Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.12.2016, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 03.12.2016, Qupperneq 70
xxx. 10 | helgin. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016 Unnið í samstarfi við Heimilistæki Philips hefur sett á mark­að nýja kynslóð kaffivéla. Þetta eru alsjálfvirkar kaffivélar sem bjóða upp á allt það sem hefðbundnar espressó kaffivélar gera en að auki þá er hægt að breyta þrýstingi í vélinni þannig að hún útbýr venju­ legt uppáhellt kaffi einnig frá ný­ möluðum baunum. Þetta er gert með nýrri tækni „CoffeeSwitch“. Að auki eru vélarnar útbún­ ar hljóðlátum keramik malara, styrkstilli svo hægt er að velja hve sterkt kaffið á að vera. Þær eru með stórum vatnstanki og stórum tanki fyrir baunir svo sjaldnar þarf að fylla á vélina. Philips CoffeeSwitch vélarnar koma í þremur mismunandi útgáf­ um með venjulegum panarello stúti til að flóa mjólk, með sjálfvirkum froðunarstúti eða með mjólkur­ tanki þannig að hægt er að útbúa mjólkurdrykki með einum smelli. Ný kynslóð kaffivéla Philips CoffeeSwitch vélarnar hella bæði upp á venjulegt kaffi og útbúa fullkominn espresso. Ævintýraleg skíða- og borgarferð til Rúmeníu Gott skíðasvæði og margt að skoða. Unnið í samstarfi við Rúmeníuferðir Rúmenía er rúmlega helm­ingi stærra land en Ísland og þar búa um 20 milljónir. Tungumálið er rúmenska og er það mál sem kemst næst lat­ ínu. Höfuðborgin Búkarest, sem og allt landið, er örugg og fólkið gott, hjálpsamt og vel er tekið á móti gestum. Landið er fallegt með mikla sögu og margt þar að skoða. Verð­ lag í Rúmeníu er mjög gott og því ættu allir að geta gert vel við sig. Heimsins stærsta höll skoðuð Hjónin Jón Valur Smárason og Sig­ rún Una Kristjánsdóttir hafa verið búsett í Rúmeníu í 10 ár og reka ferðaskrifstofuna Rúmeníuferð­ ir. Þau hafa ferðast mikið, jafnt að sumri sem vetri og þekkja afar vel til í landinu. Í febrúar bjóða þau upp á skíðaferð til Poiana Brasov. Farar­ stjórar í ferðinni verða Jón Valur og Sigrún ásamt enskumælandi rúmenskum fararstjóra í rútunum. „Við skíðuðum fyrst þar sjálf árið 2004. Á skíðasvæðinu eru brekk­ ur við allra hæfi, góð aðstaða fyrir byrjendur og líka brekkur sem fá hörðustu skíðamenn til að svitna,“ segir Jón Valur. Ferðin er sambland af skíða­ og borgarferð og í lok ferðar verður gist í höfuðborginni Búkarest á fjögurra stjörnu hóteli í miðborginni og hún skoðuð. „Einnig verður stærsta höll í heimi skoðuð, höllin sem Nicolae Ceausescu byggði, þar sem eru meðal annars kristalsljósakrónur sem vega mörg tonn, allt þar er yfirgengilegt og ekki í neinum tengslum við samfé­ lagið,“ segir Jón. Kastali Drakúla greifa Frá skíðasvæðinu verður boðið upp á fjölbreyttar ferðir. „Þar má fyrst nefna ferð í Dracula kastalann en hann er í 20 km fjarlægð. Annar kastali eða virki frá árinu 1200 er í nágrenninu og Brasov, 250.000 manna borg, er í 12 km fjarlægð. Falleg borg á fallegum stað Gamli bærinn í Brasov er mjög áhugaverður, þar er mikið mannlíf og margt að skoða. Þangað er auðvelt að skreppa, t.d. eftir skíðin, og það kostar ekki nema rétt um 1000 krón­ ur með leigubíl. Í 10­12 km fjarlægð er griðastaður skógarbjarna, það eru nokkrir slíkir til í heiminum en þetta er sá stærsti. Þetta er ekki dýragarð­ ur og er hann aðeins opinn tvo tíma á dag. Yngri börn fá ekki að fara þar inn og sem dæmi þá þarf að slökkva á símum til að trufla ekki birnina.“ Gisting fyrir alla „Þessi ferð sem við erum að bjóða upp á núna gefur fólki möguleika á að fara í skíðaferð, borgarferð, skoða gamla kastala og fleira. Njóta þess að vera á glæsilegu skíðahóteli þar sem eru öll hugsanleg þægindi,“ segir Jón Valur en tekur þó fram að hægt sé að fá gistingu í öllum verðflokkum. „Í ódýrasta pakkanum hjá okkur er gist í fjallinu, enginn lúxus en allt snyrtilegt og frábær staðsetning. Hentar vel fyrir ungt fólk sem gefur ekki mikið fyrir lúxus en vill fá góða skíðaaðstöðu. Annar möguleiki er gott fjögurra stjörnu hótel, House of Dracula, skemmti­ legt hótel á góðu verði. Teleferic er glæsilegt nýtt fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett við hliðina á brekk­ unum. Þetta er lúxus pakkinn þar sem innifalið er skíðapassi, kvöld­ matur, aðgangur að góðu spa með nokkrum gufum, sundlaug, heitum útipotti og fleira,“ segir Jón. Kastali Drakúla greifa Í fjöllum Transylvaniu. Góðar brekkur Öll aðstaða til fyrirmyndar. Venjuleg Með venjulegum panarello stúti. Sjálfvirk Með sjálfvirkum froðunarstúti. Einn smellur Með mjólkurtanki, mjólkurdrykkurinn er til með einum smelli. Allar upplýsingar u m verð, ferðatím a og fleira má finna á rumeniuferdir .ro og á facebooksíð u Rúmeníuferða .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.