Lystræninginn - 01.03.1977, Page 5

Lystræninginn - 01.03.1977, Page 5
PETUR GUNNARSSON » TÖBAK Í NEFIÐ (atridi úr einni gerd Punktsins) Sem þeir læddust á tánum niður hlaðið, shipaði kvenmannsrödd þeim að nema stað- ar, Elsa ýtti út Garðari og Nunnu og skipaði þeim að passa þau. Nei hingað og ekki lengra! -æpti Maggi. Elsa fór inn i eldhás og byrjaði þúsund- hent að fletja út deig og hélt að þeim væri ekki ofgott að hafa onaffyrir krökkunum, þeir hefðu ekki ofreynt sig á þvi i sumar. Ég veit ekki betur en Lisu sé borgað fyrir að hafa onaffyrir þessum kvikind- um, argaði Maggi. Um leið og pabbi hans hvarf bak við hólinn óð hann upp á dekk. Elsa hætti augnablik að hnoða deigið, mældi son sinn út og sagði: Hún Lisa er veik. Hún er ekki veikari en ég, hreytti Maggi út úr sér, þótt hún sé á túr. Elsa talaði mikið i augnaráðum eins og rússneskur leikari og stigþyngdi nú tón- inn i augnaráðinu. Maggi hrækti og gekk snúðugt burt með systur sina i eftir- dragi. Já, slittu handleggi af barninuj hróp- aði Elsa á eftir þeim. Það var út af fyrir sig að passa Nunnu, eftir smá stund klipu þeir hana laust og hún hljóp grenjandi inn. Hún talaði svo vitlaust að það skildi hana enginn hvort sem var. öðru máli gegndi um Garð- ar: ótrúlegt að það skyldi ekki taka lifið meir en fimm ár að verða jafn út- smogið. Tilgangslaust að gera hann sam- sekan, þegar heim kom myndi hann kjafta frá og þræta fyrir sina hlutdeild. Hver trúði lika að fimm ára barn reykti? Hann fór alltaf yfir strikið og þessvegna ekki samningshæfur. Hinsvegar hafði hann svo óhamið imyndunarafl að það var hægt að Ijúga að honum hverju sem var. Fyrir- varalaust lét Andri sig detta niður eins og skotinn en Maggi gerði sér upp hræðslu og sagði Garðari að hlaupa heim eins og skot og segja að Andri væri dá- inn. Eins og venjulega byrjaði Garðar að gera prufur á likinu: kitla það, toga i eyrun, rifa i hárið. Ertu að misþyrma liki helvitis ótuktin þin? hrópaði Maggi. Garðar hélt áfram en Andri var svo sann- 5

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.