Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2017, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 11.03.2017, Qupperneq 35
Þegar á að hefjast handa vefst það þó fyrir mörgum að taka fyrstu skrefin og þar getur Fyrirtækjaþjónusta IKEA einfaldað lífið, hvort sem verið er að breyta og bæta eða byrja frá grunni. Vöruúrvalið er slíkt að í mörgum tilfellum þarf alls ekki að leita annað. Reynsla og þekking einfaldar viðskiptavinum verkið Tíminn er dýrmætur og honum jafnvel betur varið í annað en að velja húsbúnað, sækja og skipuleggja. Þetta veit starfsfólk fyrirtækjaþjónustunnar. „Við höfum aðstoðað fjölmarga við að innrétta gistiaðstöðu. Það hafa þá aðallega verið gistiheimili og lítil hótel, og þar höfum við öðlast mikla og góða reynslu,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir, starfsmaður fyrirtækjaþjónust­ unnar. „Eins hafa rekstraraðilar veitingastaða leitað til okkar og þar getum við aðstoðað með allt frá húsgögnum í setustofu, eldhúsi og borðsal til borðbúnaðar og skreytinga.“ Guðrún Hlín segir þarfir viðskiptavina afar mis­ munandi, sumir séu að gera upp fyrri aðstöðu en aðrir séu jafnvel að opna nýtt fyrirtæki og þá sé í mörg horn að líta. Starfsfólk fyrirtækjaþjónustunn­ ar veitir ráðgjöf og heldur utan um ferlið og innkaupin. Sú þjónusta sparar viðskiptavinum sporin við að skipuleggja hvað þurfi, finna vörurnar og koma þeim á áfanga­ stað. „Það einfaldar þeim ferlið því við skráum niður og höldum utan um viðskipti hvers og eins,“ segir Guðrún Hlín. „Þannig gleymist ekki neitt og við höfum það mikla þekkingu á vöruúrvali og þjónustu IKEA að við getum komið auga á þegar eitthvað má betur fara í skipulagningunni eða vöru­ samsetningu. Þetta eru fjölmörg vörunúmer þegar upp er staðið og þá er auðvelt að missa sjónar á ýmsu sem skiptir máli.“ Þannig fái viðskiptavinir betri yfirsýn yfir útgjöldin og spari líka tíma, sem virðist af skornum skammti hjá flestum. Umfang fyrirtækjaþjón­ ustunnar hefur vaxið gríðarlega undanfarið ár, og starfsfólki hefur fjölgað úr einum starfsmanni í sex á örfáum árum. „Það er góðs viti að þeir sem koma til okkar, leita yfirleitt til okkar aftur og það er gaman að fá að fylgjast með við­ skiptavinum sem hafa verið hjá okkur í mörg ár vaxa og dafna á því tímabili. Þá er ekki laust við að manni finnist maður eiga svolítið í þeim,“ segir Guðrún Hlín. Fjölbreytt flóra fyrirtækja Fyrirtækjaþjónustan aðstoðar alls kyns fyrirtæki við innréttingu húsnæðis en gistiheimili og veit­ ingastaðir hafa verið í meirihluta undanfarin misseri. „Við höfum komið að því að innrétta og stand­ setja gistirými af öllum stærðum og gerðum. Íbúðahótelum hefur til dæmis fjölgað mikið og þá er algengt að við hönnum eldhús­ aðstöðu sem uppfyllir öllu helstu skilyrði sem eldhús þarf að upp­ fylla, en rúmast á örfáum fermetr­ um,“ segir Guðrún Hlín. „Þarfirnar eru misjafnar. Við sinnum hverju fyrirtæki með það í huga og getum bent fólki á leiðir eða vörur sem það hefði mögulega ekki komið auga á sjálft. Það er þetta persónu­ lega samband sem skiptir máli til að við náum að sinna verkefninu vel og að viðskiptavinurinn sé ánægður með útkomuna.“ Gott samstarf og frí ráðgjöf Viðskiptavinum stendur önnur þjónusta IKEA einnig til boða eins og samsetning, heimsending o.fl., gegn gjaldi. Annars er ráðgjöf Fyrirtækjaþjónustunnar og teikni­ þjónusta innréttinga ókeypis. „Við­ skiptavinurinn tekur einfaldlega fyrsta skrefið með því að hafa sam­ band við okkur og þaðan hefjum við samstarf sem byggist á þörfum viðkomandi.“ Guðrún Hlín Þórarinsdóttir hjá fyrirtækjaþjónustu IKEA segir per- sónulegt samband við viðskiptavini skipta mjög miklu. Það skiptir máli að innrétta fyrirtæki þannig að það sé aðlaðandi fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. IKEA er staður fyrir þá sem reka veitingastað eða vilja innrétta morgunverðarsal á gistiheimili. Góð eldhúsaðstaða rúmast vel á nokkrum fermetrum ef skipulagið er gott. Starfsfólk fyrir- tækjaþjónustu IKEA þekkir vöruúrvalið vel og gefur góð ráð við val á húsbúnaði fyrir gistiheimilið. Yfirsýn sem sparar tíma og fjármuni Gistirýmum og veitingastöðum hefur fjölgað undanfarin ár. Í harðnandi samkeppni skiptir máli að innrétta fyrirtæki þannig að það sé aðlaðandi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 1 . m a r s 2 0 1 7 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 C -F 7 F 0 1 C 6 C -F 6 B 4 1 C 6 C -F 5 7 8 1 C 6 C -F 4 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.