Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 43
um óþægindum og jafnframt minnka álagið á starfsfólkinu. Þeir, sem að rannsókninni unnu, gengu út frá því sem gefnu, að bragð- og lyktarlaust lyf mundi valda sjúklingunum miklu minni óþægindum en lax- erolía og vatnsstólpípur, sem þeir annars fengu áður, og fleiri fengjust til að taka Toilaxtöfl- urnar heldur en laxerolíuna og þar með mundi betri hreinsun- arárangur nást. Til þess að bæta árangur- inn og minnka aukaverkanir (þreytu, ógleði og óþægindi í kvið) er sjúklingurinn hafður á sérfæði í nokkra daga fyrir rannsóknina. Sjúklingurinn fær úrgangs- lítið fæði, og þarf hann að fá nægan vökva (ca. 2 lítra á sól- arhring), og einnig þarf fæðið að innihalda nóg af eggjahvítu. Rannsakaður var 1221 sjúkl- ingur, á aldrinum 14—89 ára, en stærsti hópurinn var á aldr- inum 30—70 ára. Rannsakaðir voru 582 karl- menn og 639 konur. Þessi Toilaxhreinsunarmeð- ferð hefur verið notuð við rann- sóknir á colon, urografi, renal angiografi, cholegrafi, chole- cystografi, myelografi, yfirlits- myndir af kvið og hryggmynda- tökur með mjög góðum árangri. □ REGLUR UM UNDIRBÚNING FYRIR RÖNTGENSKOÐUN SAMDAR AF JÓNI L. SIGURÐSSYNI í SAMRÁÐI VIÐ HAUK JÓNASSON Við röntgenskoðun á ristli og þeim líffærum, sem ristill skygg- ir á vegna legu sinnar, svo sem nýrum, gallvegi og mjógirni auk mjóbaks, er mjög þýðingarmik- ið, að ristill sé vel úthreinsaður. Öhreinindi í ristli, bæði fæðu- úrgangur og loft, rýra mjög gildi skoðunar og valda oft töf- um á rannsóknum, auk þess sem oft þarf að endurtaka skoðun. Til þess að auðvelda legudeild- um framkvæmd úthreinsunar með sem minnstum óþægindum fyrir sjúklinga og til að bæta gæði röntgenskoðana er nauð- synlegt, að eftirfarandi reglum sér vandlega fylgt: Sjúklingar, sem bíða eftir i'öntgenskoðun á meltingai'fær- um, þvagfærum eða gallvegum, fái 3 daga fyrir skoðun einungis fæði, sem skilar litlum úrgangi. Leyft fæ'öi: Tært kjötsoð (bouillon). Síaðir ávaxtasafar. Tært ávaxtahlaup (án rjóma). Þunnt hafraseyði. Mjólkursúpur, mjólkurís. Undanrenna. Gosdrykkir eða saft. Þunnt kaffi eða te. Ristað brauð eða tvíbökur. Daginn fyrir röntgenskoðun gildir eftirfarandi: Léttur morgunmatur. Miðdegisverður og kvöldverð- ur: Einungis úrgangssnauð fæða, t. d. kjötseyði með rist- uðu brauði eða tvíbökum (skrap- að smjör). Tær mjólkursúpa. Undanrenna. Tært ávaxtahlaup. Gjarnan drekka ríkulega vatn eða tæran ávaxtasafa. Ekki má borða: Ávexti, steikt- an mat eða feitmeti. Helzt ekki kaffi eða te. Daginn fyrir skoöun: Sjúkl- ingur fær 2 töflur af Toilax með morgunverði og 2 töflur með hádegisverði. (Hjá mjög öldr- uðu fólki og einnig hjartasjúkl- ingum má gera þá breytingu, að Toilaxtöflur verði teknar 1X4, til að forðast of sterk áhrif). Aö morgni skoðunardags: Sjúklingi er gefin 1 túpa af Toilaxklysma í endaþarm og gætt þess að tæma vel túpuna. Áhrif koma fljótt fram. Sjúklingur er fastandi að morgni skoðunardags. Sjúklingar í ristilskoðun mega þó fá léttan morgunverð. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.