Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 17
kosti fram yfir barksterana, og
g'alli er, að lyfið er aðeins virkt
við inndælingu og er venjulega
gefið í vöðva. Er þó mælt með
þessu lyfi fram yfir barkstera
handa börnum á vaxtarskeiði,
þar sem barksterarnir kippa úr
vexti, en þess gætir minna, sé
gefið ACTH.
Fúkkalyf. Asthmasj úklingum
mörgum hættir til þess að kvef-
ast, og fylgja oft bakteríur í
kjölfarið, einkum pneumokokkar
og Hæmofilus influenzae. Þessu
fylgir venj ulega gulur eða grænn
uppgangur. Flestum sjúklingum
versnar asthminn, þegar þeir
kvefast, og þykir því rétt að
gefa þeim fúkkalyf undir þeim
kringumstæðum. Vinsælustu lyf-
in, sem virk eru gegn ofan-
greindum bakteríum, eru ampi-
cillin (Penbritin (R) Pentrexyl
(R)), tetracyclin (Achromycin
(R)) og trimethoprim-sulpha-
methoxazole (Bactrim (R)).
Venjulega nægir að gefa eitt-
hvei-t þessara lyfja í 7—10
daga, til þess að uppgangur
hreinsist.
jÖ-receptorar
í berkjuslímhúö
^ ÖRVAR
CykMskt^_3 -5 ------Phosphodiesterasi----> 5'AMP
7 1
/ HINDRAR
/
MYND 1.
Öndunaræfingar.
S j úklingum í asthmakasti
finnst oft þægilegt að sitja eins
og sýnt er á 2. mynd. Það minnk-
ar oft mæðina og losar um slím,
ef andað er hægt frá sér með
varirnar saman. Flóknari æfing-
ar er varla hægt að fá sjúklinga
í asthmakasti til að gera. Á
sjúkrahúsum, þar sem til er önd-
unarvél (IPPB), getur hún
hjálpað sjúklingnum verulega í
asthmakasti (sjá 3. mynd).
Brýnt er fyrir sjúklingnum að
anda með munninum, láta þrýst-
inginn frá vélinni fylla vel lung-
un og anda síðan hægt frá sér
og tæma lungun vel. Slím
asthmasjúklinga er oft mjög
seigt, og úðinn frá vélinni ásamt
isoprenalinu, sem oft er bætt í
úðarann, hjálpar mikið til að
losa um slímið, svo að sjúkling-
urinn geti hóstað því upp.
Oft er slím í berkjum asthma-
MYND 2. Þægileg stelling í asthmakasti.
MYND 3. Sjúklingur notar öndunarvél.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 15