Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 19
Þorbjörg Magnúsdóttir. Þorbjörg Magnúsdóttir yfir- læknir við svæfinga- og gjör- gæzludeild Borgarspítalans. í HEILBRIGÐUM einstaklingi eru sölt og vatn í eðlilegu jafnvægi. Ef þetta jafnvægi raskast af einhverjum orsökum, verður að koma því í rétt horf aftur, ann- ars er líf og heilsa einstaklings- ins í veði. Það er talið, að vatnsmagn í líkama fullorðins manns sé um 60% af þyngd hans. I fitu er lítið sem ekkert vatn, og því feitari sem menn eru, því minna vatnsmagn í hlutfalli við þyngd. Konur, sem hafa mun meiri sub- cutan fitu en karlar, hafa því hlutfallslega minna vatnsmagn í líkama sínum, eða um það bil •50% af þyngd. f börnum og ung- börnum er líkamsvatnið allt upp í 75% af þyngdinni. Líkamsvatninu má skipta í þrennt eftir því, hvar í líkam- Rnum það er, intracellulert (frumuvatn), extracellulert, sem síðan skiptist í plasma (blóðvatn) og interstitial (vefjavatn). Heila- og mænu- vökvi, lymfa og meltingarvökv- ar tilheyra vefjavatni. Frumu- vatn er um 40% af líkams- þunga, vefjavatn um 15% og blóðvatn um 5%. Söltin í líkamsvatninu finn- ast í uppleystu formi sem smá- agnir, svokallaðar jónir, sem tengjast hver annarri eftir því, VATNS- OG SALTJAFNVÆGI LÍKAMANS hve mikla rafmagnshleðslu þær hafa á yfirborði sínu. Jónir með jákvæða hleðslu kallast kationir, þar sem þær dragast að elek- tróðu með neikvæða hleðslu (katóðu). Af þeim eru helztar natriumjón (Na+), kalíumjón (K+), kalcíumjón (Ca+ + ) og magnesíumjón (Mg+ + ). Jónir með neikvæða hleðslu kallast anionir og dragast að elektróðu með jákvæða hleðslu (anóðu). Þær eru klóríðjón (CÞ), bi- karbonatjón (HC03 + ), fosföt og eggjahvítuefni. Söltin eru mæld í grömmum (g), millimol (mmol) eða milli- eqvivalent (mEqv). Eitt gram- eqvivalent er það magn af efni í grömmum, sem jafngildir atóm- eða mólekúlþunga efnis- ins, deilt með gildi þess. T. d. er atómþungi natriums 23, gildi þess er 1 og því eqvivalentþungi 23. Eitt millieqvivalent (mEqv) er 1/1000 úr grameqvivalenti. Upplausn, sem inniheldur 1 mEqv/1, kailast lmN (milli- normal. Osmotískur þrýstingur er sá þrýstingur, sem orsakast af efni í upplausn, og er í beinu hlut- falli við fjölda smáagna í lausn- inni. Osmotísk verkun efnis kall- ast osmol eða milliosmol (mosm), sem er 1/1000 úr osm- ol. Eitt eqvivalent af eingildu efni, t. d. af Na+, hefur osmot- ískan þrýsting 1 osmol. Sé efn- ið tvígilt, eins og t. d. Ca++, þarf 2 Eqv. af því til að fá sama osmotíska þrýsting, 1 osmol. Söltin hafa mikla þýðingu við að halda uppi osmotískum þrýst- ingi í líkamsvökvunum. Þrýst- ingurinn er 294 mosm/1 plasma og sá sami í vefja- og frumu- vatni. Vatn flyzt fram og aftur, og ef osmosis hækkar á einum stað, þá flvzt vatn til þess stað- ar, þar til jafnvægi er komið á. 1 blóðvatni og vefjavatni er helzta kation Na+, 140 mEqv/1, en K+ er aðeins 4 mEqv/1. Helztu anionir eru Cl'", 101 mEqv/1 og HC03- með um 26 mEqv/1. f frumuvatni er K+ aðal-kation, 150 mEqv/1, og TAFLA I Samsetning plasma (ECF) og fmmuvökva (ICF). ECF Kationir (mEqv/1) Na+ 137—148 K+ 3.6—4.6 Ca + * 4.5—5.1 Mg + + 1.5—2.0 Anionir (mEqv/1) Cl~ 97—110 HC03- 22—26 Fosföt og súlföt 2—5 Prótein 15—19 Lífrænar anionir 3—6 ICF Kationir (mEqv/1) Na+ 10 K+ 150 Mg++ 40 Anionir (mEqv/1) HC03- 10 Fosföt og súlföt 150 Prótein 40 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.