Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 44
Lífið er í eðli sínu barátta Framh. af bls. 11. gleyma, að konunni er eðlilegra að stunda manninn sinn heima, ef hann er sjúkur, aftur á móti verður að koma hverri konu á sjúkrahús, ef hún er svo veik, að hún geti ekki hlynnt að manni og börnum. Eins og áður var drepið á, geta menn einnig þjáðst af þunglyndi, sem ytri orsakir valda. Þær eru auðvitað mai'g- víslegar, og sumir bogna und- an sorginni, en aðrir stælast. Sumir sætta sig aldrei við elli og dauða, en aðrir skynja það fyrirbæri eins eðlilega og fæð- ingu nýs lífs. Þetta er nú einu sinni hringrás lífsins. Dauðinn kemur ekki alltaf til okkar sem óvinur. Þeir, sem þjáðst hafa lengi, og þeir, sem lokið hafa ævistarfi sínu, fagna honum sennilega oftast sem vini. Þá vil ég minnast ögn á par- anóíuna, sem hinn hagorði fyrr- verandi landlæknir Vilmundur Jónsson skírði dómglöp. Þetta er þrautseigur geðsjúkdómur, sem gerir oft vart við sig á þrí- tugustu eða fertugustu aldurs- árunum. Sjúkdómurinn lýsir sér sem einhliða, þrálátar, óum- breytanlegar og skipulagðar ranghugmyndir. Hinar ólíklegustu ranghug- myndir hafa visst raunhæft samhengi og eru ekki í mótsögn hver við aðra, en eru þó byggð- ar á röngum forsendum. Sjúkl- ingnum finnst, að aðrir ofsæki sig og myndi samsæri gegn sér. Hann leggur ákveðna meiningu í framferði annars fólks og þýð- ir á sinn eigin hátt. Hvort held- ur þeir hósta eða brosa, þá hef- ur það persónulega þýðingu fyr- ir hann og venjulega sem eitt- hvert dulbúið meinsæri gegn honum. Um ýmislegt, sem birt- ist í fjölmiðlum, finnst honum, að þar sé verið að vega að sér. 1 hjónabandi birtist þessi sjúk- dómur oft í óverðskuldaðri tor- tryggni gegn maka samfara njósnum og allra handa dylgj- um. Sjúklingurinn er alltaf skýr í tali og laus við allar ofskynj- anir. En sjúkleg tortryggni veld- ur oftast tilfinningalegum sárs- auka hjá þeim, sem fyrir hon- um verða og gera sér enga grein fyrir því, að hér sé um tilfinn- ingalegan sjúkdóm að ræða. Önnur tegund dómglapanna er stórmennskubrjálæði. Sjúkl- ingurinn álítur sig vera eða geta orðið mesta stórmenni þjóðar sinnar. Á Islandi mundi slíkur sjúklingur álíta sig hæfastan í forseta- eða borgarstjóraemb- ætti, því að sjúkleg stórmennska fellur alltaf inn í ramma þjóð- skipulagsins. Einkenni þessarar tegundar dómglapa er baráttu- hneigð, að berjast til hins ítr- asta fyrir rétti sínum. Sjúkl- ingnum finnst jafnan, að hann sé beittur órétti, og er oft gagn- rýninn nöldrari. Þessi sjúkdóm- ur er ekki mjög algengur og út- breiddari meðal karlmanna en kvenna. Álitið er, að þessi sjúk- dómur hafi þróazt mest hjá sér- stæðum persónuleikum, sem hafa verið einhliða, viðkvæmir og uppstökkir sem börn, átt fáa vini og tilhneigingu til einangr- unar, en þó haft mikla þörf fyr- ir viðurkenningu og uppörvun. Þess vegna er þessi þáttur dóm- glapanna nefndur eðlislægur. Það er hægt að halda þessum tilfinningasjúkdómi niðri, en erfiðlega hefur gengið að lækna hann að fullu. Dómglapa sjúk- dómseinkennin blandast oft inn í aðra tilfinninga- eða geð- heilsu mannsins, og það verður aldrei hægt að gera alla jafn- hrausta, frekar en jafnríka og menntaða. Við getum ekki breytt tunglinu í sól, hversu gjarnan sem við vildum. Það er talað um mismunandi tilfinn- ingaþrep einstaklingsins og satt að segja ekki að ástæðulausu. Neurósur eru ýmiss konar andleg vanlíðan, sem þjakar hina sjúku á margvíslega vegu með óþægilegum og þjáningar- fullum einkennum og veldur því, að viðkomandi er eiginlega aldr- ei í fullri sátt við lífið. Algeng- asta einkenni neurósunnar er spenna, kvíði og angistartilfinn- ing. Auk þess getur fylgt henni þunglyndi, sektarkennd, áráttu- hugmyndir, móðursýkiseinkenni og kynferðiserfiðleikar, þar að auki þreyta og allra handa sjúk- dómstilfinningar í öllum líkam- anum. Síðan bætast svo við örð- ugleikarnir við að semja sig að nýjum háttum og umhverfi og tilfinningalegar truflanir í sam- skiptum við annað fólk. Neuró- tískir sjúklingar koma manni eðlilega fyrir sjónir, og þeir tala og tjá sig með eðlislægri greind og raunsæi og gera sér fulla grein fyrir vandkvæðum sínum. Þeir geta því alloftast starfað viðunandi í þjóðfélaginu. En eðli sínu samkvæmt veldur það þeim meira átaki og erfiði en þeim, sem heilbrigðari eru. Álitið er, að neurósurnar stafi af djúp- stæðum árekstrum í sálarlífinu. Það finnast engar líkamlegar né líffræðilegar orsakir að þessu ömurlega tilfinningalega ástandi, er á ýmsa vegu hrjáir þessa manngerð og gerir hana að litlum bógum í þjóðfélaginu. Þess vegna er þessi manngerð síkvartandi og auðvitað vegna þess, að henni líður illa. Til þess að manninum geti liðið vel, þarf að ríkja jafnvægi í huga hans. Fyrir slíkt ham- ingjusamt hugarástand er ekki hægt að greiða með fé, það verð- ur að spretta í eigin brjósti og sífa um leið út í umhverfið. Því tel ég hugræktun mannsins eitt af brýnustu verkefnum framtíðarinnar, því að meira og minna meðvitað elur hver kyn- slóð þá næstu upp með fordæmi sínu. Þess vegna getur enginn sagt, að hann sé einskis virði, hann er alltaf fyrirmynd ann- arra. Og því er verkefni for- eldranna vandasamasta verkefni lífsins. □ 38 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.