Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 ÓMAR GUÐJÓNSSON, GÍTAR: „ÉG VEIT EKKI AF HVERJU VIÐ ERUM ALLTAF AÐ TALA UM ÞETTA SEM DJASS.“ ÓSKAR GUÐJÓNSSON, SAXÓFÓNN: „ÞAÐ ER DÝRT AÐ KOMAST AF ÞESSARI EYJU OKKAR JAFNVEL ÞÓ BANDIÐ SÉ EKKI STÆRRA EN ÞETTA.“ DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON, HLJÓMBORÐ: „TÓNLIST ER MARKAÐSSETT Í DAG EINS OG HÚN SÉ ALGJÖRLEGA TILBÚIN OG ÓBREYTANLEG EN ER LIFANDI.“ MAGNÚS TRYGGVASON ELIASSEN, TROMMUR: „VIÐ HÖFUM SEM BETUR FER ALLIR GAMAN AF ÞVÍ AÐ ÞVÍ AÐ HLÆJA.“ því að því að hlæja,“ segir hann. „Og það er mikið hlegið.“ Ómar bætir því við að líklega sé ekki gott að vera rifbeinsbrotinn á túr með ADHD. Hljómsveitin hefur komið sér ágætlega fyrir í djassklúbbasenu Norður-Evrópu, ekki síst í Þýska- landi, Sviss og Belgíu. Hún hefur leikið á 20 til 40 tónleikum árlega að undanförnu. „Það er dýrt að komast af þessari eyju okkar jafn- vel þó bandið sé ekki stærra en þetta,“ segir Óskar. „En hér viljum við vera. Konan sem bókar okkur á tónleika í Þýskalandi segir að hún gæti fundið tónleikastaði þar fyrir okkur í hverri einustu viku, ef við bara værum á svæðinu, en í stað- inn tökum þetta með áhlaupi þegar færi gefst.“ Alveg spes blanda Þegar best tekst til er tónlist ADHD nánast dáleiðandi. Í þannig seig- fljótandi lögum er saxófónn Ósk- ars eins og söngvari á róandi sem stendur fremst á sviðinu og syngjur flauelsmjúkur út í salinn. Síðan fer einhver á stökk, Ómar með gítar- inn, Davíð Þór við hljómborðið eða þá að Magnús slær í klárinn. Stund- um er eins og fjandinn sé laus og það er þessi teygja sem gerir ADHD blönduna svo heillandi, auk þess hve færir tónlistarmennirnir eru. Nú er Davíð Þór Jónsson, galdra- maður hljómborðanna, mættur í spjallið og um að gera að ræða tón- listina og ADHD-sándið. Ný plata, með nýjum lögum er upphafið á nýju tímabili hjá sveitinni, ekki niðurstaða. „Þetta er viðsnúningur frá því hvernig menn gerðu þetta í Nígeríu þegar Afrobeat tónlistin var upp á sitt besta á áttunda ára- tugnum,“ upplýsir Davíð Þór. „Þá var tónlistin unnin alveg í smáat- riði og svo spiluð opinberlega aft- ur og aftur þangað til að hún var tilbúin fyrir upptöku. Við snúum þessu við. Setjum saman hugmynd- ir, hljóðritum svo en þróum síðan lögin á sviði,“ segir Davíð. „Þetta er algeng spurning í listum, hvenær er hluturinn til? Í höfðinu á þér, á plötu eða á sviðinu á tíundu tón- leikum? Tónlist er markaðssett í dag eins og hún sé algjörlega tilbú- in og óbreytanleg en tónlist er lif- andi og verður til í fólki sem andar og hlustar.“ „Plöturnar eru eiginlega „blu- eprint“ af lögunum, drög eða fyrsta útgáfa,“ segir Óskar. „Ég fékk eiginlega sjokk um daginn þegar ég heyrði lag af plötu núm- er fjögur, sem við erum búnir að spila margoft síðan og heyrði hvað það hafði breyst mikið. „Við höf- um þetta eiginlega þannig að það mega allir byrja að spila lögin hvar og hvenær sem er. Þó að þetta séu lagasmíðar þá skrifum við ekki upp lista yfir þau fyrir hverja tónleika. Þetta getur verið spennandi þegar við erum að byrja á tónleikaferða- lögum og maður er dálítið ryðgað- ur, þá veit maður oft ekki hvað ger- ist og hver byrjar á hverju.“ Vikuritið The Economist, sem líka er með áhuga á menningu, fjallaði fyrr á árinu um nýjabrum í djasstónlist og það hvernig tón- listarmenn hafa endurskilgreint og opnað djasstónlist upp á gátt að undanförnu. En er tónlist ADHD, þessi sérstaka blanda, endilega djass? „Ég veit ekki af hverju við erum alltaf að tala um þetta sem djass,“ svarar Ómar. „Kannski er það af því að við notum saxófón og hann virkar stundum eins og söngvari sem ber uppi laglínuna. Allir geta komið með sín áhrif og þau geta komið úr öllum áttum. Þetta er opið í báða enda.“ Athyglin og veiðin ADHD kennir sig við sjúkdóms- greiningu sem margir skrifa á reikning áreitisins sem einkenn- ir líf okkar allra í samtímanum. Nafnið, segja þeir félagar, er heim- spekileg og húmorísk pæling um sjúkdómsgreiningar, hvað þær þýði og hvað lyfjagjafir og lausnir í þeim efnum þýði fyrir einstaklingana. Samt vilja hljómsveitarmeðlimirn- ir ekkert fara nánar í þessa sálma. Nafnið kom bara um árið og það festist vel á sveitinni. „Við eigum ADHD er hljómsveit sem gerir en æfir minna. Tónlistin verður yfirleitt til í hljóð- verinu og mótast á tónleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.