Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2017, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 11.03.2017, Qupperneq 36
Allt fyrir hótel er heildsala sem sérhæfir sig í ýmsum vörum fyrir hótel, veit- ingastaði og sjúkrastofnanir. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í tæplega ár og er Ellen Dröfn Björnsdóttir eigandi fyrirtækisins og eini starfsmaður þess. „Ég býð upp á alla vöruflokka sem lítil og stór hótel þurfa á að halda, einnig gistiheimili, veitingahús og þá aðila sem leiga út íbúðir. Ég skipti við trausta erlenda og íslenska birgja og ef spurt er um vörur sem ég hef ekki verið með áður þá bæti ég þeim í vöruúrvalið.“ Meðal þeirra vara sem Allt fyrir hótel býður upp á fyrir hótel og gistiheimili er mikið úrval af sængurfatnaði, lökum, dúkum, handklæðum og allar gerðir af líni. „Ég kaupi einungis inn vandað lín með miklum gæðum sem er gott að meðhöndla, línið er alltaf vinsælasta varan mín. Einnig býð ég upp á gott úrval af ýmsum baðvörum, t.d. sápum í mörgum gerðum og áfyllingum. Ég hef mikið úrval af smávörum fyrir hótelherbergin, svo sem tann- burstasett og inniskó.“ Mikið úrval Einnig hefur Ellen Dröfn séð um að sauma og setja upp gardínur og gluggalausnir. Hún býður upp á hurðamerkingar, raftæki, merktar herbergislyklakippur, myndir á veggi og annað í herbergin. „Þann- ig að úrvalið er svo sannarlega mikið fyrir hin ýmsu rekstrarform gistiþjónustunnar.“ Meðal nýjustu verkefna fyrir- tækisins er að útvega myndir í herbergi fyrir hótel á Norðurlandi og finna fallegar hurðamerkingar í hostel. „Einnig var ég á klára upp- setningu á gardínum í móttöku á hóteli sem er verið að taka allt í gegn.“ Bjartsýn á framhaldið Auk þess að bjóða gott úrval af vörum fyrir hótel og gistiheimili býður fyrirtækið líka upp á úrval vara fyrir veitingahús. „Þar má m.a. nefna dúka, servéttur, borðrenn- inga, áklæði yfir stóla og borð, tuskur og viskastykki auk fatnaðar fyrir starfsfólk. Einnig hef ég gott tengslanet við fyrirtæki sem hafa lausnir við endurnýjun og endur- hönnun veitingastaða.“ Með lítilli yfirbyggingu hefur henni tekist að halda öllum kostn- aði í lágmarki. „Fyrir vikið get ég boðið upp á bestu verðin til við- skiptavina minna. Ég er bjartsýn á framhaldið og á næstu árum ætla ég að halda áfram að bjóða upp á bestu þjónustuna, bestu verðin og bestu vörurnar.“ Nánari upplýsingar á www.afh.is/ www.alltfyrirhotel.is og Facebook- síðu fyrirtækisins Allt fyrir hótel. Vakinn er gæða- og umhverfis-kerfi fyrir íslenska ferða-þjónustu sem hefur það markmið að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund undir handleiðslu og um leið að byggja upp sam- félagslega ábyrgð ferðaþjónustu- fyrirtækja hér á landi. Um leið er Vakinn gott verkfæri fyrir þátttak- endur til að skoða og bæta rekstur og starfshætti innan fyrirtækisins og efla um leið gæði og fagmennsku gagnvart gestum og starfsfólki að sögn Öldu Þrastardóttur, verkefna- stjóra hjá Ferðamálastofu. „Gæða- kerfið var innleitt árið 2012 þannig að ekki er lengur hægt að tala um nýtt kerfi heldur miklu frekar gæðakerfi sem hefur náð að festa sig í sessi og skilað raunverulegum árangri.“ Ferðamálastofa stýrir verkefninu en það er unnið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Nýsköpunarmiðstöð auk þess sem Ferðamálasamtök Íslands komu að því áður en þau voru lögð niður árið 2016. Hún segir að fyrirtæki í ferða- þjónustu hafi sjálf kallað eftir einhvers konar gæðaflokkun fyrir greinina en slíkar hugmyndir höfðu verið uppi lengi. „Það var því mikið fagnaðarefni þegar ákveðið var af hinu opinbera að farið yrði í gerð slíks gæðakerfis hér á landi. Fyrirmyndin að útfærslunni er hins vegar nýsjálensk en aðlöguð íslenskum aðstæðum.“ Þátttakendum fjölgar Vakinn er því ætlaður öllum þeim sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi. Honum er skipt í tvo hluta; annars vegar stjörnuflokkun fyrir gisti- staði og hins vegar gæðaflokkun fyrir alla aðra þjónustu segir Alda. „Umhverfiskerfið er valkvætt. Fyrir- tæki í afþreyingu þurfa að uppfylla ákveðið hlutfall almennra gæða- viðmiða auk sértækra gæðavið- miða sem tengjast starfssviði hvers fyrirtækis. Í gistingunni eru síðan stjörnuflokkar frá einni upp í fimm stjörnur. Þar segir heildarstigafjöldi til um það í hvaða stjörnuflokki viðkomandi gististaður lendir út frá aðbúnaði og þjónustustigi.