Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 42
LYF KYNNT TOILAX (BISACODYL) Elín Hjartardóttir hjúkrunar- kona viS Landspítalann tók saman eftirfarandi grein um Toilax og studdist við leiðbein- ingabæklinginn um „Toilax- metoden“ frá lyfjafyrirtækinu Erco. ToiLAX-hreinsunarmeðferðin er ný, áhrifarík, hreinleg og auð- veld hreinsunarmeðferð, sem er sérstaklega ætluð til hreinsunar á sjúklingum, sem eiga að fara í röntgenrannsóknir. E fnasamsetning: Bisacodyl (bis (4-acetoxyphenyl) — 2 — pyridylmethan) er hvítt krist- allað duft, lyktar- og bragðlaust. Duftið er óuppleysanlegt bæði í vatni og lútarsöltum (alkal), en leysist aftur á móti upp í mín- eralsýrum og ýmsum lífrænum uppleysingaefnum. Eiginleilcar: Eftir margar lyfjafræðilegar rannsóknir hef- ur komið fram, að bisacodyl reynist vera mjög áhrifaríkt og auk þess algjörlega laust við eit- ur. Ein tafla inniheldur 5 mg bisacodyl og er húðuð með efni, sem magasýrurnar geta ekki leyst upp, og þar af leiðandi meltast Toilaxtöflurnar ekki í maganum. Hreinsandi árangur næst því ekki fyrr en töflurnar komast í beina snertingu við slímhimnu ristilsins. Toilaxtúpa inniheldur alls 10 mg bisacodyl og hefur bæði hreinsandi og smyrjandi áhrif. Ef Toilaxtöflurnar eru tekn- ar inn að kvöldi til, verka þær eftir ca. 8—10 tíma. En séu þær teknar inn á fast- andi maga að morgni til, verka þær eftir ca. 5 tíma. Toilaxtúpur: Áhrif koma venjulega fram eftir 5—15 mín. Toilaxhreinsunarmeðferðina má nota við hvers konar obsti- pation: Til að auðvelda hægðir hjá sjúklingum með hæmorrh- oida og anal fissurur, svo og fyr- ir og eftir uppskurði, fyrir rec- toscopi og proctoscopi og fyrir röntgenrannsóknir. Aukaverkanir eru sjaldgæfar, en þó hefur í einstaka tilfellum komið fram ógleði og maga- verkir. ERCO-lyfjafyrirtækið, sem framleiðir Toilax, mælir með eftirfarandi skömmtum: Obstipation: Byrjið meðferðina með 1 túpu af Toilax. Gefið síð- an 1—2 töflur Toilax að kvöldi til og 1 túpu Toilax að morgni í 4—5 daga. Gefið síðan ein- göngu Toilaxtúpu að morgni í 4—5 daga. Eftir röntgenrannsóknir: Til að fyrirbyggja, að bariumkontrast orsaki obstipation, má gefa sjúklingi 1 túpu af Toilax eftir röntgenrannsóknina. Obstipation hjá börnum: 0—3 ára: ýo Toilaxtúpa eftir þörfum. 3—6 ára: 1 Toilaxtúpa eftir þörfum. 6—12 ára: 1 tafla Toilax að kvöldi og 1 Toilaxtúpa að morgni. Athugið: Færið aðeins helming túpunnar inn i endaþarm á börnum. Fyrir rectoscopi og proctoscopi: 1 Toilaxtúpa í endaþarm 30— 60 mín. fyrir rannsóknina. Fyrir röntgenrannsóknir: Dag- inn fyrir ætlaða rannsókn fær sjúklingurinn samtals 4 töflur Toilax (gefnar eru 2 töflur kl. 8 eða 12 og svo 2 töflur kl. 18 eða 22), og að morgni rannsókn- ardags fær sjúklingurinn 1 túpu Tcilax í endaþarm. Klinískar rannsóknir gerðar í Röntgendeild Lasarettets í Lundi, Svíþjóö, á samtals 1221 sjúklingi. Röntgendeildin hafði á 10 mánuðum reynt Toilaxhreinsun- armeðferðina í sambandi við hreinsun á ristli fyrir röntgen- myndatökur. Sú aðferð, sem ver- ið var að leita að, átti að vera ódýr, auðveld, árangursrík og valda sjúklingnum sem minnst- 36 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.