Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 43
um óþægindum og jafnframt
minnka álagið á starfsfólkinu.
Þeir, sem að rannsókninni
unnu, gengu út frá því sem
gefnu, að bragð- og lyktarlaust
lyf mundi valda sjúklingunum
miklu minni óþægindum en lax-
erolía og vatnsstólpípur, sem
þeir annars fengu áður, og fleiri
fengjust til að taka Toilaxtöfl-
urnar heldur en laxerolíuna og
þar með mundi betri hreinsun-
arárangur nást.
Til þess að bæta árangur-
inn og minnka aukaverkanir
(þreytu, ógleði og óþægindi í
kvið) er sjúklingurinn hafður
á sérfæði í nokkra daga fyrir
rannsóknina.
Sjúklingurinn fær úrgangs-
lítið fæði, og þarf hann að fá
nægan vökva (ca. 2 lítra á sól-
arhring), og einnig þarf fæðið
að innihalda nóg af eggjahvítu.
Rannsakaður var 1221 sjúkl-
ingur, á aldrinum 14—89 ára,
en stærsti hópurinn var á aldr-
inum 30—70 ára.
Rannsakaðir voru 582 karl-
menn og 639 konur.
Þessi Toilaxhreinsunarmeð-
ferð hefur verið notuð við rann-
sóknir á colon, urografi, renal
angiografi, cholegrafi, chole-
cystografi, myelografi, yfirlits-
myndir af kvið og hryggmynda-
tökur með mjög góðum árangri.
□
REGLUR UM UNDIRBÚNING
FYRIR RÖNTGENSKOÐUN
SAMDAR AF JÓNI L. SIGURÐSSYNI í SAMRÁÐI
VIÐ HAUK JÓNASSON
Við röntgenskoðun á ristli og
þeim líffærum, sem ristill skygg-
ir á vegna legu sinnar, svo sem
nýrum, gallvegi og mjógirni auk
mjóbaks, er mjög þýðingarmik-
ið, að ristill sé vel úthreinsaður.
Öhreinindi í ristli, bæði fæðu-
úrgangur og loft, rýra mjög
gildi skoðunar og valda oft töf-
um á rannsóknum, auk þess sem
oft þarf að endurtaka skoðun.
Til þess að auðvelda legudeild-
um framkvæmd úthreinsunar
með sem minnstum óþægindum
fyrir sjúklinga og til að bæta
gæði röntgenskoðana er nauð-
synlegt, að eftirfarandi reglum
sér vandlega fylgt:
Sjúklingar, sem bíða eftir
i'öntgenskoðun á meltingai'fær-
um, þvagfærum eða gallvegum,
fái 3 daga fyrir skoðun einungis
fæði, sem skilar litlum úrgangi.
Leyft fæ'öi:
Tært kjötsoð (bouillon).
Síaðir ávaxtasafar.
Tært ávaxtahlaup (án rjóma).
Þunnt hafraseyði.
Mjólkursúpur, mjólkurís.
Undanrenna.
Gosdrykkir eða saft.
Þunnt kaffi eða te.
Ristað brauð eða tvíbökur.
Daginn fyrir röntgenskoðun
gildir eftirfarandi:
Léttur morgunmatur.
Miðdegisverður og kvöldverð-
ur: Einungis úrgangssnauð
fæða, t. d. kjötseyði með rist-
uðu brauði eða tvíbökum (skrap-
að smjör).
Tær mjólkursúpa.
Undanrenna.
Tært ávaxtahlaup.
Gjarnan drekka ríkulega vatn
eða tæran ávaxtasafa.
Ekki má borða: Ávexti, steikt-
an mat eða feitmeti. Helzt ekki
kaffi eða te.
Daginn fyrir skoöun: Sjúkl-
ingur fær 2 töflur af Toilax með
morgunverði og 2 töflur með
hádegisverði. (Hjá mjög öldr-
uðu fólki og einnig hjartasjúkl-
ingum má gera þá breytingu, að
Toilaxtöflur verði teknar 1X4,
til að forðast of sterk áhrif).
Aö morgni skoðunardags:
Sjúklingi er gefin 1 túpa af
Toilaxklysma í endaþarm og
gætt þess að tæma vel túpuna.
Áhrif koma fljótt fram.
Sjúklingur er fastandi að
morgni skoðunardags.
Sjúklingar í ristilskoðun mega
þó fá léttan morgunverð.
□
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 37