Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 19

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 19
UM STÖÐU LJÖÐSINS Það hlýt-ur Svallt að liggja i hlutarins eðli að úng skáld séu vond skáld Þvi séu úng skáld ekki vond skáld hafa þau ekkert fram að færa. En hvar standa íslensk úngskáld? Eru þau vond skáld, eða listaskáld á troðinni braut? Til að svara spurníngunni verður að lita nokkuð aftur. Allt frá striðslokum hefur staðið yfir kalt strið um islenska ljéða- gerð. Hefðarunnendur hafa ráðist gegn hverri nýbreytni í nafni „félksins i landinu”, sem sagt er að vilji sitt enda- rim, stuðlarim, hrínghendur, afhendur og ferskeytlur’. Efnið er aukaatriði. Þessi formgerðarrýni varð til þess að "atémskáldin" svokölluðu döguðu upp sem nátttröll, preyttir, misskildir, miðaldra menn. Nú skyldi einhver ætla að undirritaður sjái framá eilífðarmyrkur islenskrar ljéðagerðar, þvi fer fjarri. „Atémskáldin" voru ekki endalokin (eins- og andstæðíngar peirra vildu vera láta). Þeir sem á eftir koma voru i senn óháð- ari formbyltingum og höfðu numið af þeim. Öngskáldin 1 lok sjötta áratugsins höfðu tvöfalda hefð, þá aldagömlu og tæplega tveggja áratuga „hefð" formbyltínga- manna. Þeir gátu þvi éhræddir beitt am- boðum beggja. í þvi sambandi vil ég geta þriggja skálda, Ara Jésefssonar, Dags og Þorsteins frá Hamri. Allir þrir hafa þeir sameinað gamalt og nýtt, látið formrýni lönd og leið, formið skal hæfa efninu ekki efnið forminu. En nú eykst vandinn, hvar eru þeir svan- ir sem okkur sýngja? Mig grunar jafnvel að framantaldir frumbýlingar séu farnir að eignast afkomendur, þé án þess að vilja eiga hlut að þeim getnaði. Nýr skéli er getinn, amboðin fyrir hendi og úngskáld geta náð sér i ljá brýndan. Satt að segja er ég orðinn þreyttur á að biða þess að sjá ljéð sem ekki er berg- mál. Þé ber þess að geta að til eru undantekníngar, þé varla sé nema ein, þar á ég við Megas. Vandinn er hinsveg- ar sá að Megas er ekki ljéðskáld, heldur lagasmiður og textahöfundur, orð og ténn eru honum eitt og hið sama. Ef til vill er þaðan sem nýjúng islenskrar Ijéðlist- ar kemur? Eða er ekki okkar „þjéðfélag" háðara mynd og hljémi en bék? Þá loksins er komið að kjarna málsins, sé siðasta vörn'ljéðsins hljémplatan eða imbakassinn, gerist erfiðara nýjum röddum. An þess að vilja gerast viðkvæmirr er það min skoðun að ljéðið þrauki, einsog það hefur þreytt þorrann og géuna. Einhvern- timann kemur einmánuður. Þá er best að hugsa sér til hreyfíngs. GEIRLAUGUR MAGNÚSSON LEIF PANDURO I janúar sl féllu tveir snillingar i val- inn, djasspianistinn ameriski Erroll Garner og danski rithöfundurinn Leif Panduro. Þeir urðu báðir 53 ára. Panduro var vinsæll rithöfundur í Dan- mörku og áttu sjénvarpsleikrit hans ekki minnstan þátt i þvi. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1953 en áður hafði hann skrifað smásögur og útvarpsleikrit. Rikisútvarpið hefur flutt mörg af leik- ritum Panduros og er sjénvarpsleikrit hans, Adam, flestum minnisstætt sem á horfðu. Ein skáldsagna hans, Heimur Dan- iels, hefur komið út á islensku. I bestu skáldsögum sinum lýsir Panduro étta og öryggisleysi smáborgarans Í hinu stagbætta auðfélagi sésíaldemókratismans. Vörn hins hrjáða lifsfirrta þegns er lifsfléttinn; unglingurinn neitar að verða fullorðinn og sá fullorðni flýr á náðir geðveikinnar„ Læknarnir standa ráðþrota þvi eina lækningin er sú sem þeir geta ekki veitt; afnám meinsemdar- innar sem er hið brenglaða neysluþjéð- félag. í siðari békum Panduros bjargast kerfisþrællinn oft frá lifstémi sinu við kynni af æskufélki i uppreisn gegn þjéð- félaginu. Von er um nýtt og betra lif en Panduro gefur engin svör. Hann er ekki baráttumaður heldur skýrslugerðarmaður „ En skýrslur hans eru ritaðar af mikilli snilli, leiftrandi húmor og sýna vel hugarheim þess félks er hann þekkti best, smáborgara neysluþjéðfélagsins. vaffell 19

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.