Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 39
vert mikil reynsla til að byrja með, og það leifir ekki miklu af orkunni eftir fyrstu vaktina á FSA. Þar sem nemum er ætlað svo ábyrgð- armikið hlutverk, ætti það að vera skilyrðislaus krafa okkar að fá meiri deildarkennslu. Stundum væri æskilegra að hafa hjólaskauta undir iljum en tréklossa. Af 3. árs nemum er það að segja, að þeir slæðast þangað einn og einn smátíma í senn og eiga þá oftast eftir að vinna nokkrar vikur á hand- lækninga- eða lyflækningadeild. En lokapróf taka þeir aldrei á FSA. Þess má geta, að lyflækninga- og handlækningadeildirnar eru óvenju- stórar miðað við deildir á Landspítalanum. Auk þessara tveggja deilda eru innan stofnunarinnar ellideild, fæðingardeild, barnadeild, röntgen- deild, slysavarðstofa og skurðstofa. Á skurðstofu fara fram allar almenn- ar skurðaðgerðir, aðgerðir á börnum, kvensjúkdómaaðgerðir, beinaðgerð- ir, augnaðgerðir o. fl. Á skurðstofu dvelja nemar 10 vikur. Þar fáum við auk almennrar til- sagnar tíma í svæfingum og erum 2 vikur í pökkun og sótthreinsun. 1 tengslum við nám á skurðstofunni kynnast nemar göngudeild og slysa- varðstofu. Á þessum tíu vikum þurfa nemar að vera á bakvakt aðra hverja viku. Þar eru aðeins tveir nemar í senn. Það er ekki einungis námið á FSA, sem okkur finnst gróði að, heldur er líka ýmislegt hægt að gera á Akureyri í frístundum. Þar er hinn víð- frægi „Sjalli“, sem er helzti skemmtistaður Akureyrar, og eins og gefur að skilja hefur þar margur sprett úr spori, svo að um munar. 1 Hlíðarfjalli er líka tilvalið að iðka fótmenntir á skíðum. Þar er mjög góð stólalyfta, sem þó hefur veitzt klaufskum yngismeyjum erfið í byrj- un, þannig að stöðva hefur þurft allt kerfið fyrir þær, til þess að þær sætu ekki sem fastast niður fjallið aftur. í Hlíðarfjalli er ágætishótel, þar sem gott er að fá sér hressingu. Á sumrin er líka vinsælt að heimsækja Hlíðarfjall, þaðan er viðsýnt yfir Eyjafjörðinn. Svo er hægt að ganga á Súlur og fleiri fjöll í nágrenni bæjarins. Nemar hafa talsvert stundað það að fara á bát út á „Pollinn“ og yfir í Vaðlaheiði. Stutt er í Vaglaskóg, og nú á dögum, þegar puttaferðalögin tíðkast sem mest, er bókstaflega hægt að fara um allt í tveggja daga fríum. Á Akureyri er ferðafélag með skipulagðar ferðir, einnig einstakl- ingar með ferðir upp á Vatnajökul, og er það ævintýri út af fyrir sig. Þess má líka geta, að leikfélag starfar á Akureyri, og þar eru mörg söfn, sem gaman er að skoða. Að síðustu viljum við vekja athygli á hinum fagra Lystigarði Akur- eyrar. Þá látum við þessum pistli lokið og biðjum fyrir beztu kveðjur til hjúkr- unarnema og alls starfsfólks á FSA. Ritnefndin. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.