Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 15
um, sem hann hefur ofnæmi fyr- ir. Með þessu er ætlazt til, að í blóði sjúklingsins myndist mót- efni (IgG), sem síðan bindi of- næmisvaldinn (allergenið) og komi þannig í veg fyrir, að hann nái að berast til mast-frumanna í berkjunum og bindist þar IgE. Þessi meðferð hefur verið notuð allt síðan 1911. Hefur hún þó yfirleitt ekki gefizt vel, einkum ef þurft hefur að sprauta sjúkl- inginn með mörgum ofnæmis- völdum. Bezt hefur hún reynzt þar, sem aðeins er um að ræða einn eða mjög fáa ofnæmisvalda, sem ekki er hægt að forðast, t. d. grasfrjó. Þessi meðferð er dýr og óþægileg og getur verið hættuleg, þar sem sjúklingar geta veikzt hastarlega, þegar verið er að sprauta þá í upphafí meðferðar. Lyfjcimeöferð. Asthmalyfjum má skipta í 4 flokka eftir því, hvernig þau verka (sjá 1. töflu). Lyf, sem örva Beta-rece'ptora í berkjuslímhúð. Isoprenaline er fyrst og fremst notað til innöndunar, og það er til í litlum handhægum staukum til þess (Isoprenaline- Mistometer (R)). Einnig fæst það í upplausn til notkunar í öndunarvélum (“intermittent- positive-pressure-breathing” (I- PPB)). Eru þá gefnir 30 dropar af 0,25% upplausn, þynnt með 4 rnl af saltvatni fyrir hverja með- ferð. Isoprenaline verkar mjög fljótt, en áhrifin standa stutt, TAFLA. Flokkun asthmalyfja. I. Lyf, sem örva /3-receptora í herkjuslímhúð: Isoprenaline (Isuprel (R)) Salbutamol (Ventolin (R)) Adrenalin Terbutalin Ephedrin oft innan við klukkustund. Auk þess að slaka á berkjuvöðvum hefur það einnig áhrif á hjartað og eykur tíðni hjartsláttar og afköst hjartans. Það getur einn- ig komið af stað aukaslögum. Þetta getur orðið hættulegt, einkum ef mikið er gefið af lyf- inu. Það er því óráðlegt að gefa isoprenaline sé púls mikið yfir 100/mín. Isoprenaline getur einnig valdið hjartakveisu hjá sjúklingum með kransæða- þrengsli og því rétt að nota það varlega við slíka sjúklinga. Vegna þess, hve fljótt og vel isoprenalineverkar,hættir sj úkl- ingum til þess að misnota lyfið. Auk aukaverkana frá hjarta er þá hætt við, að lyfið hætti að verka nema örstutta stund. Það er því brýnt fyrir asthmasjúkl- ingum að nota isoprenaline ekki oftar en u. þ. b. 6 sinnum á dag. Salbutamol (Ventolin(R)) er náskylt isoprenalini og hefur svipaða verkun, nema áhrif þess á hjartað eru mun minni. Ýmsir taka það fram yfir isoprenaline. Salbutamol er aðallega notað til innöndunar úr úðara svipuðum og isoprenalineúðaranum, en það er ekki fáanlegt hér á landi í upplausn til notkunar í öndunar- vél. Salbutamol er einnig til í töflum, en þá þarf stærri skammta af því. Eru því auka- verkanir, fyrst og fremst titr- ingur, algengari af töflunum. Þó árangur af töflunum sé allgóður í byrjun, gerast þær gjarnan gagnslitlar, þegar fram í sækir, og því er ekki rétt að nota þær að staðaldri. Adrendlin er til í staukum til innöndunar (Medihaler-epi (R)) líkt og isoprenaline og salbuta- mol. Aukaverkanir eru svipaðar og af isoprenalini, en auk þeirra einnig hækkun á blóðþrýstingi og taugatitringur. Það eru því fáir sjúklingar, sem taka það fram yfir isoprenaline eða sal- butamol. Adrenalini má einnig spýta undir húð, 0,3—0,5 ml af 1:1000 upplausn. Ekki er þó ráð- legt að gefa það sjúklingi með verulega hækkaðan blóðþrýsting, hraðan púls, ofstarfsemi á skjaldkirtli eða sykursýki. Áhrifin koma fljótt í ljós, en standa stutt, oft horfin eftir 1 klukkustund. Til er olíuupplausn af adrenalini (Sus-Phrine (R)) með lengri verkun en vatnsupp- lausnin, en hefur ekki komizt á lyfjaskrár hér á landi. Terbutalin (Bricanyl (R)) er náskylt salbutamoli og er til bæði í töfluformi og til innspýt- ingar undir húð. Aukaverkanir, sé það gefið undir húð, geta líkzt þeim, er koma við adrena- lingjöf, þó að venjulega séu þær minni. Ephedrin er einungis gefið um munn. Það er til í 20 mg töflum, en einnig er mjög al- gengt að blanda því í alls kyns mixtúrur. Þetta lyf verkar ágæt- lega í fyrstu, en verður gagns- lítið, þegar til lengdar lætur. Það er því tæpast rétt að gefa það að staðaldri, heldur láta sjúklinginn grípa til þess, þegar hann er slæmur. Venjulegur skammtur er 20 mgX3-4. Sum- ir verða taugaspenntir og fá hjartslátt af ephedrini, og er þá stundum gefið phenemal, 15 mg II. Lyf, sem koma í veg fyrir niðurbrot cyklisks 3'—5' AMP (hindra hvatana phos- phodiesterase): Theophyllamine Proxiphylline (Neofyllin (R)) Choline theofyllinate (Choledyl (R)) III. Lyf, sem kemur í veg fyrir, að histamin SRS-A o. fl. efni losni úr mast-frumum: Disodium cromoglycate (Intal (R)) IV. Lyf, gagnleg við asthma, en óvíst hvernig verka: Barksterar Fúkkalyf TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.