“ Hún segir Vakann hafa farið hægar af stað en vonir stóðu til en í dag séu þau stolt af því að segja að þátttakendur séu orðnir 90 talsins og hátt í 80 fyrirtæki eru í ferli. „Þegar Vakanum var ýtt úr vör árið 2012 var ekki fyrirséður þessi hraði vöxtur sem orðið hefur í greininni. Náttúra, gæði, fagmennska og samvinna eru gildi íslenskrar ferða- þjónustu. Við viljum að áfanga- staðurinn Ísland sé þekktur fyrir slík gildi og þá er Vakinn gott tæki til þess. Þátttaka í gæðakerfi getur skipt sköpum og verið mikil- vægt hjálpartæki til þess að skapa samkeppnisforskot og sérstöðu á markaði, bæði fyrir fyrirtækin sem taka þátt og áfangastaðinn í heild. Samtakamátturinn er mikilvægur þegar kemur að því að ná háleitum markmiðum og við höfum mikla trú á mikilvægi Vakans og hlutverki hans í því að íslensk ferðaþjónusta megi vaxa rétt og dafna vel í fram- tíðinni.“ Allar upplýsingar um gæðavið- miðin og kerfið sjálft er að finna á heimasíðu Vakans, www.vakinn.is, auk þess sem það starfsfólk Ferða- málastofu sem starfar við Vakann, er ávallt tilbúið að svara öllum spurningum og veita ráðgjöf. Gestir skipta öllu máli Tónlistarmaðurinn góðkunni Bjarni Ara tók við starfi hótelstjóra á Fosshóteli Lind í ágúst 2016 en áður hafði hann starfaði í ráð- stefnudeild á Grand hóteli Reykja- vík. Hann segir stjórnendur hót- elsins hafa mikinn áhuga á að auka gæði þjónustunnar, vera vakandi og að tryggja viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. „Það gerum við meðal annars með því að taka þátt í Vakanum. Þetta snýst á endanum allt um viðskiptavininn og að hann sé ánægður og öruggur í húsakynnum okkar. Svo er líka svo ánægjulegt að hafa ánægða gesti og fá staðfestingu frá þeim og Vakanum um að við séum á réttri braut. Ef eitthvað er að þá er okkur bent á það og þá fáum við tækifæri til að laga það.“ Ferlið var þannig að fulltrúi frá Vakanum kom til þeirra og gerði úttekt sem sneri að nær öllum þáttum starfseminnar. „Uppfylla þarf ýmis gæða- og umhverfisvið- mið. Sumir þessara þátta voru í fullkomnu lagi hjá okkur en svo voru aðrir þættir sem við þurftum að laga. Það vakti líka athygli mína þegar við fórum í gegnum þetta verkefni að það eru ekki bara ég og starfsfólk okkar sem þurfum að tileinka okkur vinnubrögð Vakans heldur einnig gestir okkar, þannig að þetta er samvinna.“ Hjálpar mikið Hótelið fékk svo brons-viður- kenninguna á síðasta ári. „Forveri minn, Erna Dís Ingólfsdóttir, vann ötullega að því verkefni. Þegar kom að árlegri úttekt í byrjun þessa árs kom það í minn hlut að vinna þá vinnu með Vakanum sem var ákaf- lega skemmtilegt og fræðandi.“ Bjarni er ekki í vafa um að viðurkenningin hjálpi hótelinu mikið á allan hátt. „Það er mark- aðslegur ávinningur fyrir fyrir- tæki okkar að vera í Vakanum og fá staðfestingu á því að við séum að vinna að gæða- og umhverfis- málum af fagmennsku. Við getum uppfyllt væntingar gesta okkar betur með þessari viðurkenn- ingu og rekið fyrirtækið með betri hætti. Þannig göngum við stolt og keik til vinnu á hverjum degi og höfum það að leiðar ljósi að það eru gestir okkar sem skipta öllu máli. Að þeim líði vel hjá okkur, fái frábæra þjónustu og fari ánægðir heim að dvöl lokinni. Þátttaka okkar í Vakanum skiptir höfuð- máli í þessu sambandi. Það er gott að eiga Vakann að.“ Alda Þrastardóttir er verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu og Bjarni Ara er hótelstjóri Fosshótels Lindar. MYND/ANTON BRINK Hafa trú á mikilvægi Vakans Gæða- og umhverfiskerfið Vakinn er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu hér á landi. Í dag hafa um 90 ferðaþjón- ustufyrirtæki uppfyllt skil- yrði Vakans og er Fosshótel Lind í Reykjavík eitt þeirra. Þjónustar stóra sem smáa gistiaðila Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ég er bjartsýn á framhaldið og á næstu árum ætla ég að halda áfram að bjóða upp á bestu þjónustuna, bestu verðin og bestu vörurnar. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . m A R s 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -F C E 0 1 C 6 C -F B A 4 1 C 6 C -F A 6 8 1 C 6 C -F 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.