Lystræninginn - 01.03.1977, Page 34

Lystræninginn - 01.03.1977, Page 34
Ekki svona. GeorgHvernig þá? Rðsa: Eðlilega. Einsog þú brosir stundum. (her- maðurinn brosir aftur)Þú gerir bara grin að mér„Georg:Hvaða vitleysa.Rðsa: Heldur- ðu að ég sjái það ekki? Ég er ekki blind. - Ertu orðinn leiður á mér? - Kysstu mig. - Kysstu mig Georg. - Bara einn koss. - Einn einasta koss. - Það er ekki svo mikið. - Ætlarðu ekki að kyssa mig? - Ætlarðu ekki að vera géður við mig? - Ætlarðu ekki að vera géður við mig eins- og þú ert svo oft? (tekur í jakka her- mannsins) Sérðu ekki hvað ég er hrifin af þér? - Sérðu það ekki? - Georg. Georg: Þú togar í jakkann. Résa: Viltu ekki kyssa mig. - Viltu ekki sjá mig lengur? - Heyrirðu ekki hvað ég segi? (togar her- manninn að sér) Taktu utanum mig. - Ætl- arðu ekki að taka utanum mig? - Þú hefur aldrei verið svona við mig áður. (konan togar ákaft i hermanninn) Georg. Georg: Ætlarðu að slíta tölurnar af jakkanum. Résa: GEORG. Georg: Sérðu ekki hvað þú gerir? Résa: Þú verður að vera géður við mig. Heyrirðu það Georg. - Þú verður að vera géður við mig. Georg: (reynir að losa hendur konunnar af jakkanum) Ætlar- ðu að eyðileggja jakkann? Résa: GEQRG - GEORG. Georg: Hvað er þetta manneskja. Skilurðu ekki það sem ég er að segja? Résa:(togar af öllum kröftum) Mig lang- ar bara að þú takir utanum mig. Georg: En ég vil það ekki. Résa: Þú verður. Georg: Slepptu. (konan togar) Ætlarðu ekki að sleppa. (konan togar enn) Hættu, segi ég. Résa: Ég skal hætta. (togar enn) Georg: Hættu þá. (konan togar) Slepptu. Résa: GEORG. Georg: (berst við að reyna að losa hendur kdnunnar) Slepptu - SLEPPTU. (eiginmaðurinn sem hefur látið érélega i svefninum hrekkur upp) Gústaf: Hver ésköpin ganga á? (konan sleppir takinu) Georg: Loksins. (stendur upp) Résa: (stendur upp) Georg elskar mig ekki lengur. Gústaf: Það er ekki friður til að sofa. (stend-ur upp) Georg: Er það furða. Résa: Hann vill ekki einu sinni tala við mig. Gústaf: Ég fékk martröð. (fer útúr stofunni) Georg: (lagar jakk- ann) Sérðu. Þú hefur teygt á jakkanum. Résa: Mér þykir þetta mjög leiðinlegt. Georg: Fyrr má nú vera. Résa: Ég skal pressa hann. Georg: Það er ekki það sem um er að ræða. Résa: Ég vona að ég hafi ekki skemmt hann. (ætlar að hjálpa her- manninum við að slétta úr jakkanum) Georg: (ýtir konunni frá sér) Hvað ætl- arðu að gera? Résa: Eg ætlaði að slétta úr jalckanum. Georg: Ég er einfær um það sjálfur. Résa: Ég hefði bara ánægju af að pressa hann. Georg: Við skulum ekki tala um þetta meira. Résa: Ég hef alltaf verið hrifin af búningnum þínum. Það er ekkert fjarri mér en að vilja eyðileggja hann. Georg: Það er að sjá'. (konan ætlar aftur að hjálpa hermanninum til að slétta úr jakkanum) Georg: (ýtir henni aftur frá sér) Svona. - Þetta er búið. (ætlar að fara) Résa: Ætlarðu að fara? Georg: Auð- vitað. Résa: Nei, farðu ekki. Farðu ekki strax. Georg: Ég hef ekkert að gera hér lengur. Résa: Mér finnst við eiga svo margt eftir étalað. Georg: Einsog hvað? Résa: Nú svo margt. Farðu ekki svona. Sestu. Gerðu það fyrir mig. Bara augna- blik. (þau setjast) Georg: Hvað viltu? Résa: Ég hélt þú værir hættur að koma. Þú hefur ekki látið sjá þig svo lengi. - Þú veist hvað við erum öll hrifin af þér. — þú hefur alltaf verið okkur til ánægju þegar þú hefur komið. - Það er ekki að marka þetta atvik með dreng- inn, enda er það gleymt. Hann er bara dálítið éstýrlátur. (þögn) Þú segir ekk- ert? Georg: Ég hef ekkert að segja. Résa: Elskarðu mig ekki lengur? - Þú hefur sagt þú elskaðir mig. - Þú hefur sagt það. - Meintirðu það ekki? - Segðu mér það Georg. - Var það bara eitthvað sem þú sagðir? - Georg. Georg: Maður segir svo margt. Résa: Þú meintir það þá ekki. - ÞÚ meintir ekki það sem þú sagðir. Georg: Ég var einmanna. Résa: Var það bara það. Georg: Mig langaði í 34

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.