Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 20
Mg++ með um 20 mEqv/1, og anionir eru fosföt og eggjahvítu- efni, en af Na+ finnst mjög lít- ið, og af Cl* sama sem ekkert. Plasma og vefjavatn hafa svip- aða samsetningu, en í plasma er meira af eggjahvítuefnum og fituefnum. Plasmaprótein eru um 6—8 mg%. Magasafi er frá- brugðinn öðru vefjavatni, að hann inniheldur fleiri kalíum- og vetnisjónir, en engar bi- karbonatjónir. Gall, brissafi og garnasafi hafa meira af bi- karbonat- og kalíumjónum. Við eðlilegar aðstæður hafa frumuvatn, vefjavatn og blóð- vatn sama osmotískan þrýsting, þrátt fyrir mismunandi sam- setningu. Veggir háræðanna hleypa í gegnum sig vatni, kati- onum, anionum og uppleystum efnum, eins og glucosu og urea, en ekki próteinum. Frumuhjúp- urinn virðist hleypa í gegnum sig vissum kationum og anion- um, en ekki öllum. Natríum- og kalíumjónir komast auðveldlega fram og aftur, en Na+ er jafn- harðan dælt út aftur, sennilega fyrir áhrif enzyma. Þetta er ekki fyllilega skýrt enn þá, en fyrir- brigðið kallast „Natríum-dæla“. Vatniö, sem er í líkamanum, fáum við fyrst og fremst í drykk og mat, en einnig myndast nokk- urt magn í líkamanum sjálfum við bruna á fæðunni. Fullorðinn maður, sem býr í kaldtempruðu loftslagi, fær ca 1350 ml af vatni á dag sem drykk, um 800 ml úr fastri fæðu og um 350 ml á dag við bruna, eða alls ca. 2500 ml á dag. Vökvatap hans verður um 1500 ml daglega sem þvag, frá lungum við útöndun um 400 ml á dag, með svita ca. 500 ml á dag og með hægðum um 100 ml, eða alls um 2500 ml á dag. Það vatn, sem tapast gegnum húð og við öndun, helzt að mestu óbreytt daglega, enda þótt við- komandi fái hvorki mat né drykk. Það vatn, sem tapast í gegnum nýrun, er breytilegt eft- ir því, hve mikið vatn líkaminn fær hverju sinni. Það er hlut- verk nýrnanna að halda uppi vatnsjafnvægi, tempra þvag- magn, ef líkamann skortir vatn, en auka þvagútskilnað, ef hann er yfirvökvaður. Til þessarar starfsemi fá nýrun hjálp frá hormóninu vasopressin (anti- diuretik hormón), sem skilst út frá afturhluta heiladinguls. Þetta hormón temprar útskiln- að á þvagi, þegar vatnsneyzla minnkar. Þurrkun (dehydration) verð- ur, þegar líkamann almennt skortir vatn. Orsakir: a) Vatnsskortur í umhverfi. b) Vatnsskortur vegna sjúk- dóma, meðvitundarleysis eða eftir aðgerðir. c) Aukið vökvatap: 1) gegnum húð, vegna hita- hækkunar eða mikils hita í umhverfi og þar af leið- andi svita, 2) frá lungum, hröð öndun, vegna hitahækkunar, heilaskaða eða metabol- iskrar acidosu, 3) með þvagi, vegna diabet- es insipidus, sem orsak- ast af skorti á hormón- inu vasopressin, eða af krónískum nephritis, Addisons-sjúkdómi eða sykursýki. Einkenni um vatnsskort eru helzt þorsti, þurrkur í munni, tunga eins og skrápur, innfalln- ar kinnar, minnkað munnvatn, kyngingarerfiðleikar, hás rödd, minnkaður intraokuler þrýsting- ur, minnkaður húð-turgor, olig- uri og eðlisþyngd þvags getur hækkað að mun. Ef um alvar- legan vatnsskort er að ræða, mun blóðþrýstingur fara lækk- andi og sjúklingur verða mátt- farinn, ruglaður, varir bláleit- ar og að lokum ofskynjanir og dauði, ef um 20% af líkams- þunga tapast hjá fullorðnum. Vatnseitrun getur orðið, þeg- ar heildarvatnsmagn líkamans eykst, án þess að um leið verði samsvarandi aukning á natríum. Orsakir: 1) Anuria eða oliguria, um leið og haldið er áfram að neyta eðlilegs vatnsmagns, svo sem: a) við akut eða krónískt nýrnafeil (renal failure) af ýmsum orsökum, b) við blóðþrýstingslækkun, sem er svo alvarleg, að hún leiðir til oliguria, t. d. eftir aðgerðir eða slys, c) við þvagrennslishindran- ir af ýmsum orsökum, t. d. prostatahyperthrophy, bilateral ureter-steina o. fl. 2) Mikið vatnsþamb, þegar nýr- un eru óhæf til að skilja það út jafnharðan. Þetta getur t. d. gerzt: a) eftir aðgerðir, b) við sjúkdóma í lifur, c) eftir höfuðskaða, eða af öðrum sjúkdómum i heila, c) við hjarta-dekompensa- tion. Einkenni: höfuðverkur, krampi og meðvitundarleysi í akut tilfellum, en krónískt bjúg- ur almennt og lungnabjúgur. Natríum er mikilvægasti ka- tion í extracelluler vökva, held- ur uppi osmotískum þrýstingi og hefur áhrif á heildarvatnsmagn líkamans. 1 líkama fullorðins manns eru um 105 g af natríum, þar af % í beinum. Við fáum natríum í mat og drykk, en það skilst út með svita, með hægð- um og þó einkum í þvagi. Dag- leg þörf af natríum hjá fullorðn- um manni er um 90—100 mEqv, eða um 5—6 g af NaCl, sem svarar til um 500 ml af fysio- logískri saltvatnsupplausn. Um 2 g af NaCl á dag er álitið lág- mark til að fyrirbyggja salt- skort. Með svita tapast um 50 —60 m/mEqv/1 af NaCl, svo að ef menn svitna óhóflega mikið, getur það valdið saltskorti með þreytu og krampa. Með þvagi 18 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.