Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 21
tapast um 80 mEqv. á sólar- hring. 1 gegnum glomeruli sí- ast um 2400 mEqv af natríum á sólarhring, en af því resorb- erast um 99.5% aftur í tubuli, svo að eftir stendur um 80 mEqv á sólarhring. Skemmdir á tubuli geta valdið miklu natríumtapi. Sé skortur á natríum í líkaman- um, geta heilbrigð nýru haldið því eftir, og er þetta eitt af mik- ilvægum verkefnum nýrnanna. Hormón frá nýrnahettum, ald- osteron, hefur áhrif á natríum retention nýrnanna. Serum nat- ríum hækkar við aukna fram- leiðslu af aldosterini, sést t. d. við sum æxli í nýrnahettum. Natríumskortur. Orsakir: 1) Ef natríum tapast í auknum mæli: a) við svita, í heitu loftslagi, við háan líkamshita eða við hyperhydrosis, b) við uppsölu, tap á maga- vökva um fistla eða gegn- um magaslöngu, c) með þvagi, t. d. við Addi- sons-sjúkdóm eða við krónískar nýrnabólgur, í diuretískum fasa við akut nýrnafeil (akut renal failure) og við meðferð með diuretika, d) við diarrhoea af ýmsum ástæðum. 2) Ef sjúklingur fær of lítið natríum, t. d. vegna sjúk- dóma í vélinda, eftir aðgerð- ir eða í sambandi við með- ferð á hjartasjúkdómi. Einkenni um natríumskort líkjast einkennum um vatns- skort: mikill þorsti, slappleiki, hypotension, sinnuleysi, sljó- leiki, yfirlið og að lokum dauði, ef 33—50% af vefjavatni tapast. Natríumeitrun (Hypernat,- >'æmia). Orsakir: 1) Óhóflega mikið natríum tek- ið inn, eða gefið i. v., sem isotonískar eða hypertonísk- ar saltupplausnir. 2) Sjúklingur getur ekki skilið út natríum, t. d. við Cuch- ings syndrom, langvarandi cortison-lyfjagjafir, eða eft- ir heilaskaða eða við æxli í hypothalamus eða heila- stofni. Helztu einkenni eru bjúgur, einkum í lungum, sljóleiki, sinnuleysi og meðvitundarleysi. Kalíum er mest að magni í frumunum, eða um 150 mEqv/1, en í plasma aðeins um 4—5 mEqv/1. 1 magavökva er um tíu sinnum meira kalíum en í plasma. Heildarkalíummagn lík- amans er um 140 g, af því um 98% í frumunum. Breytingar á kalíumjafnvægi hafa því mikil áhrif á starfsemi frumanna. Nýrun geta ekki haldið eftir kalíum á sama hátt og natríum, þegar um kalíumskort er að ræða, en geta þó skilið út þvag með lægra kalíuminnihaldi en ella. Við kalíumskort lækkar kalíumútskilnaður niður í 8 mEqv á sólarhring. Lágmarks- kalíumþörf reiknast um 20—40 mEqv daglega, það samsvarar 1.5—3 g af KCl. Kalíumútskiln- aður í þvagi eykst við það að gefa lyf, eins og ACTH, corti- son, PAS, Hg-diruetika, Diam- ox, furosemid, thiazid og etak- rinsýru. Kalíum-skortur: Orsakir: 1) Vegna sjúkdóma í vélinda, svo sem cancer eða strikt- urur, vegna meðvitundar- leysis, eða eftir aðgerðir. 2) Tapast í auknum mæli með þvagi, t. d. við króníska nýrnasj úkdóma, við cortison- lyfjameðferð, við diuretika meðferð, við asprin-eitrun o. fl. 3) Tapast með hægðum við sjúkdóma, sem valda diarr- hoea. 4) Tapast við uppsölu, aspira- tion á maga- og garnainni- haldi, með fistlum og ileos- tomi. Kalíumskortur veldur trufl- unum á starfsemi tauga- og vöðvavefs. Veldur atonia á slétt- um vöðvum, þar af leiðandi ógleði, uppköst og garnalömun, einnig slappleika og hypotoni á útlimavöðvum, en alvarlegust eru áhrif þess á hjartavöðvann. Við hypokalæmi sést á EKG hraður púls, háir P-takkar, lækkað S-T-bil, bifasískir eða negatífir T-takkar. Hypokalæmi eykur á eiturverkanir digitalis- lyfja. Kalíumeitrun (Hyperkalæmia), Orsakir: 1) Kalíumútskilnaður með þvagi minnkar: a) oliguria eða anuria af ýmsum sökum, b) krónískir nýrnasjúkdóm- ar, c) Addisons-sjúkdómur. 2) Aukið niðurbrot á eggja- hvítuefnum, svo sem eftir slys og ýmsa sjúkdóma. 3) Of mikið gefið af kalíum. Einkum hætta á því við króníska nýrnasjúkdóma. Einkenni eru áhugaleysi, rugl, dofi í útlimum, hægur púls, óreglulegur hjartsláttur og hjai-tablokk. Á EKG sjást háir og hvassir T-takkar, lengt P— Q, arrythmiur og að lokum hjartastopp. Magnesium er 1.5—2.0 mEqv /1 í plasma, en um 98% af heild- armagni þess skiptist á milli beina og frumuvatns. Magnes- íum finnst í öllum mat, en mest í grænmeti og kjöti. Dagleg þörf er áætluð um 20 mEqv, en lág- marksþörf aðeins um 1 mEqv á dag. Magnesiumskortur (Hypo- magnesemi) er mjög sjaldgæf- Framh. á bls. 39. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.