Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 31
al annars að reyna að hafa áhrif
á og draga úr þeim frumorsök-
um, sem getið er um hér að
framan úr skýrslu Nörregárds
(9), eftir því sem frekast er
unnt.
llániii'oi'Kakir fyrirburáa.
Þegar litið er á dánarorsakir
andvanafæddra fyrirburða,
verður truflun á ildis (Oj)-
flutningum til fóstursins (an-
oxia) aðaldánarmeinið.
Hér er oftast að leita aðalor-
sakanna í ýmsum truflunum á
starfsemi fylgjunnar. Þar er
fylgjulos ofarlega á baugi og
siðan ýmsir fylgjukvillar, en
sjaldnar að finna frum-dánar-
orsök í fóstrinu sjálfu, þótt slíkt
beri við, t. d. lungnabólgu, sem
stundum má rekja til þvagfæra-
eða kynfærakvilla móður eða
smitandi fylgjubólgu.
Þegar rætt er um dánaror-
sakir lifandi fæddra, verður svo-
kallaður „hyalín“-himnusjúk-
dómur í lungum efst á baugi,
en talið er að rekja megi frum-
orsök hans í sumum tilfellum
til fæðingarerfiðleika, eða trufl-
ana á blóðrás til fóstursins rétt
fyrir fæðingu. Þessi eini sjúk-
dómur veldur allt að helmingi
dauðsfallanna. Ildisskortur (0L»-
skortur), sem barnið varð fyrir
rétt fyrir eða í fæðingu, gerir
lífshorfur barnsins mjög slæm-
ar í mörgum tilfellum. Hér er
lungnabólga einnig ofarlega á
baugi, svo og vanskapnaðir. (3)
Mjög erfiðlega gengur að
lækka þessar ,,perinatal“ dánar-
tölur, þrátt fyrir margvíslega
bættíi læknis-, hjúkrunar- og
heilsuverndarþjónustu.
1-okaorO.
Þegar búið er að gera sér
grein fyrir mismunandi skrá-
setningarreglum og aðferðum í
ýmsum löndum og á ýmsum tím-
un og reyna að draga þau áhrif
frá, þá má segja, að fyrirburða-
tíðnin sé ekki ósvipuð hér á landi
og t. d. í Danmörku, en miklu
hærri en í Svíþjóð, og það má
einnig segja, að stígandin á
línuritinu sé ekki eingöngu af-
leiðing af raunverulegri aukinni
tíðni fyrirburða, heldur einnig
afleiðing af breyttum skrásetn-
ingarreglum.
Hitt er svo alveg augljóst, að
í mesta þéttbýlinu, t. d. Reykja-
vík, er fyrirburðatíðnin alls
staðar hærri en úti á lands-
byggðinni.
I þessum athugasemdum er
raunar aðeins hægt að vega og
meta í stórum dráttum ýmsar
þær aðstæður, sem annars stað-
ar eru taldar valda aukningu
fyrirburðarfæðinga, og sjá,
hvort hið sama getur hugsanlega
átt við hjá okkur.
Annars má segja, að megin-
tilgangur þessarar samantektar
hafi verið að vekja athygli á
hinni miklu þýðingu, sem fyrir-
burðarfæðingar hafa fyrir lífs-
horfur barnanna, þ. e. hve mörg
kunni að lifa af fyrstu vikuna.
Það var lengi vel talið óhjá-
kvæmilegt eða ekkert við það
að athuga, þótt fyrirburðir lét-
ust, það var bætt upp með hárri
fæðingatíðni. En nú er öldin
önnur, þar sem fæðingatíðni
kvenna á frjósemisaldri fer
mjög lækkandi og segja má, að
fjölskylduskipulagning sé kom-
in á það stig, sem lengi hefur
verið óskað, og því ennþá meiri
ástæða til en nokkru sinni fyrr
að gera allt til að lækka fyrir-
burðatíðnina og draga þannig
úr dánartölu nýfæddra barna.
Það er máske um að í’æða eina
barnið, sem fjölskyldan ætlaði
sér að eignast eftir nána yfir-
vegun og þaulhugsaða skipu-
lagningu, og svo vildi óhappið
til og barnið kom fyrir tímann
með þeirri áhættu, sem því
fylgdi. Viðhorfið var ólijá-
kvæmilega dálítið annað, með-
an náttúrulögmálið réð fjölda
fæðinga.
Hinar 9 frumorsakir fyrir-
burðarfæðinga, sem Nörregárd
(9) telur upp og greint er frá
á bls. 24, hafa fengið vaxandi
stuðning á seinni árum í ýmsum
löndum, en of langt yrði að telja
það allt upp hér.
Helztu heimildir.
1. Usher, Robert et al.: Judgement
of fetal age. The newborn I. W.
B. Saunders Company. Phila-
delphia 1966. 13: 835—847.
2. Koeningsberger, M. Richard:
J udgement of fetal age. The new-
born I. Pediatric clinics of North
America. W. B. Saunders Com-
pany. Philadelphia 1966. 13: 823.
3. Johnsen, Baldur: The causes of
perinatal death. Acta pathol. &
microbiologica scand. 72: 31—42,
1967.
4. Naeye, Richard L.: Malnutrition,
probable cause of fetal growth
retardation. Arch. path. 79: 284
—91.
5. Raihá, C. E.: Prematuritet och
postmaturitet (dysmaturitet).
Nordisk Lærebog i Pædiatri.
Munksgaard. Kbh. 1967. 186—
203.
6. Gruenwald, Peter: Growth of the
human fetus. Am. J. obst. &
gynec. 8i: 1112—19.
7. Engström, Lars og Sterky, Gör-
an: Standardkurvorna för vikt
och lángd hos nyfödda barn. Lák-
artidningen, 63: 4922—26, 1966.
8. Naeye, Richard L. og Kelly, John
A.: Judgement of fetal age III,
pathologic evaluation. The new-
born I. Pedriatric clinics of North
America. W. B. Saunders Com-
pany. Philadelphia 1966. 13: 849
—862.
9. Nörregaard, S.: Aarsagerne til
for tidlig födsel. Frost Hansen.
Köbenhawn 1953 (tilv. C. F.
Ráihá, nr. 5).
10. Beckmann, Alf og Unnerus, Carl-
Erick: Some factors influencing
the rate of prematurity. Acta
obst. & gynec. scand. 42: 211,
1963.
11. Paavola, Allan: The illegitimacy
rate and factors influencing the
pregnancy and delivery of un-
married mothers. Acta obst. &
gynec. scand. Vol. XLVII, suppl.
3. 60.
12. Herriot, A. Billeavicz og Hytten,
F. E.: Prematurity and smoking.
Lancet, L.: 771, 1962.
13. Griswold, Dan M. og Cavenough,
Denis: Prematurity — the epide-
miologic profile of the „high
risk“ mother. Am. J. obst. &
gynec. 96: 878, 1966.
Framh. á bls. 40.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 25