Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 18
MYND U. Óndunaræfingar sitjandi.
sjúklinga, þó að þeir séu ekki
beinlínis í kasti. öndunaræfing-
ar, sem hér fara á eftir, hjálpa
til þess að losa um slímið, svo að
hægt sé að hósta því upp. Gott
er fyrir sjúklinginn að úða sig
með salbutamoli eða isoprena-
lini, áður en hann byrjar á æf-
ingunum. Strax á eftir leggur
hann báðar hendur til hliðar á
brjóstkassann neðst, heldur öxl-
unum niðri og lætur olnbogana
standa beint út (sjá 4. mynd).
Við útöndun er brjóstkassanum
þrýst saman, svo að lungun
tæmi sig vel. Þetta er endurtek-
ið 10 sinnum. Þá er reynt að
hósta og ná upp slími og síðan
byrjað aftur. Helzt þarf að gera
þessar æfingar 4—6 sinnum á
dag, 5—10 mínútur í senn.
Aðrar æfingar má einnig gera
til þess að æfa þindina. Þá er
hægri höndin lögð yfir kviðinn
og sú vinstri á brjóstkassann
miðjan. Síðan er andað djúpt í
gegnum nefið, og færist þá þind-
in niður og höndin á kviðnum
lyftist. Reynt er að anda þannig,
að höndin á brjóstkassanum
hreyfist sem minnst. Við útönd-
un eru varirnar færðar saman
og blásið út í gegnum munninn,
jafnframt er þrýst á kviðarholið,
til þess að þindin þrýstist upp á
við og lungun tæmist betur.
Þetta er æft í 5—10 mínútur í
senn og endurtekið nokkrum
sinnum á dag.
Geðlækningar og asthmi.
Það er alkunn staðreynd, að
asthmi leggst á sál sjúklingsins
og sálrænar truflanir geta kom-
ið af stað asthmakasti. Þannig
skapast vítahringur. Virðist því
mörgum, sem umgangast þessa
sjúklinga náið, að þeir noti sjúk-
dóminn til þess að fá vilja sín-
um framgengt í flestu. Sé ekki
allt látið eftir þeim, fái þeir
strax asthmakast. Er því freist-
andi að álykta, að úr því að
sjúklingur geti fengið asthma-
kast nokkurn veginn að vild,
hljóti hann að geta stöðvað það
jafnsnögglega. Það er þó mis-
skilningur. Eftir að kast er byrj-
að, verður að meðhöndla það eft-
ir venjulegum leiðum, og sjúkl-
ingurinn hefur ekki lengur
stjórn á því sjálfur. Það er þó
ekki hægt að líta á asthma sem
sálrænan sjúkdóm og óalgengt,
að hjálpar geðlækna sé þörf við
meðferð asthmasjúklinga, þótt
stöku sinnum komi það fyrir.
Nauðsynlegt er fyrir asthma-
sjúkling að hafa greiðan aðgang
að læknum, helzt þeim sömu, sem
hann þekkir, og veitir það hon-
um öryggiskennd að vita, að fái
hann slæmt kast, sé hjálpin vís.
Meðferð á ýmsum tegundum
asthma.
Asthmasjúklingum má skipta
í 3 flokka: 1) Sjúklingar, sem
fá asthmaköst, misslæm og mis-
löng, en eru einkennalausir á
milli. 2) Sjúklingar með lang-
vinnan asthma, aldrei einkenna-
lausir, en misslæmir. 3) Sjúkl-
ingar í “status asthmaticus”,
þar sem asthmakastið liefur
staðið klukkustundum eða jafn-
vel dögum saman.
Sjúklingar með asthmaköst, en
einkennalausir á milli. Þetta er
venjulega fólk, sem haft hefur
asthma frá æsku eða frá því
snemma á fullorðinsárum og
er með ofnæmi. Köstin eru oft
mild, og dugir þá að taka 20
mg af ephedrini eða 400 mg
af proxiphyllini (Neofyllin
(R) ),einnigmá nota salbutamol-
(Ventolin (R)) eða isoprenalin-
úðara til að binda endi á óþæg-
indin. Dugi það ekki, verður
sjúklingur að leita læknis, og er
þá oft reynt að gefa theophylla-
mine í æð og þá jafnframt notuð
öndunarvél með isoprenalini, sé
hún tiltæk. Dugi það ekki til, er
gripið til barkstera.
Sjúklingum, sem fá asthma
við áreynslu, er ráðlagt að úða
sig með salbutamoli 10—15 mín-
útum áður en þeir í’eyna á sig,
til þess að reyna að koma í veg
fyrir kast. Disodium cromoglyc-
ate er einnig talið hjálpa mörg-
um þessara sjúklinga.
Þá sjúklinga, sem hafa
ákveðna sögu um ofnæmi gegn
tiltölulega fáum efnum, staðfest
með húðprófi, er reynandi að
setja á desensibilerandi meðferð,
til þess að reyna að koma í veg
fyrir asthmaköst.
Langvinnur asthmi. Sjúkling-
ar með asthma, sem aldrei eru
alveg einkennalausir, eru venju-
lega miðaldra eða eldri og eru
Framh. á hls. 39.
16 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS