Lystræninginn - 01.03.1977, Síða 31

Lystræninginn - 01.03.1977, Síða 31
R6sa: Gerðu það elskan. Það er ekki hætt- andi á annað„ Georg: Maður er svínbeygð- ur„ (hörfar) Benedikt: Bg gef ykkur enn eitt tækifæri til að gefast upp. Síðasta tækifærið. Gústaf: Þú mátt ekki líta á okkur sem 6vini þína. Benedikt: Þið standið í vegi fyrir þr6uninni. Gústaf: Ég skil ekki hvað þú átt við. Benedikt: Það er það, sem ég hef verið að segja. Þið skiljið ekki neitt. Gústaf: Þú verð- ur þá að gefa okkur tækifæri til þess. Þú verður að útskýra málið. Benedikt: Það er orðið of seint. Logi réttlætis- ins mun fara einsog eldur í sinu um jörðina og brenna upp sorann. R6sa: Þú átt þ6 ekki við okkur? Benedikt: Ég á við sorann. Klara: Hann á við okkur. Gústaf: Þú ruglar öllu saman. Benedikt: Ég sé hlutina einmitt skýrt. Ég sé þá i samhengi. Og það sem meira er: Ég finn þá. Ég finn þá í brjéstinu. Við erum tilfinningaverur. Tilfinningin hefur verið kúguð. Þú talar um að hugsa. En hver hugsar. Hugsar þú? F6lk hugsar ekki. Það tyggur bara upp hvert eftir öðru. Og það er ekki aðeins, að það hugsi ekki. Það finnur ekki til. Það finnur ekkert hérna. (slær. á brjéstið) Það er dautt. Það er dautt löngu áður en það er komið í gröfina, steindautt. - Gefist þið upp? Georg: (um leið og hann stekkur á pilt- inn) Við verðum að handsama hann. (pilt- urinn vikur sér til hliðar og hleypir af skoti) Hjálpið þið mér. Benedikt: Þá hefst lokaorustan. (hleypir af öðru skoti - hermaðurinn hörfar - þau forða sér út- úr kröknum og hlaupa hr6pandi um sviðið - hermaðurinn styður konuna sem ætlar að stirrlast - pilturinn fylgir þeim eftir og hleypir af fleiri skotum) R6sa: (hr6p- ar á hlaupunum) Guð minn. - Guð minn g6ð- ur. - Hann ætlar að skj6ta okkur. - Hjálp. - Almáttugur. Klara: (marg hr6par á hlaupunum) Hann er geggjaðixr. - Hjálp. - Hann drepur okkur. Gústaf: (hr6par) Vægð. Vægð. (öll þessi hr6p renna saman) Benedikt: (þar sem hann fylgir þeim eft- ir) Fylking 6vinanna riðlast. - Fl6tti er brostinn i liðinu. - Þeir flýja. - Þeir flýja skelfingu lostnir. - Öp þeirra bergmála um jörðina. - óp fordæmdra. - Tími skuldaskilanna nálgast. - Helvíti gín við þeim. - Þeir steypast i eldinn. - Eilifar píslir biða þeirra. - Eilifar pislir. (eftir mikil hlaup forða þau sér út af sviðinu eitt af öðru - loks stend- ur pilturinn einn eftir á sviðinu) Ei- lifar pislir. - J'órðin hefur verið hreinsuð af soranum. Timi niðurlæging— arinnar er liðinn. Aldrei framar munu myrkraröflin ná að festa rætur. Nýtt lif mun hefjast á jörðinni - fegurra og betra en nokkru sinni áður - hið sanna lif. Það lif sem mannkynið hefur dreymt um á öll- um öldum. - Þúsund ára rikið er i nánd. - Þúsund ára rikið. Gústaf: (gægist inn) Er leikurinn ekki að verða búinn? - Meg- um við ekki koma inn? - Getum við ekki farið að tala saman skynsamlega? Bene— dikt: Bölvun fylgi ykkur. Gústaf: Þú ert með heitingar. Benedikt: (miðar byssunni að föður sinum) Út með þig. Klara: (sem hefur einnig staðið i gættinni) Hann er vitlaus. (þau hverfa úr gættinni - þögn - hermaðurinn og konan gægjast inn) R6sa: Elsku drengurinn minn vertu nú g6ður. - Hættu nú. - Eigum við ekki að reyna að sættast? Við erum þ6 ein fjölskylda. - Hættu nú drengurinn minn. Georg: Þú heyr- ir hvað hún m6ðir þin segir. (pilturinn miðar á þau byssunni - þögn) Þú heyrir það. Benedikt: (færir sig nær þeim) Hræsnarar. — HRÆSNARAR. (hermaðurinn og konan hverfa úr gættinni) Benedikt: Skýjaborgir. Allt saman t6mar skýjaborg- ir. Heimurinn verður aldrei öðruvisi en hann er. Heimurinn breytist ekki. Spill- ingunni verður aldrei útrýmt. Hún mun að- eins leita undir yfirborðið til þess eins að koma aftur fram i dagslj6sið i nýrri mynd - nýju gervi. Myrkraöflin hverfa aldrei af jörðinni. Drekinn mikli verður aldrei unninn. (gengur að borðinu og sest - situr hugsi - hin koma inn á meðan - 31

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.