jafna lífeyrisréttindi starfsmanna hins opinbera og starfsfólks á al
mennum vinnumarkaði, var einn
af ásunum í ermi fjármálaráðherra
fyrir þessar kosningar.
Forystumenn opinberra starfs
manna hlupu léttfætir á fund ráð
herra, baðaðir geislum myndavéla,
til að afsala sér glaðlega lífeyris
réttindum umbjóðenda sinna í
framtíðinni. Sínum eigin réttindum
og jafnaldra sinna gátu þeir ekki af
salað sér, þau eru varin af eignar
réttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Núna er málið í algeru uppnámi
og það verður ólíklega að lögum á
þessu þingi. Ástæðan er sú að for
ystumenn launþega virðast hafa
áttað sig á því að þeir höfðu samið
af sér.
Það er betra að flýta sér hægt. Bank
arnir eru nærtækasta dæmið.
Til að hægt væri að einkavæða
bankana var nauðsynlegt að sann
færa starfsmenn þeirra um að
breyta eftirlaunasjóði starfsmanna
Landsbankans og Seðlabankans
og afnema ríkisábyrgð á lífeyris
greiðslum.
Þetta var gert þegar bönkunum
var breytt í hlutafélög 1998, ríkið
reiddi fram eingreiðslu sem átti að
duga fyrir viðbótarútgjöldum vegna
þeirra sjóðfélaga sem höfðu þegar
áunnið sér réttindi. Á sama tíma
voru samþykkt lög frá Alþingi sem
banna stjórninni að hrófla við líf
eyrissgreiðslum sjóðfélaga.
Ljóst var að það gekk ekki upp.
Á árunum fyrir fall bankanna ríkti
mikil léttúð í starfsmannamál
um, yfirmenn og millistjórnendur
fengu ríflegar launahækkanir rétt
fyrir starfslok sem hækkuðu lífeyr
isgreiðslur langt um fram áætlan
ir, en lífeyrisgreiðslur miðuðust við
laun síðustu fimm ár fyrir hrun. Þá
var öðru starfsfólki gjarnan vísað á
eftirlaun, löngu áður en 67 ára aldri
var náð.
Fyrir hrun var sjóðurinn því að
niðurlotum kominn og sjóðfélagar
biðluðu til ríkisins um að taka aft
ur við ábyrgðinni áður en stefndi í
frekara óefni og véfengdu forsend
urnar sem lágu til grundvallar ein
greiðslu ríkisins á sínum tíma. Nú
er þolinmæði sjóðfélaga á þrotum
og það er í gangi málarekstur fyrir
héraðsdómi vegna þessa.
Lífeyrissjóður bankamanna, eins
og hann heitir í dag, skiptist í tvær
einingar, hlutfallsdeild, með þá inn
anborðs sem eiga að njóta réttinda
eins og fyrir einkavæðinguna og
eftirlaunasjóð hinna sem njóta
réttinda eftir að ríkisábyrgðin var
afnumin.
Þar eru auðvitað himinn og haf á
milli.
Þeir sem njóta gömlu réttindanna
hafa mikið fram yfir hina. Þeir eiga
rétt á því að hætta störfum mun
fyrr, ef starfsaldur leyfir, makalíf
eyrir er ríflegri og greiddur til ævi
loka og fleira og fleira. Þó hefur far
ið svo að lífeyrisgreiðslur þeirra
sem eru í hlutfallsdeildinni hafa
verið skertar um nær 10 prósent.
Það er ástæða málaferlanna núna.
Ba n k ast jóra r n i r og f ra m
kvæmdastjórarnir þurfa ekki að
reiða sig á lífeyrissjóð bankamanna
frekar en þeir vilja, því þeir semja
sjálfir um ríflegar starfslokagreiðsl
ur. Það þurfa hinsvegar háttsettir
millistjórnendur að gera og allt nið
ur í gjaldkera á gólfinu.
Gjaldkeri sem hafði 314 þúsund
krónur í laun árið 2014, eftir 32
ára starf, fær rúmar 200 þúsund í
eftirlaun í stað 222 þúsunda vegna
skerðingarinnar,.
Þegar lífeyrisréttindum ríkisstarfs
manna var breytt var greint á milli
A hluta og B hluta lífeyrissjóðs
ins, en þeir nutu þó báðir ríkis
tryggingar.
Manneskja með 314 þúsund krónur
í laun fengi 245 þúsund krónur í líf
eyri á mánuði í Bhluta Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins.
Það munar 45 þúsund krónum.
Munurinn liggur aðallega í ríkisá
byrgðinni.
Það er mikill ávinningur fyrir ríkið
að opna vinnumarkaðinn og losna
við lífeyrisskuldbindingar sem eru
að ríða ríkinu á slig. Það er ekki sátt
um það að helmingur landsmanna
beri ábyrgð á miklu hærri lífeyris
skuldbindingum fyrir ríkisstarfs
menn en hann á sjálfur völ á. En
kannski er rétt að taka sér aðeins
lengri tíma í að vinna málið áður en
lengra er haldið.
Því loforð eru létt í vasa.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
LOFORÐ ERU
LÉTT Í VASA
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri
og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Mogginn kaupir Andabæ
Eftir stutt bað var Jóakim alsæll með
kvótapeningana úr Vestmannaeyjum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.